Morgunblaðið - 29.05.2014, Page 18
Á öllum sviðum verða til mýtur.Lífseigar skoðanir sem öðl-ast þá stöðu að vera rang-
lega álitnar sannindi sem erfitt er að
breyta eða leiðrétta. Ástæðan er
stundum sú að þegar skoðun verður
til þá á þekkingin eftir að vaxa og
sýna fram á hluti sem ekki lágu fyrir.
Þegar horft er til þeirrar hröðu þró-
unar í þekkingu markaðsmála vekur
það dálitla undrun hversu langlífar
sumar mýtur hafa orðið. Þetta gerist
á sama tíma og vaxandi hópur fólks
hefur hlotið menntun á sviði mark-
aðsmála. Hluti af skýringunni liggur
í því að mörg hugtök tengd markaðs-
málum hafa mismunandi merkingu.
Í þessari og næstu greinum er ætl-
unin að skoða nokkrar lífseigar mýt-
ur:
1. Bestu markaðsstjórarnir eru
þeir hugmyndaríkustu
Enginn efast um að frjóar hug-
myndir skipta miklu máli í markaðs-
málum, ekki síst þegar markmiðið er
að ná athygli í þeim hávaða og áreiti
sem dynur á neytendum alla daga.
Hæfni markaðsstjórans til að sinna
sínu hlutverki fer hins vegar ekki
eftir því hversu hugmyndaríkur
hann sjálfur er. Það sem skiptir
mestu máli er að markaðsstjórinn
hafi skýra sýn á stefnu fyrirtækis al-
Lífseigar mýtur í
markaðsmálum
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014SJÓNARHÓLL
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Vottaður hífi- og festingabúnaður
Námskeið um notkun á hífibúnaði
Skoðanir og eftirlit á hífibúnaði
Hífi- og festingabúnaður
www.isfell.is
Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is
Það hefur ekki farið hátt en á síðasta starfsdegi Al-þingis var samþykkt frumvarp um framlengingufyrningarfrests í svokölluðum gengismálum. Sam-
kvæmt almennum lögum um fyrningu hefðu kröfur neyt-
enda á hendur fjármálafyrirtækjum vegna endurkrafna í
gengismálum fallið niður 16. júní næstkomandi en þá voru
fjögur ár liðin frá því Hæstiréttur kvað fyrst upp dóm varð-
andi ólögmæti þessara lána. Síðan þá hafa fjölmörg ágrein-
ingsmál verið dæmd hjá dómstólum landsins og reynt hefur
verið að eyða réttaróvissu í málaflokknum smátt og smátt.
Enn eru þó yfir eitt hundrað dómsmál sem bíða niðurstöðu
og fer þeim fjölgandi með hverjum mánuði sem líður. Sér-
staklega hefur borið á því undanfarna mánuði að lántak-
endur hafa verið að stefna fjármálafyrirtækjum eingöngu í
þeim tilgangi að rjúfa fyrningu á kröf-
um sínum. Með hinum nýsamþykktu
lögum hefur fyrningarfrestur verið
framlengdur um fjögur ár til viðbótar
og því fyrnast kröfur af þessu tagi
þann 16. júní 2018.
Ágreiningsmál í tengslum við ólög-
mæt gengislán hafa undanfarin ár
verið fjölmörg og ágreiningurinn hef-
ur nánast snúist um hvert einasta orð
fyrirliggjandi samninga. Á sama tíma
og einn dómur hefur verið kveðinn
upp, sem af mörgum hefur verið talinn leysa úr fjölda ann-
arra mála, hafa vaknað enn fleiri spurningar og ágrein-
ingsefni. Þetta virðist vera sagan endalausa.
Er þörf á framlengingu frestsins?
Í frumvarpi með lögunum og ræðum þingmanna við
meðferð málsins á þingi eru ástæður framlengingarinnar
nefndar. Þær eru fyrst og fremst að enn er miklum fjölda
dómsmála ólokið þrátt fyrir að fjögur ár séu liðin frá því
Hæstiréttur kvað upp fyrsta dóm sinn um ógildingu lán-
anna. Fyrir þessu kunna að vera ýmsar ástæður. Ein er sú
að ágreiningsefni dómsmálanna hafa ekki snúist um það
eitt hvort lánin séu ólögmæt eða ekki, heldur einnig um
hvaða aðferðum eigi að beita við endurútreikning þeirra.
Þetta atriði hefur reynst flókið í framkvæmd og tímafrekt.
Þá má geta þess að ekki eru nema tvö ár síðan Hæstiréttur
kvað upp dóm sem breytti forsendum endurútreikninga
þess tíma með afdrifaríkum hætti. Í því máli taldi Hæsta-
réttur að fjármálafyrirtæki væri óheimilt að krefjast svo-
kallaðra Seðlabankavaxta aftur í tímann, en lög nr. 151/
2010 höfðu að geyma fyrirmæli um slíka reikniaðferð. Þau
lög voru einmitt sett í þeim tilgangi að leysa úr óvissu vegna
endurútreikninga. Það má taka undir það með löggjafanum
að tvö ár eru ekki langur tími til að leysa úr þeirri óvissu
sem þessi dómur hafði í för með sér varðandi endurútreikn-
ing lánanna, enda hafa dómsmálin verið mörg sem snúa að
þessu ágreiningsefni. Aðra ástæðu fyrir drættinum á end-
anlegri lausn málsins taldi framsögumaður efnahags- og
viðskiptanefndar Alþingis, Árni Páll Árnason, vera þá að
mikið hefði borið á því að fjármálafyrirtæki hefðu hafnað
því að viðurkenna fordæmisgildi Hæstaréttardóma. Þetta
er áhugavert ef satt reynist.
