Morgunblaðið - 20.03.2014, Qupperneq 4
BAKSVIÐ
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Sama dag og tilkynnt var að Rússland og
Katar hefðu verið valin til þess að halda
heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu karla
árin 2018 og 2022, vaknaði strax grunur um
að maðkur hefði verið í mysunni þegar fram-
kvæmdastjórn Alþjóðaknattspyrnusambands-
ins FIFA kaus á milli þeirra tillagna sem
lagðar höfðu verið fram. Átti það ekki síst við
í tilfelli Katars, smáríkisins á Arabíuskaga,
sem hafði hingað til ekki verið þekkt fyrir ár-
angur eða uppbyggingu á knattspyrnusviðinu.
Sepp Blatter, formaður FIFA, sagði hins
vegar keppnina í Katar vera tækifæri fyrir
knattspyrnuna til þess að þróa fótboltann
áfram og vinna nýjar lendur, og knatt-
spyrnugoðsögnin Zinedine Zidane, sem er
múslimi, fagnaði valinu sem miklum sigri fyr-
ir arabaheiminn.
Alls kyns hneykslis- og álitamál hafa hins
vegar komið upp, og hefur sú krafa gerst æ
háværari að staðsetning keppninnar 2022
verði endurskoðuð. Það gæti reynst þrautin
þyngri, í ljósi þess að þegar hefur verið eytt
miklum fjármunum í undirbúning mótsins.
Ekkert til sparað við gerð leikvanga
Og tilkostnaðurinn er ærinn. Samkvæmt
áætlunum stefnir í að Katar muni eyða sem
nemur um 220 milljörðum Bandaríkjadala,
eða rúmlega 25 billjónum íslenskra króna, í
undirbúning heimsmeistarakeppninnar. Þar
af fara um 20 billjónir íslenskra króna í að út-
búa leikvangana, en reisa þarf sjö nýja leik-
vanga á næstu átta árum í Katar, auk þess
sem fimm aðrir leikvangar verða stækkaðir,
svo að þeir geti tekið um 40.000 áhorfendur
að jafnaði. Þá þarf að koma fyrir öflugu loft-
ræstikerfi á leikvöngunum, því að ef mótið
verður haldið að sumarlagi má gera ráð fyrir
um 50-60 gráða hita á daginn. Fyrir afgang-
inn, fimm billjónir króna, verða svo gerðar
umbætur á samgöngukerfi landsins, svo að
áhangendur geti komist leiðar sinnar á leik-
ina.
Þessar tölur segja þó ekki alla söguna,
því að innifaldar í þessum 20 billjónum króna
eru fimm billjónir sem munu fara í að reisa
nýja borg í Katar, Lusail, en ráðgert er að
þar muni 250.000 manns búa. Mikilvægt er að
vel til takist, því að á leikvanginum sem
stendur til að byggja í miðborg Lusail á að
spila bæði opnunarleik mótsins, sem og sjálf-
an úrslitaleikinn.
Bent hefur verið á að þessi kostnaður sé
fram úr hófi, enda mun mótið kosta um það
bil 60 sinnum meira en HM 2010, sem haldið
var í Suður-Afríku, sem þótti þó hafa verið
með dýrari keppnum í framkvæmd. Þá hefur
verið bent á það að fyrir 25 billjónir króna
mætti kaupa upp hvert eitt og einasta hús-
næðislán einstaklinga í Bretlandi, þjóð þar
sem 60 milljónir manns búa. Gert er ráð fyrir
að á móti muni Katarbúar fá einhverjar
tekjur af ferðamennsku tengdri keppninni, en
ljóst er að þær munu aldrei ná því að jafna
þann gríðarlega kostnað sem leggja á í.
Vandamálin hrannast upp
Það eru hins vegar önnur vandamál sem
vekja meiri athygli knattspyrnuheimsins
þessa dagana, en fréttaflutningur hefur eink-
um beinst að tvennu: Í fyrsta lagi lökum að-
búnaði þeirra verkamanna sem eiga að reisa
leikvangana, en talið er að um 400 verkamenn
frá Nepal hafi látist í Katar vegna vanbún-
aðar á síðustu fjórum árum; og í öðru lagi
þrálátar ásakanir um að vissum stjórn-
armönnum í framkvæmdastjórn FIFA hafi
verið mútað í aðdraganda valsins á Katar í
desember 2010.
Slíkar ásakanir eru ekki nýjar af nálinni,
en breskir fjölmiðlar hafa verið duglegir að
leita að sönnunum þess efnis. Árið 2011 sak-
aði Triesman lávarður, sem stjórnaði tilboði
Englendinga í HM 2018, fjóra stjórnarmenn í
framkvæmdastjórninni um að hafa leitað hóf-
anna um greiðslur bak við borðið. Ekkert var
þó sannað.
Breska dagblaðið Daily Telegraph birti
hins vegar í vikunni gögn, sem blaðið sagði
sanna það að fyrirtæki í Katar, sem tengdist
íþróttayfirvöldum þar í landi, hefði borgað
Jack Warner, sem þá var aðstoðarfram-
kvæmdastjóri sambandsins, andvirði um 136
milljóna íslenskra króna í aðdraganda valsins,
auk þess sem fjölskylda hans hefði fengið
rúmlega 100 milljónir til viðbótar. Bandaríska
alríkislögreglan FBI, rannsakar nú málið
vegna gruns um peningaþvætti.
