Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014
10
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Í
slensk fyrirtæki eru farin
að gera sér betur grein fyrir
mikilvægi menningarlæsis,
en eiga þó enn langt í land
með það að kunna að skilja
og koma rétt fram við erlenda sam-
starfsmenn og viðskiptavini.
Þetta segir Guðjón Svansson
ráðgjafi í menningarlæsi. Guðjón
menntaði sig í Danmörku í alþjóða-
viðskiptum, hefur gefið ráð í menn-
ingarlæsi um árabil, auk þess að
sinna kennslu á þessu sviði hjá Há-
skólanum á Bifröst.
„Viðhorfið hefur batnað mikið á
undanförnum fimmtán árum. Könn-
un sem ég gerði strax að námi mínu
loknu leiddi í ljós að þá gáfu fyr-
irtækin í landinu oft lítið fyrir menn-
ingarlæsi, fannst það ekki skipta
miklu máli. Í dag eru bæði lítil og
stór fyrirtæki farin að nýta sér þau
tæki sem menningarlæsið veitir
þeim, og hafa lært – og sum lært af
mistökunum – að þær venjur, hefðir
og aðferðir sem við notum hér á Ís-
landi duga ekki endilega hvar sem er
í heiminum,“ útskýrir Guðjón. „Það
ber þó enn mikið á því að menning-
arlæsis-undirbúningur íslenskra við-
skiptamanna fyrir viðskipti við út-
lönd er af mjög skornum skammti.“
Hvað er fólk að hugsa?
En hvar á að byrja, og hvað snýst
viðskiptalegt menningarlæsi eig-
inlega um? Er nóg að lesa það í
handbók að rétta þarf Japönum
nafnspjaldið með báðum höndum,
eða að ekki má móðgast ef við-
skiptamaður er seinn á fund í Suður-
Ameríku?
„Þó það sé ágætt að skilja hvað
teljast góðir siðir í hverju landi þá á
menningarlæsi fyrir viðskiptamann-
inn að felast í því að kafa dýpra og
skilja t.d. hvað liggur að baki ákvarð-
anatökuferlinu í ólíkum löndum. Er
verið að tala við réttan aðila, og eyða
púðri í að sannfæra þann sem hefur
valdið til að taka ákvörðun? Eða er
það hópurin sem tekur ákvörðunina
frekar en einstaklingurinn? Hvaða
gildi hafa samningar í viðkomandi
landi? Eru samningar lítils virði ef
aðstæður breytast? Hvaða leik er
von á að viðsemjendur spili í samn-
ingaviðræðum? Er það styrkleiki að
vera hreinn og beinn við samninga-
borðið? Er von á skýrum og afdrátt-
arlausum svörum eða er menningar-
legur bakgrunnur viðsemjandans
þannig að hann tali frekar í kringum
hlutina?“
Guðjón segir það ágætan upp-
hafspunkt fyrir íslenska viðskipta-
manninn að skilja fyrst eigin bak-
grunn og menningu. „Til að geta
lesið í samhengi hlutanna í öðrum
löndum þurfum við fyrst að gera
okkur grein fyrir að Íslendingar eru,
líkt og íbúar Bandaríkjanna og N-
Evrópu, alla jafna mjög beinskeyttir
og leggja mikla áherslu á sjálf við-
skiptin. Verð, afhendingartími og
gæði er það sem er okkur efst í huga
en á stöðum eins og í S-Evrópu og
SA-Asíu skiptir mestu fyrir við-
skiptafólk að vita við hvern það er að
skipta, byggja upp traust og rækta
persónulegt samband.“
Reglur sem skipta máli
Einnig er mikilvægt að íslenski við-
skiptamaðurinn skilji að reglur og
venjur annarra landa sem okkur
kunna að þykja framandi og und-
arlegar, geta haft mjög mikið gildi
fyrir aðra. Guðjón tekur sem dæmi
þá íslensku venju að ávarpa háa sem
