Morgunblaðið - 20.03.2014, Side 7

Morgunblaðið - 20.03.2014, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 VIÐSKIPTI 7 lagast og þeim má stýra í gegnum netið. Google hyggst vera í fararbroddi á þessu sviði. Andy Rubin, sem er höfundur snjall- símastýrikerfisins Android, stýrir nú nýrri vél- mennadeild Google. Undanfarið hefur Google keypt nokkur fyrirtæki, sem eru leiðandi í vél- mennarannsóknum. Eitt þeirra er Boston Dyna- mics, sem meðal annars hefur unnið verkefni fyrir bandaríska varnarmálaráðuneytið. Það framleiðir vélmenni, sem hlaupa hraðar en Usain Bolt og geta klifrað upp veggi og tré. Þessi kaup urðu tilefni samsæriskenninga (sem auðvelt er að finna með því að slá inn spurninguna „Er Go- ogle að smíða vélmennaher?“ í leitarvél Google) um að Google hygðist smíða vélmennaher. Í fyrstu atrennu hyggst Google bylta verk- smiðjuvélmenninu. Markmiðið er að framleiða vélar, sem auðveldara er að halda við en hefð- bundin verksmiðjuvélmenni, og geta lært að skilja umhverfi sitt og taka yfir flókin verkefni, til dæmis við að setja saman rafmagnstæki. Metnaðarfyllsta verkefnið er þó sennilega leitin að æskubrunninum. Í september kynnti Larry Page, sem yfirleitt forðast að koma fram opinberlega, að Google hefði stofnað fyrirtækið Calico, „nýtt fyrirtæki, sem einbeitir sér að heilsu, nánar tiltekið öldrun og sjúkdóma, sem henni fylgja“. Fyrirtækið er undir stjórn Arthurs Levin- son, sem áður var stjórnarformaður fhjá Apple og þar áður yfir líftæknifyrirtækinu Genentech. Levinson hefur undanfarið sótt til sín leiðandi vísindamenn til að starfa hjá Calilco, en lítið hef- ur spurst til viðbótar um fyrirhugaða starfsemi. Samkvæmt Der Spiegel er enn verið að leita að réttum útgangspunkti, hvort rannsóknirnar eigi að snúast um að lengja lífið eða hvernig eigi að tryggja heilbrigt og athafnasamt líf allt til ævi- loka. Frekar er litið á Calico sem rannsókn- arstofnun en lyfjafyrirtæki. Enn munu vís- indamenn fyrirtækisins vera að viða að sér gögnum um líffræði mannsins, sjúkdóma og dauðann. Meðal annar mun vera horft til þess hvort þyngd, hæð og lífslíkur tengist með ein- hverjum hætti. Google er ekki eitt um hituna á þessum vettvangi. Í upphafi þessa mánaðar til- kynnti Craig Venter, sem varð frægur í kapp- hlaupinu um að kortleggja erfðamengi manns- ins, að hann hefði stofnað fyrirtækið Human Longevity (langlífi) til þess að rannsaka erfða- mengið og stofnfrumur í leit að meðferð til að gera öldruðum kleift að halda heilsu og lifa virku lífi eins lengi og unnt er. Metnaður stofnenda Google er ekki lítill. Áætlanir fyrirtækisins eru heillandi, en ekki er laust við að þær veki líka óhug og komi af stað vangaveltum um að fyrirtækið sé orðið stærra og valdameira en hollt geti talist. Auðvitað er ekki gefið mál að allar fyrirætlanir Google muni skila árangri. Fyrirtækið hefur stigið feilspor. En það ætlast ekki lítið fyrir. Kjörorðið „ekki vera vondur“ á kannski ekki að skilja í bók- staflegri merkingu. Kannski er það frekar ákall um að menn eigi ekki að vera vondir við Google, ekki að standa í vegi fyrir þróun fyrirækisins. Markmið eru vissulega háleit, gangi þau upp myndi það stuðla að framförum fyrir allt mann- kyn. Um leið lítur Google á notendur – almenn- ing – sem auðlind eða hráefni. Fyrirtækið hefur átt í þrætum við Evrópusambandið um sam- keppnismál og umgengni við friðhelgi einkalífs- ins. Ræða gagnavernd og gagnsæi Gagnrýnin hefur reyndar einnig haft sín áhrif. Vísindamaðurinn Sebastian Thrun segir Der Spiegel að innan herbúða Google fari fram mikl- ar umræður um gagnavernd og gagnsæi. Grein eftir tvo háttsetta stjórnendur Google, Erick E. Schmidt og Jared Cohen, sem birtist í New York Times um miðjan mánuðinn, ber þessari um- ræðu vitni. Þar segja höfundarnir að á næsta áratug muni fimm milljarðar manna tengjast netinu og mest verði fjölgunin í samfélögum þar sem ríkir ritskoðun og það geti varðað fangelsi eða þaðan af verri örlögum að smella á grein, sem ekki er þóknanleg. Velta þeir síðan fyrir sér leiðum fyrir andófsmenn til að fela slóð sína á netinu fyrir alsjáandi auga ritskoðara. Það er at- hyglisvert að Google skuli taka frumkvæðið í þessari umræðu, en vitaskuld er lofsvert að fyr- irtæki, sem ætlar að tryggja aðgang heims- byggðarinnar að netinu skuli líka hafa áhyggjur af réttindum og velferð notendanna. Netið hefur margar hliðar. Það opnar al- menningi fjölda dyra og mörgum er lífið óhugs- andi án þess, en um leið er það