Morgunblaðið - 29.05.2014, Page 4

Morgunblaðið - 29.05.2014, Page 4
TÆKNI Sumarfríið er á næsta leiti og við- skiptafólk byrjað að huga að úti- legum og ævintýrum í íslenskri nátt- úru. Meðal þess sem hafa þarf klárt fyrir sumarið er gott tjald. Þeir sem eru með netta tækja- dellu og hafa gaman af fallegri hönn- un ættu að falla fyrir Heimplanet Mavericks-kúlutjaldinu. Hér er komið rétta tjaldið fyrir kröfuharða athafnamanninn sem sættir sig ekki við neitt minna en það besta. Eins og sést á myndinni er hönnun tjaldsins nokkuð óvenju- leg, jafnvel af kúlutjaldi að vera, því í stað tjaldstanga að innan er bygg- ingin borin uppi af uppblásnum túb- um. Túburnar vefjast hver yfir aðra í burðarfræðilega fullkomnu mynstri sem byggist á lögun demanta. Fálm með glamrandi tjaldstangir og boga heyrir sögunni til. Þarf bara að breiða tjaldið út á grasflötina og byrja að pumpa og málið er afgreitt á örskotsstundu. Á það að taka eina manneskju bara örfáar mínútur að gera tjaldið klárt. Þegar þarf að pakka er svo einfaldlega opnaður lofttappi og tjaldið brotið saman. Tjaldið er rúmgott, stílhreint og svipsterkt en líka gert til þess að duga við krefjandi aðstæður. Á tjaldið að þola vindhraða vel yfir 45 m/s en til samanburðar eru 12 vind- stig 35 m/s. Tjaldið stendur því enn óhaggað þegar allir aðrir gestir á tjaldstæðinu eru löngu foknir út í veður og vind. ai@mbl.is Kúlutjald kröfuharða útivistarmannsins Túburnar sem bera tjaldið uppi eru hann- aðar með tilliti til upp- byggingar demanta. 4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014FRÉTTIR Magnað meistaraverk! Bílaframleiðandinn Porsche er þekktur fyrir framúrskarandi sportbíla. Nú hefur þessum meistara sportbílanna tekist að sameina bestu eiginleika Porsche í nýjum bíl; Þetta er sportjeppinn Macan. Unnur Gunnarsdóttir hefur haft í nógu að snúast síðan hún var skip- uð forstjóri Fjármálaeftirlitsins ár- ið 2012 en ársfundur eftirlitsins var haldinn í gær. Hún segir Sjálfstætt fólk hafa kennt sér mikið um hvað það er að vera Íslendingur. Hverjar eru stærstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Fjármálaeftirlitið hefur stækkað hratt og unnið er af krafti að því að mæta kröfum um nútímaeftirlit. Við lítum á það sem megináskorun að ná því marki. Hver var síðasti fyrirlesturinn eða ráðstefnan sem þú sóttir? Ég hélt fyrirlestur á ráðstefnu í tilefni af níræðisafmæli Jóhann- esar Nordals fyrir rúmum tveimur vikum, rétt áður en ég fór í frí. Fyrirlesturinn bar yfirskriftina: „Hvernig stuðlum við að virku og stöðugu fjármálakerfi á Íslandi?“ Á ráðstefnunni voru fjórir aðrir fyr- irlesarar og mér fannst erindi þeirra mjög áhugaverð. Hvaða bók eða hugsuður hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Réttarheimspekilegar pælingar hafa alltaf höfðað sterkt til mín en ég hef óneitanlega mótast mjög af lögfræðinámi mínu. Þá kenndi bók- in Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness mér mest um hvað það er að vera Íslendingur. Hver myndi leika þig í kvikmynd um líf þitt og afrek? Yrði þetta ekki það sem kallað er „bitastætt kvenhlutverk“? Þá væri ekki óeðlilegt að Meryl Streep tæki það að sér enda hirðir hún flest slík hlutverk. Ef hins vegar Judy Dench væri svona fimmtán árum yngri þá held ég að hún myndi henta mjög vel í hlutverkið. Þar myndi hún náttúrlega njóta reynsl- unnar af því að hafa leikið „M“ í fleiri en einni James Bond-mynd. Hvernig heldurðu við þekkingu þinni? Þekkingaröflun mín byggist SVIPMYND Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins „Ef Judy Dench væri fimmtán árum yngri“ MENNTUN:Stúdent frá Verzlunarskóla Íslands 1976. Lögfræð- ingur frá Háskóla Íslands 1983. Framhaldsnám við York University í Toronto í Kanada 1984-1985. Evrópuréttur við Kings College í London 1999-2000. STÖRF Dómsstörf í fimm ár, störf við bankaeftirlit og síðar fjár- málaeftirlit í samtals ellefu ár, sem sérfræðingur í fjármálaþjónustu á EFTA-skrifstofunni í Brussel, fimm ár og sjö ár skrifstofustjóri í ráðuneyti. ÁHUGAMÁL Ég legg áherslu á að rækta samband við vini og fjöl- skyldu. Þá er það hið sígilda: lestur góðra bóka og einnig útivist, hreyfing og ferðalög. FJÖLSKYLDUHAGIR Ég er gift Óskari Einarssyni verkfræðingi og við eigum tvær uppkomnar dætur, tvo tengdasyni og tvö barna- börn. HIN HLIÐIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.