Morgunblaðið - 20.03.2014, Síða 1
Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa
ekki sett fram efnahagsstefnu til lengri tíma.
Kallaði formaður stærsta stjórnarand-
stöðuflokksins nýlega eftir svörum um hvert
væri „planið“ – og rifjaði upp að fyrri stjórn hefði
haft skýra stefnu. Aðild að ESB og upptöku evru.
En hvað þýddi það „plan?“ Í stuttu máli sam-
komulag um að greiða Icesave-kröfur Lands-
bankans, skipti þá litlu þótt greiðsluhæfi ríkisins
yrði sett í uppnám, endurreisa Landsbankann
með óheyrilegar erlendar skuldir á bakinu, koma
til móts við erlendra kröfuhafa hinna föllnu
bankanna með útgáfu ríkisskuldabréfs í erlendri
mynt – og að lokum að ganga í Evrópusam-
bandið. Sumt tókst. Annað sem betur fer ekki.
Um 350 milljarða gjaldeyrisskuld var sett á
herðar Landsbankann sem átti að greiðast upp á
fimm árum. Það „plan,“ byggt á óskhyggju um að
bankinn gæti vonandi endurfjármagnað sig síðar
á erlendum mörkuðum á viðunandi kjörum, var
fullkomlega galið. Bankinn hefur þurft að taka til
sín gríðarlegan gjaldeyri síðustu ár til að vera í
stakk búinn að standa undir afborgunum
skuldanna. Bratt endurgreiðsluferli skuldanna er
eitt stærsta vandamálið við afnám hafta. Ef fall-
ist hefði verið á Icesave og ríkisábyrgð á skuld-
um Landsbankans væri Seðlabankinn ekki í
þeirri stöðu í dag að geta reynt að knýja fram
skilmálabreytingar á skuldabréfunum með því að
stöðva frekari gjaldeyrisgreiðslur til kröfuhafa.
Verkefni núverandi stjórnvalda er einfaldlega
að vinda ofan af misráðinni heildarlausn fyrri rík-
isstjórnar. Það er forsenda afnáms hafta.
Skoðun
Heildarlausnin
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Stóra planið
FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014
VIÐSKIPTABLAÐ
Google er stórhuga og
dugir ekki minna en að
breyta lífi
mannkyns.
Máttur Google
og metnaður
6
Þarf að skilja hvernig
fólk í öðrum löndum
hugsar og
vinnur.
Menningarlæsi
opnar dyr
10
Sífellt fleiri hneyksl-
ismál koma upp og
kostnaðurinn
verður mikill.
HM í Katar í
hættu?
4
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Erlendir kröfuhafar slitabúa Glitnis og Kaup-
þings hafa að líkindum orðið af meira en 100
milljörðum króna með því að hafa enn ekki
komið með útfærðar og raunhæfar tillögur um
hvernig fara eigi með útgreiðslur á 450 millj-
arða krónueign búanna til kröfuhafa sem hefði
ekki neikvæð áhrif á greiðslujöfnuð Íslands.
Um fimmtán mánuðir eru liðnir síðan slita-
stjórnir bankanna óskuðu fyrst eftir undanþágu
frá fjármagnshöftum í tengslum við áform um
að ljúka uppgjöri bankanna með nauðasamn-
ingi. Seðlabankinn hefur ekki léð máls á slíkri
undanþágu og á sama tíma eykst enn lausafé
bankanna í erlendum gjaldeyri.
Samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins
nam fórnarkostnaður kröfuhafa Glitnis og
Kaupþings af óbreyttri stöðu samtals um 123
milljörðum króna á síðasta ári. Lausafé bank-
anna í gjaldeyri, að stærstum hluta reiðufé á er-
lendum innlánsreikningum, var að meðaltali um
860 milljarðar á árinu 2013 – það jafngildir um
50% af landsframleiðslu Íslands – og var ávöxt-
un þess aðeins um 7 milljarðar. Sé horft til þess
að algengt er að vogunarsjóðir, sem eiga stærst-
an hluta allra krafna á hendur Glitni og Kaup-
þingi, geri 15% ávöxtunarkröfu (IRR) á sam-
bærilegar fjárfestingar þá ætti ávöxtunin að
vera um 130 milljarðar króna.