lukkupottur fyrir viðskiptalífið og gullnáma fyrir njósnir og eft- irlit, sem bæði lýðræðisríki og alræðisríki stunda. Og í miðjum vefnum situr Google, veit allt um alla og hvað þeim er fyrir bestu og ætlar að bylta lífi mannkyns. breyta heiminum AFP form á prjónunum og hvetur starfsmenn til að hugsa ekki smátt, heldur stórt. Allt, sem fyrirtækið gerir, á ð vera tífalt betra en það sem fyrir er. Google er stór vinnustaður og störf þar eru eft- irsótt. Árlega berast fyrirtækinu tvær milljónir umsókna um vinnu. Þar starfa rúmlega 40 þús- und manns að því er kemur fram á heimasíðu fyrirtæksins. Hjá fyrirtækinu vinna fremstu vís- indamenn á sínu sviði. Fyrirtækið fer hins vegar óhefðbundnar leiðir í leit að starfsfólki. Í viðtali í fyrra sagði Laszlo Bock, sem titlaður er varaforseti mannahalds hjá Google, að meðaleinkunnir væru vita gagnslausar þegar kæmi að ráðningum og ein- kunnir á prófum væru einskis virði: „Við höfum komist að því að þær segja ekki til um neitt.“ Dagblaðið New York Times gekk á Bock í við- tali í febrúar og bað hann að skýra orð sín. „Góðar einkunnir skemma vissulega ekki fyrir,“ sagði hann. Mörg störf hjá Google krefðust þekkingar á stærðfræði, tölvum og forritun. Ef einkunnir endurspegluðu hæfni á þessum svið- um væri það til framdráttar. Hjá Google skipti hins vegar svo margt annað máli. Fimm hlutir skipta mestu við ráðningar hjá Google. Fyrirtækið metur tæknilega getu og forritunarkunnáttu. Helmingur starfa hjá fyr- irtækinu byggist á slíkri kunnáttu. Í hverju starfi er hins vegar fyrst og fremst horft til hæfileikans til að skilja og greina. Þar er ekki átt við greindarvísitölu, heldur hæfileikann til að læra og tileinka sér hluti í erli dagsins. Ráðningarsamtöl fyrirtæksins miða að því að greina hegðunarmynstur þar sem þessir eig- inleikar eru dregnir fram. Leiðtogahæfileikar skipta máli, en ekki í hefðbundnum skilningi. Bock segir að málið sé ekki hvort viðkomandi einstaklingur hafi verið kominn hátt í metorðastiganum þar sem hann var áður eða hversu hratt hann kleif hann. „Okkur er sama um það,“ segir hann. „Okkur skiptir máli hvort viðkomandi, þegar hann er hluti af liði, lætur til sín taka þegar við á og veitir forustu. Eins er mikilvægt hvort hann getur dregið sig í hlé, látið forustuhlutverkið af hendi og hleypt öðrum að. Í þessu umhverfi er nauðsynlegt til að vera skilvirkur leiðtogi að vera tilbúinn að afsala sér völdum.“ Ábyrgðartilfinning er skyld leiðtogaþætt- inum. Starfsmanninum þarf að finnast hann bera ábyrgð á verkefnum fyrirtækisins og stíga fram til að leysa vandamál og vera síðan tilbú- inn að láta aðra taka við þegar hann hefur lagt sitt af mörkum. Þá er mikilvægt að starfsmaðurinn búi yfir auðmýktinni, sem þarf til að læra af mistökum og vera tilbúinn til að viðurkenna hugmyndir annarra. „Sami maðurinn þarf samtímis að hafa mikið sjálfsálit og lítið sjálfsálit,“ segir hann. Athyglisverðust eru ummæli Bocks um sér- þekkingu. Hann segir að hún skipti minnstu máli þegar umsækjendur eru vegnir og metnir. „Ef þú tekur mann sem hefur mikla greining- arhæfileika, er forvitinn að eðlisfari, viljugur til að læra og hefur rétta leiðtogahæfileika og ræður hann í mannahald eða bókhald án þess að hafa neina þekkingu á því sviði og berð hann saman við mann, sem aðeins hefur gert einn hlut og er mesti sérfræðingur í heimi, mun sér- fræðingurinn segja: Ég hef séð þetta hundrað sinnum áður, svona gerum við. Yfirleitt mun sá sem ekki er sérfræðingur komast að sömu lausn vegna þess að yfirleitt er hún ekki svo flókin.“ Stundum muni hinir ósérhæfðu vissu- lega klúðra hlutunum, en þeir geti líka komið með nýjar og óvæntar lausnir og það hafi mikið gildi. Niðurstaða Bocks er sú að hæfileikar birtast með margvíslegu móti og því þurfi þeir, sem ráða fólk, að gera það með opnum huga fyrir öðru en virtustu háskólunum. „Fólk, sem kemst áfram í lífinu án þess að hafa farið í skóla, er óvenjulegt og við eigum að gera okkar besta til að finna þetta fólk,“ segir hann og bætir við að oft standi háskólar ekki undir nafni, nemendur hlaði upp skuldum án þess að læra það sem máli skipti til að komast áfram í lífinu: „Það er bara framlenging á ung- lingsárunum.“ Einkunnir og próf eru einskis virði þegar umsóknir eru metnar TVÆR MILLJÓNIR MANNA SÆKJA UM STÖRF HJÁ RISAFYRIRTÆKINU GOOGLE Á ÁRI HVERJU Sergey Brin, annar stofnenda Google, kynnir Google- gleraugun, sem eru með innbyggðri tölvu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.