Morgunblaðið - 29.05.2014, Page 14
Skeljungs. Þannig segir í samningnum að stjórn Skeljungs eigi
að ráða sem fyrst ráðgjafa vegna áforma um skráningu á markað
sem muni annast skráningar- og söluferli. „Slíkur ráðgjafi skal
vinna með fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sem skal vera þátt-
takandi í vinnu við skráningu hlutabréfanna á hlutabréfamarkað.
Skal fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka fá aðgang að öllum sömu
gögnum og upplýsingum og ráðgjafi stjórnar Skeljungs.“
Lögmaður Landslaga skrifar í athugasemd við ákvæðið í sam-
komulaginu að „eins og rætt hefur verið um er sýn Íslb. sú að
fyrirtækjaráðgjöfin komi inn í málið og leiði það áfram – enda um
að ræða verkefni sem fellur að þeirra sviði. Við viljum helst sjá að
fyrirtækjaráðgjöfin sjái um skráninguna – a.m.k. að mál verði
þannig að hún vinni – vel og náið – með ráðgjafa stjórnar þannig
að skráningarvinnan verði sameiginlegt verkefni þessara aðila.
Að fyrirtækjaráðgjöf bankans komi sterkt inn í málið ætti að
vera til framdráttar fyrir báða aðila.“
Íslandsbanki fer jafnframt fram á það í samkomulaginu að
Skeljungur skuli bera kostnað af þóknun vegna vinnu við skrán-
ingu félagsins á markað. „Komi til skráningar skal Skeljungur
einnig greiða kostnað fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka vegna
vinnu sem tengist skráningu skv. sérstökum samningi sem gerð-
ur skal þar um.“ Í athugasemd segir lögmaður bankans að „horfi
til þess að tekst að skrá og fyrirtækjaráðgjöfin á hlut í því – þá er
sanngjarnt að Skeljungur taki þann reikning“.
Guðmundur segir að enginn vafi leiki á því að sú staðreynd að
þau hafi ekki viljað undirrita samkomulagið, sem hefði tryggt
ráðgjöf Íslandsbanka þóknanatekjur vegna sölu á Skeljungi, réð
úrslitum um að bankinn neitaði Skel að fara í slit – jafnvel þótt
slík niðurstaða hefði tryggt bankanum hærri heimtur upp í lánið.
„Ég hef samband við Íslandsbanka í maí 2013, þegar það liggur
fyrir samkomulag um kaup félags í rekstri sjóðsstýringarfyrir-
tækisins Stefnis á öllu hlutafé í Skeljungi, um hvort hægt sé að
hefja undirbúning að slitum á Skel og AB190 ehf. sem var í sjálf-
skuldarábyrgð fyrir seljendaláninu. Því er hins vegar hafnað á
grundvelli þess að við skrifuðum ekki undir samkomulagið.“
Í svari viðskiptastjóra bankans við tölvupósti Guðmundar þann
13. maí 2013, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, er bent á
að aldrei hafi verið gengið frá samkomulagi um slit á félögunum
og það undirritað. „Bankinn var tilbúinn til að samþykkja slit á
saman við Skeljung. „Við þetta færðust valdahlutföllin til okkar,“
segir Guðmundur, en við sameiningu fasteignafélagsins við Skelj-
ung þynntist hlutur Skeljar. „Íslandsbanki verður mjög ósáttur
enda er þarna orðið ljóst að hann mun ekki eignast meirihluta í
Skeljungi ef til þess kæmi að hann gengi að veðum Skeljar.“
Í framhaldinu, eftir að búið er að ljúka endurfjármögnun lána
og færa fasteignafélagið undir Skeljung, er farið að huga að því
að setja Skeljung í söluferli. Guðmundur nefnir að á sama tíma, á
fyrsta fjórðungi 2012, hafi Íslandsbanki „hótað“ að gjaldfella
seljendalán Skel Investment vegna meintra vanefnda á láninu.
