Morgunblaðið - 29.05.2014, Side 13
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
–
1
4
-
1
3
5
1
Morgunblaðið/Golli
Aðspurð segir Svanhildur að umræddur „trúnaðarbrestur“ sé
væntanlega sá að hún hafi sent honum tölvupóst þar sem viðr-
aður er sá möguleiki að hann verði forstjóri Skeljungs. „Það var
ekkert annað,“ fullyrðir hún, og nefnir einnig að „Einar hafði áð-
ur greint okkur frá því að hann hefði ákveðið að hætta í bank-
anum. Hann var búinn að upplýsa Birnu um þau áform sín.“
Guðmundur bætir við að Einar hafi opnað tölvupóstinn á skrif-
stofu sinni í Íslandsbanka. „Daginn eftir hringir Birna í mig og
hún veit þá upp á hár hvaða hugmyndir að launakjörum við höfð-
um nefnt í tölvupóstinum.“ Guðmundur segist í framhaldinu hafa
verið boðaður á fund samdægurs með Birnu. „Þar fæ ég þau
skilaboð að við skulum „ekki voga okkur að fara gegn bank-
anum,“ eins og það var orðað,“ útskýrir hann.
Óeðlileg afskipti
„Við fáum í kjölfarið mörg símtöl frá starfsfólki Íslandsbanka
þar sem þessi viðvörunarorð eru ítrekuð,“ segir Svanhildur, og
bendir á að þetta hafi verið óeðlilegt í ljósi þess að þau fóru með
51% hlut og meirihluta í stjórninni. „Við höfðum fullan rétt á því
að ráða þann mann sem við vildum í stól forstjóra. Bankinn var
þarna að aðhafast með vægast sagt óeðlilegum hætti um hluti
sem hann hafði engan rétt til.“ Ráðning Einars er að lokum lögð
fyrir stjórn Skeljungs en þar greiðir Ríkharð atkvæði gegn henni
en Hörður Felix situr hjá. „Við óskuðum eftir efnislegum ástæð-
um gegn því að ráða Einar en fulltrúar bankans í stjórninni gátu
ekki komið fram með nein slík rök,“ segir Guðmundur.
Spurður hvort það sé samt ekki einkennilegt að sá sem hafi
haft umsjón með sölu á 51% hlut Skeljungs til þeirra sé skömmu
síðar ráðinn sem forstjóri sama félags neitar Guðmundur því
alfarið. Það hafi aldrei verið í myndinni að ráða hann sem for-
stjóra fyrr en í apríl 2009. „Hvaða alheimsplott væri það að hafa
ákveðið, níu mánuðum áður og fyrir bankahrun, að ætla að ráða
Einar sem forstjóra? Þetta er algjör fásinna. Bankinn fram-
kvæmdi ennfremur hjá sér rannsókn innanhúss, þar sem allir
tölvupóstar og gögn voru skoðuð, til að athuga hvort eitthvað
óeðlilegt hefði átt sér stað við ráðninguna. Niðurstaðan var að svo
var ekki.“
Hann segir að með ráðningunni hafi orðið umskipti í sam-
skiptum þeirra við bankann. „Þau fóru frá því að vera ekki sann-
gjörn yfir í að vera fjandsamleg. Við áttum fundi með Birnu og
öðrum starfsmönnum þar sem okkur voru gefin fyrirheit um
ákveðna hluti en strax á næsta fundi er sagt að ekki verði staðið
við þau. Það er mjög erfitt að eiga í slíkum samskiptum.“
Nokkrum mánuðum síðar hefst opið söluferli á 49% eignarhlut
Íslandsbanka í Skeljungi en félagið Skel Investment, sem hafði
keypt 51% hlutinn haustið 2008, átti forkaupsrétt á þeim hlut. Að
lokum var hann seldur til SNV Holding, félags í eigu Svanhildar
og Guðmundar, og nam kaupverðið á fjórða hundrað milljónir.
Svanhildur tekur fram að það hafi ekki borist nein önnur bind-
andi tilboð í hlutinn. „Félagið var enda gríðarlega skuldsett en á
árinu 2009 námu nettó vaxtaberandi skuldir um 7,5 milljörðum
króna. Yfirmaður á lánasviði Íslandsbanka lýsir því yfir við okkur
að hann myndi ekki vilja þetta félag þótt hann fengi borgað fyrir
það og við gætum aldrei greitt þessar skuldir til baka.“
Þrátt fyrir þunga skuldastöðu Skeljungs segir Guðmundur að
þau hafi talið réttlætanlegt að nýta sér forkaupsréttinn. „Við
gerðum okkur grein fyrir því að það myndi taka nokkurn tíma til
viðbótar að koma fyrirtækinu í sjálfbært horf en við vorum hins
vegar komin með skýra framtíðarsýn á reksturinn.“
Þau segja að markmiðið á þessum tíma hafi því fyrst og fremst
verið að greiða hratt niður skuldir og í kjölfarið að leita eftir því
að endurfjármagna lán Skeljungs hjá öðrum viðskiptabanka.
