Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 5
BARNABLAÐIÐ 5 Lj ós m yn di r/ Eg ge rt Jó ha nn es so nygg sku líka kur, 6. og m. Þar a mót ina. fi ríkt á u um vont að detta Haukur Steinsen er 7 ára hokkíleikmaður úr Engidalsskóla. Hjá honum eru hokkí og fótbolti í uppáhaldi. Ert þú búinn að æfa íshokkí lengi? Já - ég er samt ekki alveg viss hvað lengi. Eru fleiri í kringum þig að æfa, eins og t.d. í fjölskyldunni? Nei, enginn eiginlega. Ég er sá eini í bekknum mínum sem æfi íshokkí. Hvernig kom það til að þú fórst að æfa? Ég var að æfa handbolta en langaði það síðan ekki lengur og fór að æfa íshokkí. Kunnir þú á skauta áður en þú byrjaðir í hokkí? Nei. Varstu ekkert hræddur? Fyrst bara, þegar ég var lítill. Það hætti fljótt. Hvað æfir þú oft í viku? Þrisvar sinnum í viku – þriðjudaga, miðvikudaga og laugardaga (stundum á sunnudögum). Hvað gerið þið á æfingum? Við erum oft að keppa. Stundum æfum við líka hringina, að fara þá hratt og fleira. Þú ert í flottri treyju – hvaðan kemur hún? Þetta er treyja frá liðinu sem ég held með í NHL- deildinni í Bandaríkjunum, það er liðið frá St. Louis. Eru mörg hokkílið á Íslandi? Það eru þrjú félög, SR (Skautafélag Reykjavíkur), Björninn og SA (Skautafélag Akureyrar). Við keppum stundum, eins og núna um helgina. Hvað með önnur áhugamál? Já, ég hef mikinn áhuga á fótbolta. Hérna heima held ég með FH, í ensku deildinni held ég með Manchester United og Liverpool, líka Barcelona. Ég er oft í fótbolta í skólanum og síðan að leika við vini mína í íshokkíinu. Að endingu – hvað myndir þú segja að skipti mestu máli, ef maður vill verða góður í íshokkí? Að vera duglegur að mæta á æfingar og vilja fara. „Heldur meðSt. Louis íNHL-deildinni“ „Mamma markmaður í landsliðinu“ Arnar Smári Karvelsson er 9 ára og gengur í Norðlingaskóla. Hokkí-íþróttin er vinsæl hjá hans fjölskyldu. Ert þú búinn að æfa íshokkí lengi? Ég er búinn að æfa í nokkur ár – þrjú eða fjögur. Hvernig kom það til að þú fórst að æfa? Þegar ég var í 1. bekk fór ég með skólanum í heimsókn í Skautahöllina. Þegar ég kom til baka áttum við að teikna mynd af því sem okkur þótti skemmtilegast og ég teiknaði mynd af íshokkí. Þegar mamma sá hana spurði hún hvort ég vildi æfa íshokkí og ég sagði já. Kunnir þú á skauta áður en þú byrjaðir í hokkí? Nei – ég prófaði fyrst að skauta með grind, og líka aðeins að spila en datt þá voðalega oft og meiddi mig. En það var bara í byrjun. Hvað finnst þér skemmtilegast við hokkí? Að spila leiki. Það eru fleiri í kringum þig að æfa, segðu okkur aðeins frá því? Já – það eru eiginlega allir í fjölskyldunni að æfa íshokkí. Mamma mín, Arna Rúnarsdóttir, er markmaður, hún er í landsliðinu – ég hef fengið að fara á æfingar með henni. Pabbi var að æfa hokkí með old- boys-liði en er í smá-pásu, hann er meiddur í hnénu. Síðan er Haukur Freyr bróðir minn að æfa og Hilmar vinur minn, Jóhann Atli, Benjamín, Eric, Níels og fleiri. En er ekki vont að fá „pökkinn“ [boltann] í sig, til dæmis ef maður er í marki? Jú jú - ég hef verið markmaður og fengið pökkinn í mig, beint í hnéð. Það var ekki gott. Verður hættulegt úti á ísnum? Mér finnst það ekki, en það er alveg hættulegt stundum. En við erum með hlífar og hjálma og svona. Eru fáar stelpur í hokkí? Það er ein stelpa í 5. flokki hér, hún heitir Brynhildur, svo er líka a.m.k. ein í fjórða flokki. Stelpurnar gera allar sömu æfingarnar og strákarnir - alveg upp í meistaraflokk. Hvað með önnur áhugamál? Það eru eiginlega bara skautarnir og hokkí - það er skemmtilegast. Áttu þér einhvern uppáhalds íshokkíleikmann? Það er markmaðurinn í New York Rangers. Að endingu – hvað myndir þú segja að skipti mestu máli, ef maður vill verða góður í íshokkí? Það sem mér finnst gott er að vera alltaf glaður í þessu. Maður gefst auðveldar upp ef maður er í fýlu. Maður á líka alltaf að æfa sig í öllu jafn mikið – þannig getur maður orðið góður í öllu. Ef maður er til dæmis góður í að skauta, getur maður æft sig meira í að skjóta og slíkt.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.