lága með skírnarnafni og hafa flatan
valdastrúktúr í fyrirtækjum. „Okkur
getur þótt hjákátlegt að ávarpa fólk
„Herr Doktor“ eða „Mister“, en við
getum í sumum menningarheimum
verið að gera stór mistök ef við
sleppum því og það litið út eins og
okkur skorti bæði kurteisi og virð-
ingu.“
Þar með er ekki sagt að þurfi að
skilja lopapeysuna og „þetta redd-
ast“-hugarfarið eftir í Leifsstöð. „Ís-
lenska framhleypnin og athafnagleð-
in getur stundum verið styrkleiki,
slegið erfiðan viðsemjanda út af lag-
inu eða hvatt samstarfsaðila til at-
hafna,“ segir Guðjón. „Enn betra er
svo ef hreinlega er hægt að tala op-
inskátt um menningarmuninn; út-
skýra fyrir viðskiptavininum hvernig
Íslendingar hugsa og vinna öðruvísi,
finna í sameiningu leið til að sveigja
reglurnar og blanda saman því besta
úr báðum menningarheimum í verk-
efninu sem er framundan.“
Íslensk fyrirtæki í útrás
Segir menningarlæsi ekki bara snúast um að geta
hegðað sér rétt í matarboði, heldur að skilja t.d. ákvarð-
anatökuferla og samskiptamáta Gott að byrja á að
skilja okkur sjálf og síðan reyna að skilja venjur annarra
Snýst um að
skilja hugs-
unarháttinn
Morgunblaðið/Golli
Þekking Guðjón Svansson segir menningarlæsi snúast um að skilja ákvarðanatökuferli, samningatækni og sam-
skiptamáta annarra þjóða, en ekki bara að kunna að rétta nafnspjaldið eins og venjur kalla á.
Menningarmunur geturorðið að hindrun jafn-vel þó ekki sé farið
lengra út í heim en til nálægustu
Evrópulanda. „Meira að segja
Danmörk, sem við Íslendingar
þykjumst þekkja út og inn, er
samt svo fjarlæg okkur að mikill
munur er á Íslendingum og Dön-
um s.s. varðandi vinnuskipulag
og ákvarðanatöku. Kemur það
Íslendingum oft í opna skjöldu
hverng Danir t.d. draga skýr
mörk á milli vinnu og einkalífs,
vinna að verkefnum með mjög
skipulögðum hætti og taka
ákvarðanir sem hópur, á meðan
við Íslendingar bjögum oft
mörkin á milli vinnu og einka-
lífs, verjum litlum tíma í und-
irbúning og tökum ákvarðanir
hratt og á eigin spýtur.“
Er menningarmunurinnn ekki
aðeins vandamál þegar átt er í
beinum viðskiptum yfir höf og
álfur, heldur ekki síður þegar
stofna á útibú eða skrifstofu er-
lendis. „Íslensk fyrirtæki vilja þá
alla jafna flytja út sína eigin
vinnumenningu, með starfs-
mannahóp heimamanna sem get-
ur verið allt öðru vanur. Þar ætti
að skoða vandlega að reyna að
skapa vinnustað sem blandar
saman báðum menningar-
heimum, eða að setja yfir útibúið
heimamann sem t.d. hefur
menntað sig á Íslandi eða í
Bandaríkjunum og getur þannig
brúað bilið á milli íslensku
menningarinnar og þeirrar er-
lendu.“
Ef ætlast er til að erlendu
starfsmennirnir fari að hugsa og
hegða sér eins og kollegar
þeirra á Íslandi segir Guðjón að
þurfi að sýna mikla þolinmæði
og byggja upp mikið traust.
„Fyrir starfsmann t.d. í SA-Asíu
er ekki hægt að búast við að það
gerist yfir nótt, að hann læri að
það má andmæla yfirmanninum
og að hugmyndirnar þurfa ekki
allar að koma ofan frá.“
Morgunblaðið/Ómar
Nýhöfn Jafnvel Danir hugsa
ekki alveg eins og við.
Vitum við hvernig
Danir hugsa?