Morgunblaðið - 29.05.2014, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 5FRÉTTIR
Porsche á Íslandi • Bílabúð Benna
Vagnhöfða 23 • 110 Reykjavík Sími: 590 2000
porsche@porsche.is • www.benni.is
Opnunartími:
Virka daga: 09:00 - 18:00
Laugardaginn 31. maí, frá kl. 12:00 til 16:00
Porsche Macan S Diesel
258 hestöfl • 580Nm tog • CO2 159 g/km
Hröðun 6.3 sek. 0-100 km/klst.
Eyðsla 6.3 l/100 km í blönduðum akstri.
Verð: 11.950.000 kr.
Ef þú fengir að gera eina breyt-
ingu á lögum landsins, hver
myndi hún vera?
Ég er með stuttan lista yfir
fimm lagabálka sem ég vildi breyta
en ég get ekki gert upp á milli
þeirra.
Hugsarðu vel um líkamann?
Ég geng, syndi og hjóla og
stundaði í mörg ár leikfimi á
morgnana sem þó hefur látið nokk-
uð undan í önnum síðustu ára. Í
staðinn hef ég stundað jóga í um
það bil ár, mér til mikillar ánægju.
meðal annars á nánu samstarfi við
hina mörgu sérfræðinga Fjármála-
eftirlitsins á hinum ýmsum sviðum.
Auk þess er mikilvægt að afla sér
þekkingar með lestri fagefnis, er-
lendu samstarfi og ráðstefnum sem
ég tek þátt í og sæki.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
FERÐALÖG
Þeir sem þurfa að ferðast mikið
vegna vinnu sinnar eru öfundsverðir
af öllum þeim punktum sem þeir
geta rakað að sér á ferðalögunum.
Endalaus ferðalög eru lýjandi en
óneitanlega felst í því huggun að
geta kannski notað punktana til að
borga fyrir skemmtilega helgarferð
þegar færi gefst, eða nokkrar nætur
á rómantísku hóteli með makanum.
Nú virðist skattstjóri vestanhafs
hins vegar vera að skoða vandlega
þann möguleika að draga úr ham-
ingju punktasafnara og skattleggja
vildarpunkta og -mílur sem fólk aflar
sér á ferðalögum fyrir vinnuveitand-
ann.
Tímaritið Reason segir að árið
2002 hafi bandarísk skattayfirvöld,
IRS, tilkynnt að ekki yrði reynt að
skattleggja ferðapunkta. Eru teikn á
lofti um að til standi að breyta um
stefnu þó fyrirætlanir IRS liggi ekki
fyrir í smáatriðum.
Reason vitnar í stjórnmálaritið
Politico sem segir samtök flugfélaga
og gististaða byrjuð að þrýsta á fjár-
málaráðherrann að hafna hvers kyns
tilraunum til að breyta skattlagn-
ingu fríðindapunkta. Í bréfi til ráð-
herrans segja hagsmunasamtökin að
IRS hyggist breyta bókhaldsreglum
með þeim hætti að það myndi hafa
neikvæð áhrif á punktakerfin.
Hjá Ríkisskattstjóra fengust þær
upplýsingar að afslættir í gegnum
svokallað tryggðarkerfi myndi ekki
skattskyldu svo fremi að afslátt-
urinn sé ekki umfram það sem
eðllegt mætti telja. ai@mbl.is
Verða flugpunktarnir
mögulega skattlagðir?
AFP
Hvað myndi verða um tryggðarkerfin ef skatturinn færi að seilast í punktana
og mílurnar sem fólk safnar? Myndin er frá Orly flugvelli í Parísarborg.
Unnur segist hafa
byrjað að stunda
jóga fyrir um ári sér
til mikillar ánægju.