„Við vorum alltaf að horfa til þess að í október 2013 yrði selj-
endalán Skeljar að fjárhæð 1,43 milljarðar króna á gjalddaga.
Lánið bar 9,9% verðtryggða vexti og hlutafé Skeljar í Skeljungi
var sett að veði,“ útskýrir Svanhildur, en alltaf hafi verið ljóst að
erfitt yrði að standa undir slíkri vaxtabyrði.
Valdahlutföllin breytast
Svanhildur segir að Íslandsbanki hafi „leynt og ljóst“ haft það
að leiðarljósi að ná aftur yfirtökum á Skeljungi með því að ætla að
ganga að veðum Skeljar þegar seljendalánið kæmi á gjalddaga.
„Ef okkur ætlaði að takast að halda yfirráðum í fyrirtækinu þá
þurftum við að koma Skeljungi í þannig horf að einhver annar
væri til í að endurfjármagna reksturinn – en bankinn hafði mikil
ítök í gegnum almenna fjármögnun á Skeljungi. Allar aðgerðir
okkar miðuðust því við að létta á efnahagsreikningnum með því
að greiða niður skuldir, selja eignir, hagræða í rekstri og minnka
sveiflur í afkomunni með því að draga úr áhættutöku.“
Í ársbyrjun 2012 eru öll lán Skeljungs við Íslandsbanka greidd
upp samhliða því að Arion banki endurfjármagnar rekstur fyr-
irtækisins. Samtímis eru lán S-fasteigna, félags sem heldur utan
um lóðir og fasteignir Skeljungs, endurfjármögnuð hjá Lands-
bankanum en bankinn setur það sem skilyrði að félaginu sé rennt
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 13VIÐTAL
„Helsta ástæða þess að við komum fram og segjum frá okkar samskiptum við Íslandsbanka,“ segir Svanhildur,
„er að fjármálastofnanir eins Íslandsbanki eru mjög valdamiklar stofnanir og geta í krafti valds síns haft mikil
áhrif á fyrirtæki og einstaklinga.“
Misnotkun á þessu valdi geti aftur haft afdrifaríkar afleiðingar á viðskiptavini þessara sömu fjármálastofnana.
„Það er ekki alltaf víst að þeir hafi þekkingu og/eða fjárhagslega getu til þess að standa á rétti sínum gagnvart
jafn öflugum stórfyrirtækjum.
Lögin eru hins vegar skýr, Fjármálaeftirlitið hefur gefið út fjölda leiðbeinandi tilmæla til fjármálafyrirtækja og
Samkeppniseftirlitið hefur jafnframt verið skýrt í sínum skilaboðum.
Það er því merkilegt að upplifa það ferli sem við fórum í gegnum og má álykta að mikið af því ósætti sem var á
milli okkar og Íslandsbanka hafi orðið til vegna þess að við þekkjum ágætlega til þess lagaramma sem fjármála-
fyrirtækjum hefur verið sniðinn,“ útskýrir Svanhildur. Þau höfðu um árabil starfað í fjármálageiranum en Svan-
hildur var meðal annars áður framkvæmdastjóri fjárstýringar Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka og Guð-
mundur framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar sama banka.
„Við bentum því bankanum á það í hvert skipti sem okkur fannst hann koma fram með óeðlilegum hætti og
fannst stjórnendum Íslandsbanka það líklega óheppilegt að við gerðum ekki bara eins og þeir sögðu.
Við áttum okkur á því að með því að koma fram og segja okkar hlið á málinu þá mun Íslandsbanki líklega reyna
að gera lítið úr okkar máli og jafnvel okkur sem persónum. Það er því miður ein af ógnunum sem viðskiptavinir
standa frammi fyrir þegar tekist er á við stórar valdamiklar stofnanir eins og Íslandsbanka þar sem stjórnendur
eru jafnvel að verja eigin hagsmuni frekar en fyrirtækisins. Fjármálafyrirtækin eru þegar þegar öllu er á botninn
hvolft þjónustufyrirtæki með þann tilgang að veita viðskiptavinum sínum góða fjármálaþjónustu og þannig há-
marka arðsemi eigenda sinna.“
Erfitt að eiga við „valdamiklar fjármálastofnanir“