„Bankinn hættir hins vegar við það í miðju ferli,“ útskýrir Guð-
mundur, „enda áttar hann sig á því að þá þyrfti hann að selja fé-
lagið frá sér innan tiltekins tímaramma. Bankinn býðst því frem-
ur til að semja um seljendalánið í tengslum við fyrirhugaða sölu á
hlutafé Skeljungs. Þá tók við afar sérkennileg atburðarás.“
Samkomulag um að „leppa“ hlut bankans
Guðmundur segir að uppleggið í samningnum sem bankinn
hafi viljað láta þau undirrita hafi verið alveg skýrt. „Við áttum að
eiga áfram bréf Skeljar en Íslandsbanki hins vegar að stjórna
þeim. Þetta er bara tekið bókstaflega fram í samkomulaginu sem
við fáum sent því bankinn vildi ekki eignast félagið formlega.“
Morgunblaðið hefur undir höndum drög að samkomulaginu á
milli félaganna Skel, SNV, BBL II og Heddu, sem voru í eigu
hjónanna og héldu á 95% af hlutafé Skeljungs, og Íslandsbanka.
Í samkomulaginu, sem var útbúið í ágúst 2012, er lagt til að
gerður sé viðauki við veðsamning um Skeljungshlutina þar sem
kveðið verði á um að „Íslandsbanki sem veðhafi fari með at-
kvæðarétt í Skeljungi vegna hinna veðsettu hluta“. Jafnframt
segir að Skel eigi að veita Íslandsbanka „óafturkallanlegt umboð
til þess að selja hluti félagsins og framselja þá fyrir hönd félags-
ins. Getur Íslandsbanki á grundvelli umboðsins selt Skeljungs-
hlutina eða tekið þá til uppgjörs á lánasamningnum hvenær sem
bankinn kýs. [...] Íslandsbanki skal hafa sjálfdæmi um það hvort
hann kjósi að selja hlutina eða leysa þá til sín.“
Það vekur einnig eftirtekt að í athugasemd í samkomulaginu
er sérstaklega tekið fram af hálfu hæstaréttarlögmanns hjá
Landslögum, sem var lögmaður fyrir bankann, að „megin-
ástæðan fyrir því að Íslb. kýs að fresta því að taka bréfin er til að
vinna tíma og þannig minnka líkur á því að lenda í tímaþröng“.
Er hann þar að vísa til reglna Fjármálaeftirlitsins um eignarhald
banka á fyrirtækjum í óskyldum rekstri.
Svanhildur segir að bankinn hafi „með öðrum orðum verið að
biðja okkur um að „leppa“ hlut bankans í félaginu á meðan hann
myndi fara með allt ákvörðunarvald. Við áttum að fara fyrir
þriðjungshlut í Skeljungi sem Íslandsbanki ætti í reynd og þann-
ig gat bankinn komist hjá því að þurfa að tilkynna viðeigandi
eftirlitsaðilum um eignarhald sitt á félaginu.“
Þau segja að aldrei hafi komið til greina hjá þeim að undirrita
samkomulagið. „Á fundi með fulltrúum Íslandsbanka tjáum við
þá skoðun okkar að þetta fyrirkomulag sé fullkomlega óásættan-
legt,“ segir Svanhildur. Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar hafi hins
vegar brugðist ókvæða við og spurt: „Hvað kemur það ykkur við
þótt bankinn sé að brjóta lög?“
Lögmaður hjónanna svaraði því til að Skel og Skeljungur væru
samt að brjóta samkeppnislög ef eftirlitsaðilum yrði ekki tilkynnt
hver færi í reynd fyrir þessum hlut í Skeljungi. „Lykilatriðið fyrir
Íslandsbanka til að fá okkur til að gangast að þessu sam-
komulagi,“ útskýrir Guðmundur, „var að leyfa okkur að slíta fé-
laginu í stað þess að það yrði sett í gjaldþrot. Það átti að vera gul-
rótin okkar. Við neitum hins vegar að skrifa undir samkomulagið
og segjum við bankann að hann geti gengið að bréfunum, kjósi
hann svo, eða gert ekkert. Hann aðhefst ekkert.“
„Skeljungur taki“ reikninginn
Íslandsbanki fór þó fram á meira en að þau myndu „leppa“ hlut
bankans í Skeljungi fram að þeim tíma sem félagið yrði selt. Í
drögum að samkomulaginu er lögð mikil áhersla á að fyr-