Ljóst er að nýjustu fréttir hafa ekki auk-
ið hróður Katars eða FIFA meðal knatt-
spyrnuáhugamanna. Spurningin heyrist því æ
oftar: Verður HM 2022 yfirhöfuð haldið í Kat-
ar? Eftir því sem álitamálunum fjölgar
minnka líkurnar á jákvæðu svari.
Billjónum varpað fyrir róða?
Enn eitt spillingarmálið skekur Alþjóðaknattspyrnusambandið Ráðgert að eyða andvirði um 25 billjóna íslenskra króna í undirbúning fyrir
keppnina Lakar aðstæður verkamanna í Katar Þrálátar ásakanir um að stjórnarmönnum í FIFA hafi verið mútað koma fram enn á ný
AFP
Rauða spjaldið Heimsmeistarakeppnin í Katar 2022 hefur orðið umdeild af ýmsum orsökum.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014
4 VIÐSKIPTI
Hjá okkur eru skjölin þín geymd við fullkomnar aðstæður í nýju öruggu
húsnæði. Þú þarft aldrei að hafa áhyggjur af plássleysi, öryggi skjalanna
eða því að finna ekki ákveðin skjöl.
Með því að nýta þér þjónustu okkar ert þú komin með framtíðarlausn.
• Betri nýting á húsnæði þínu.
• Yfirlit yfir öll skjöl í geymslu.
• Minni tími fer í leit.
• Allur kostnaður skjalageymslunnar verður sýnilegur.
Hafðu samband og láttu okkur þjónusta þig.
Ert þú að ganga
frá bókhaldinu
og veist ekki hvar þú átt
að geyma það?
Gagnageymslan ehf.
Smiðshöfði 1, 110 Reykjavík,
sími 587 9800, www.gagnageymslan.is Sími 587 9800
Aðbúnaður þeirra verkamanna í Katar sem
þurfa að reisa leikvangana fyrir HM hefur ver-
ið harðlega gagnrýndur. Í Katar, sem og öðrum
ríkjum við Persaflóa, gildir svonefnt Kafala-
kerfi, sem þýðir það að erlendir verkamenn
verða að hafa staðfestingu frá innlendum að-
ila ætli þeir sér að vinna í landinu. Kerfið býð-
ur upp á misnotkun, þar sem algengt er að
vegabréf verkafólksins sé tekið af því, og
ráðningarsamningurinn jafnvel rifinn við kom-
una. Fólkinu er því lofað mun hærri launum en
síðan er staðið við.
Aðstæður fólksins þykja síðan ekki boðleg-
ar. Matur og vatn er af skornum skammti, og
munar um minna í hitanum í Katar. Híbýli
verkafólksins þykja vart boðleg og veita lítið
skjól. Hefur aðstæðum verkafólksins, sem
einkum kemur frá Nepal, Pakistan og Indlandi,
verið lýst sem „nútíma þrælahaldi“.
Samkvæmt skýrslu ITUC, alþjóðasambands
verkalýðsfélaga, er áætlað að um 4.000
manns muni hafa látið lífið frá þeim tíma sem
ákveðið var að Katar fengi keppnina, og til
þess tíma að blásið yrði til leiks í opn-
unarleiknum.
Alþjóðaknattspyrnusambandið hefur verið
gagnrýnt harðlega fyrir að láta þessar fregnir
sem vind um eyru þjóta, en talsmaður sam-
bandsins sagði að ásakanirnar yrðu skoðaðar.
Yfirvöld í Katar hafa vísað þessum fregnum
algjörlega á bug, en ákváðu í síðasta mánuði
að kynna nýja reglugerð um laun og aðbúnað
verkamanna. Óvíst er þó hvort það dugir til að
sefa gagnrýnisraddirnar.
Hætta á því að 4000 manns láti lífið
AÐSTÆÐUR VERKAMANNA Í KATAR
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, netfang
vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is
Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
!
"#!
$
% %
$!
!
%!"!
%
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
%
%!#
""!
"%
%!
%%
"$
% "
!$%
"
"!
"$
$
%"
$#
% #
%#
"%! "
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í
gær að halda vöxtum bankans óbreyttum. Vextir
hafa staðið óbreyttir allt frá því í nóvember 2012.
Stýrivextir bankans eru 6%. Verðbólga mældist
2,1% í febrúar og hefur hjaðnað nokkuð hratt. Þá
benda nýir þjóðhagsreikningar til þess að launa-
kostnaður á ársverk hafi hækkað töluvert minna á
síðustu tveimur árum en fyrri tölur höfðu bent til.
Einnig eru horfur á að niðurstöður kjarasamn-
inga sem gerðir voru fyrir áramót muni gilda fyr-
ir meginhluta vinnumarkaðarins, segir í yfirlýs-
ingu peningastefnunefndar. Nánar á mbl.is
Stýrivextir áfram óbreyttir í 6%
Saksóknari í Frakklandi kallaði
Christine Lagarde, framkvæmda-
stjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í
þriðja sinn til yfirheyrslu í gær. Mál-
ið varðar aðkomu hennar að spill-
ingarmáli sem teygir anga sína inn í
ríkisstjórn Nicolasar Sarkozy, for-
seta Frakklands á árunum 2007 til
2012. Í frétt AFP segir að Lagarde
sé grunuð um að hafa greitt auð-
manninum Bernard Tapie 400 millj-
ónir evra, jafnvirði rúmra 63 millj-
arða króna, fyrir að hafa styrkt
Sarkozy í forsetakosningunum árið
2007. Þá var hún fjármálaráðherra
Frakklands. Nánar á mbl.is
Lagarde yfir-
heyrð í 3. sinn
Stuttar fréttir …