Með þessari lagasetningu hefur Alþingi bætt stöðu
neytenda umtalsvert gagnvart fjármálafyrirtækjum og
þegar höfð er í huga forsaga málsins
annars vegar, þ.e. að fjármálafyrirtæki
hafi lýst því yfir að enginn myndi verða
af betri rétti við að greiða upp eða end-
ursemja um lán sín og orð framsögu-
mannsins hins vegar, að fjármálafyr-
irtæki hafi hafnað því að fara að
fordæmum Hæstaréttar, má fallast á að
eðlilegt sé að Alþingi hafi gripið til
þessa ráðs. Það er óeðlilegt að fjármála-
fyrirtæki, sem starfa samkvæmt leyfi
Fjármálaeftirlitsins, reyni að drepa
málum á dreif í þeim tilgangi að kröfur lántakenda fyrn-
ist. Þótt þetta sé ekki nefnt sérstaklega sem ástæða
framlengingarinnar þá virðist sem svo að afstaða fjár-
málafyrirtækja til fordæma Hæstaréttar hafi haft áhrif á
ákvörðun Alþingis um að framlengja fyrningarfrestinn.
Af hverju bara gengismál?
Eðilegt er að velta þeirri spurningu upp hvers vegna
fyrningarfrestur varðandi gengismál hafi einungis verið
framlengdur. Áfram munu aðrar kröfur neytenda á hend-
ur fjármálafyrirtækjum fyrnast á fjórum árum, jafnvel
þótt málsatvik í þeim kunni að vera sambærileg og í geng-
ismálunum. Þau mál eru bara ekki gengismál. Í ljósi þess
að meirihluti Alþingis telur nauðsynlegt að hrófla við al-
mennum fyrningarfresti í gengismálum má spyrja hvers
vegna löggjafinn taldi ekki þörf á endurskoðun laganna í
heild. Ef fyrningarlögin duga ekki, að mati löggjafans, í
framangreindu tilviki, af hverju ættu þau að duga varðandi
aðrar kröfur neytenda á hendur fjármálafyrirtækjum?
Þeirri spurningu verður kannski svarað á næsta þingi.
LÖGFRÆÐI
Eftir Hauk Örn Birgisson
hæstaréttarlögmaður
hjá Íslensku lögfræðistofunni
Fjögur ár í viðbót af gengismálum
”
Eðilegt er að velta
þeirri spurningu
upp hvers vegna
fyrningarfrestur
varðandi geng-
ismál hafi einungis
verið framlengdur.
VEFSÍÐA
Til að halda efnahagslífinu á beinu
brautinni þurfa bæði athafnamenn
og stjórnmálamenn að hafa góðan
skilning á grunnlögmálum hagfræði.
Annars er hætt við að hagkerfinu
verði stýrt beint út í skurð.
Þökk sé netinu þarf ekki lengur að
lesa í gegnum langar bókahillur af
doðröntum eftir löngu látna spek-
inga til að vera með á nótunum. Á
vefnum má fá kjarnann í fræðunum
beint í æð í eimuðu formi gegnum
fræðslumyndbönd og fyrirlestra.
Einn besti staðurinn til að fá reglu-
legan skammt af hagfræðipælingum
er síðan LearnLiberty.org sem held-
ur úti samnefndri sjónvarpsrás á
YouTube.
Vefurinn var settur á laggirnar
með námsmenn í huga og áherslan
því á bæði einfalda og lifandi fram-
setningu og um leið er fókusinn allur
á undirstöðuatriðin.
Myndskeiðasafnið er sannkall-
aður fjársjóður af örstuttum og
kristalskýrum lýsingum, t.d. á áhrif-
um innflytjendastefnu og hverju það
skilar þegar hömlur eru settar á við-
skipti milli landa. Önnur myndskeið
fjalla um hvernig uppræta mætti fá-
tækt í heiminum, að hvaða marki
endurvinnsla er sniðug og ósniðug,
og hvernig bjarga má náttúrunni á
frjálsa markaðinum.
Fyrirlesararnir eru sannkallað
ofurteymi hagfræðinga. Koma þar
m.a. fram Stephen Davies frá Insti-
tute of Economic Affairs í London,
og félagarnir Bryan Caplan og Ant-
hony Davies frá George Mason-
háskóla suður í Virginíu. ai@mbl.is
Til að halda við hag-
fræðiþekkingunni
Skjáskot úr einu af myndböndum
Learn Liberty þar sem viðfangsefnið
er frjáls markaður með líffæri.
MARKAÐSMÁL
Þórður
Sverrisson
ráðgjafi í stjórnun og
stefnumótun hjá Capacent