irtækjaráðgjöf Íslandsbanka fái öll þau verkefni er lúta að sölu
félögunum gegn því að komast að samningaviðræðum við hugs-
anlega fjárfesta en til þess kom augljóslega ekki.“
Guðmundur svarar á móti og segir það „vonbrigði“ að bankinn
líti þannig á málið. „Ef salan gengur eftir þá erum við að skila
þessu félagi mun betur frá okkur en nokkurn starfsmann bank-
ans hefði nokkurn tíma órað fyrir. Verð að leyfa mér að efast um
að ykkar aðkoma að þessu samningaborði hefði hjálpað mikið til.“
„Skrýtin hagsmunagæsla“
Viðskiptastjóri Íslandsbanka segir hins vegar í tölvupósti að
þetta hafi verið undir hjónunum komið. „Samkomulagið lá tilbúið
til undirritunar í nokkurn tíma þar sem bankinn var að skuld-
binda sig til þess að slíta félögunum gegn því að fá að koma meira
að þessu söluferli og fá ákveðnar fjárhagsupplýsingar.“ Hann
segist þó vera „sammála því að þið eruð að skila félaginu frá ykk-
ur í mjög góðu standi og það er ólíklegt að aðkoma bankans að
söluferlinu hefði tryggt betri niðurstöðu. Það er því illskiljanlegt
að mínu mati af hverju þið genguð ekki frá samkomulaginu og
tryggðuð ykkur þau lok á [málinu] sem þið höfðuð óskað eftir.“
Guðmundur bregst við með því að benda á að þótt það hafi
„vissulega“ verið í þeirra höndum að gangast við samkomulaginu
þá séu þau, sem eigendur og stjórnendur Skeljar, ábyrg fyrir því
félagi og taki ákvarðarnir sem eru því fyrir bestu og skila sem
mestu upp í uppreiknaða stöðu lánsins. „Það var mat okkar,“ skrif-
ar Guðmundur, „að það væri skrýtin hagsmunagæsla fyrir félagið
að skrifa undir samkomulag sem skuldbindi félagið að greiða fyr-
irtækjaráðgjöf Íslandsbanka 3% þóknun fyrir að koma að máli þar
sem aðkoma þeirra hefði beinlínis skemmt fyrir. Þessi þóknun
hefði valdið því að innborgun inn á lánið væri tæplega 55 milljónum
króna lægri. Ef ég skoða aðra hluti samkomulagsins þá get ég ekki
betur séð en [að] við höfum uppfyllt þá alla gagnvart ykkur án þess
að undir það væri skrifað, þ.e. engar ákvarðanir hafa verið teknar
sem myndu falla undir samþykki ykkar og þið hafið fengið allar
fjárhagsupplýsingar sem þið hafið óskað eftir samhliða sölunni nú.“
Hann segist því ekki geta séð annað en að það sé „niðurstaða
bankans að ef ráðgjöfin fengi 55 milljónir króna í þóknun og
niðurgreiðslan á láninu væri lægri um sömu tölu þá væri bankinn
til í að standa við samkomulagið. Við getum því miður ekki leyft
okkur að fara þannig með fjármuni Skeljar og finnst reyndar at-
hyglisvert að þér sem lánveitanda félagsins þyki illskiljanlegt að
við höfum ekki skrifað undir.“
Starfsmaður Íslandsbanka svarar á móti að það hafi „ekkert
upp á sig að velta því fyrir sér hvað hefði gerst ef önnur leið hefði
verið farin. Þið stóðuð ykkur vel í söluferlinu og niðurstaðan er
góð. Við skulum einfaldlega njóta þess.“
Seldu fyrir 8 milljarða
Íslandsbanki tekur síðan þá ákvörðun um haustið sama ár að
ganga að veðum Skels og eignast þá 33,95% hlut í Skeljungi. Guð-
mundur segir að bankinn hafi tilkynnt þeim þá ákvörðun þegar
tveir dagar væru í að svar myndi berast frá Samkeppniseftirlit-
inu um hvort kaup Stefnis á Skeljungi yrðu samþykkt. „Ég bendi
starfsmanni Íslandsbanka á það en hann segir að bankinn meti
það sem svo að þetta sé rétti tíminn til „kaupa“ bréfin af Skel.“
Nýir eigendur tóku við Skeljungi sl. janúar og nam kaupverðið,
ásamt færeyska olíufélaginu P/F Magn, um átta milljörðum.