Það er ljóst að erlendir kröfuhafar bank-
anna hafa mikla hagsmuni af því að slita-
stjórnum verði veitt undanþága til að hefja
gjaldeyrisútgreiðslur til kröfuhafa. Seðlabank-
inn hefur bent á að vegna óvissu um hvenær
tekst að ljúka slitameðferð Búanna hafi þau
dregið úr hraða við að umbreyta eignum í laust
fé. Við óbreytta stöðu mun uppsafnaður fórn-
arkostnaður kröfuhafa þó aukast enn frekar
sem mun um leið hafa umtalsverð áhrif á vænta
ávöxtun á fjárfestingu þeirra í bönkunum. Að
auki þurfa bú Glitnis og Kaupþings að greiða ár-
lega samtals um 18 milljarða vegna sérstaks
skatts á skuldir fjármálafyrirtækja.
Reikna með 60-80% afskriftum
Gangverð almennra krafna á Glitni og Kaup-
þing hefur lækkað nokkuð það sem af er ári sem
endurspeglar aðþrengda stöðu kröfuhafa og
væntingar um að krónueignir búanna verði af-
skrifaðar að stærstum hluta. Samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins ganga kröfur Glitnis
nú kaupum og sölum miðað við heimtur upp á
28% að nafnvirði en hjá Kaupþingi er hlutfallið
um 24%. Miðað við áætlaðar endurheimtur – út
frá eignum á móti skuldum í árslok 2013 – virð-
ast kröfuhafar gera ráð fyrir því að krónueignir
búanna verði afskrifaðar um 60-80%.
Slík niðurskrift yrði í samræmi við Bingó-
áætlun Seðlabankans, sem Morgunblaðið hefur
áður sagt frá, en samkvæmt henni yrðu krónu-
eignir Glitnis og Kaupþings keyptar fyrir gjald-
eyri á um 75% afslætti. Þær tillögur felast einn-
ig í því að nota hluta af erlendum eignum
kröfuhafa til að endurfjármagna skuldir inn-
lendra aðila til langs tíma á hagstæðum kjörum.
Tafir kostað 120 milljarða
Fórnarkostnaður kröfuhafa yfir
100 milljarðar 2013 Reiðufé
nemur hálfri landsframleiðslu
Kröfuhafar tapa miklu á óbreyttri stöðu
463399
*Meðalstaða lausafjár á árinu **Vextir námu að meðaltali 0,8% ***Ávöxtunarkrafa (IRR) sem vogunarsjóðir gera á sambærilegar fjárfestingar
Laust fé í gjaldeyri 2013*
Ma.kr.
130
ma.kr.Ávöxtun
lausafjár**
Ávöxtun miðað við
15% ávöxtunarkröfu***Fórnarkostnaður
kröfuhafa
7
ma.kr.
123 ma.kr.
Söludeild Hringhellu 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2510 • gamar@gamar.is • endurvinnslutunnan.is
m
ag
gi
@
12
og
3.
is
21
.8
51
/0
1.
13
m
ag
gi
@
12
og
3
is
21
85
1/
01
13
Flokkunarílát
til notkunar innan húss
FLOKKUNARBARIR
Eitt hólf 20 l. 2 x 11 l. 3 x 11 l. 1 x 8 l. karfaTvistur (á sleða) Þristur (á sleða)
Fáanlegir í mörgum litum. Mál: 38 x 39/93 cm.
2 x 40 l. á vagni 2 x 90 l. á vagni Ás (á sleða)2 x 60 l. á vagni
2 x 10 l. + karfa. Mál: 25 x 38/35 cm.Mál: 56 x 56/66 cm.Mál: 56 x 56/66 cm.Mál: 38 x 66/66 cm.
Allar upplýsingar
í síma 535 2510
Mál: 31 x 46/36 cm. Mál: 31 x 46/36 cm. Með snerti/pedalopnun. Mál: 26/59 cm. Mál: 25 x 31/44 cm. Mál: 25 x 47/44 cm. Fyrir lífræna söfnun. Mál: 18 x 22/22.
F INGRAFÖRIN OKKAR
ERU ALLS STAÐAR!