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi gengið að veðum Skeljar þá
hleypur hagnaður hjónanna af sölunni á milljörðum. Þannig var
hlutafé Heddu ehf., sem hélt um 25% hlut þeirra í Skeljungi og
66% hlut í P/F Magn, lækkað í ársbyrjun þegar greiddur var út
arður til hluthafa að jafnvirði 2,6 milljarðar. Engar skuldir við
lánardrottna voru því til fyrirstöðu að greiðslan gat farið fram.
Aðspurð vilja Svanhildur og Guðmundur hins vegar ekki ræða
neinar upphæðir í því samhengi. „Við göngum frá þessari sölu
mjög sátt og stolt af því sem við og starfsmenn Skeljungs höfum
afrekað undanfarin ár. Umskiptin í rekstri félagsins hafa verið
ótrúleg – og framar okkar vonum. Það vill stundum gleymast að
Skeljungur stóð mjög illa á tímabili og ekki sjálfgefið að það tæk-
ist að koma fyrirtækinu á rétta braut.“
”
Á fundi með fulltrúum Íslands-
banka tjáum við þá skoðun okk-
ar að þetta fyrirkomulag sé full-
komlega óásættanlegt,“ segir
Svanhildur. Yfirmaður fyr-
irtækjaráðgjafar hafi hins vegar
brugðist ókvæða við og spurt:
„Hvað kemur það ykkur við þótt
bankinn sé að brjóta lög?“
Morgunblaðið/Ómar
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014VIÐTAL
Þegar Glitnir selur 51% hlut sinn í Skeljungi til Skel Invest-
ments er olíufélagið búið að vera án eigenda í tæpt ár.
„Bankinn hefur samband og selur okkur þá hugmynd að
hann kaupi af okkur danskt fasteignafélag sem hluta af
sölunni,“ segir Svanhildur.
Hún og Guðmundur, ásamt viðskiptafélaga sínum Birgi
Þór Bieltvedt, ganga frá kaupsamkomulagi og greiða þrjá
milljarða fyrir hlutinn. Annars vegar 1,5 milljarða eiginfjár-
framlag með afhendingu fasteignafélagsins og hins vegar seljendalán frá Glitni að fjárhæð 1,43
milljarðar. Það lán var allt á gjalddaga í október 2013 og bar 9,9% verðtryggða vexti.
Eftir bankahrunið færðist 49% hlutur Glitnis í Skeljungi yfir til Íslandsbanka. Að lokum er það
SNV Holding, félag í eigu Svanhildar og Guðmundar, sem kaupir hlutinn fyrir á fjórða hundrað
milljónir. Þau selja síðan áfram um 12% hlut til Birgis Þórs og einnig lítinn hlut til Einars Arnar,
forstjóra Skeljungs, og Valgeirs M. Baldurssonar, þáverandi fjármálastjóra. Sumarið 2011, sam-
hliða því að Birgir kaupir Dominos, selur hann hlut sinn í Skeljungi til hjónanna.
Skömmu áður en gengið var frá sölu Skeljungs gengur Íslandsbanki að veðum Skeljar og
eignast við það 33,95% hlut. Svanhildur segir að þrátt fyrir það hafi þeim tekist að greiða upp
höfuðstólinn auk vaxta að fjárhæð yfir 400 milljónir króna. „Ég efast um að margar sambæri-
legar eignir og þetta seljendalán hafi skilað bankanum betri afkomu á efnahagsreikningi.“
Nýir eigendur tóku við rekstrinum í janúar sl. en kaupverð alls hlutafjár Skeljungs nam yfir 4
milljörðum króna og 3,9 milljarðar fyrir P/F Magn – samtals um átta milljarðar. Skeljungur fór
með 34% hlut í P/F Magn en félagið Hedda, í eigu Svanhildar og Guðmundar, átti 66% hlut.
Sviptingar á eignarhaldi Skeljungs
Morgunblaðið/Golli
„Við bentum bank-
anum á það í hvert
skipti sem okkur
fannst hann koma
fram með óeðlileg-
um hætti,“ segir
Svanhildur.