Morgunblaðið - 29.05.2014, Page 24

Morgunblaðið - 29.05.2014, Page 24
VIÐSKIPTI Á MBL.IS Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ SKOÐUN Það er áhyggjuefni að „margar og flóknar reglur ýti meira en góðu hófi gegnir undir skuggabanka- starfsemi“. Þetta kom fram í ávarpi Unnar Gunnarsdóttur, forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME), á árs- fundi stofnunarinnar í gær. Hún nefndi að unnið væri mark- visst að því að treysta fjármálastöð- ugleika í samræmi við þróun á al- þjóðavísu. Þessu fylgi „ótrúlegur fjöldi nýrra reglna sem óhjákvæmi- lega íþyngir starfsemi banka og ann- arra eftirlitsskyldra aðila“. Unnur telur þó „vandséð hvernig íslenskt fjármálakerfi getur áunnið sér nauð- synlegt traust að nýju nema íslensk stjórnvöld hafi metnað og úthald til að byggja umgjörðina upp í sam- ræmi við bestu viðmið hvers tíma“. Í ávarpi sínu fjallaði Unnur um setningu laga um fjármálastöð- ugleikaráð sem hún telur skref í rétta átt til að afstýra tjóni. „En betur má ef duga skal,“ að mati Unnar, sem telur að mikilvæga stoð skorti. Hún sé „varanleg löggjöf um skila- og slitameðferð fyrirtækja á fjármálamarkaði þannig að al- menningur eða skattborgarar bíði ekki tjón af falli þeirra. […] Leitast hefur verið við að tryggja stöðu inn- stæðueigenda og verja þá fyrir því að tjón sem hlýst af fjárfestinga- bankastarfsemi flytjist yfir á við- skiptabankastarfsemi ef banki lend- ir í rekstrarerfiðleikum“. Forstjóri FME telur löggjöf á öðrum sviðum mikilvæga og nefndi þar afleiðingar af falli vátrygginga- félagsins European Risk Insurance (ERIC). Stjórn FME afturkallaði starfsleyfi þess 12. febrúar sl. og í kjölfarið var skipuð þriggja manna skilastjórn. ERIC fékk starfsleyfi á Íslandi 2004 en hefur mest starfað í Bretlandi og greitt þar í trygg- ingasjóð vátryggjenda. „Mál ERIC hefur beint sjónum okkar að því að hér á landi skortir sjóð sem hefði það hlutverk að gera upp vátrygg- ingaskuldbindingar ógreiðslufærra vátryggingafélaga og tryggja hags- muni vátryggingataka og vá- tryggðra,“ segir Unnur. Morgunblaðið/Ómar Forstjóri FME kallar eftir „varanlegri“ löggjöf um slitameðferð banka. Ýtt undir skugga- bankastarfsemi Hörður Ægisson hordur@mbl.is Forstjóri FME sagði á árs- fundi í gær að margar og flóknar reglur ýttu undir skuggabankastarfsemi. Sigurður Nordal sn@mbl.is Viðskipti eru í eðli sínu íhalds-söm. Þau byggjast á sígildum grunngildum, svo sem virðingu, trausti og sanngirni. Að sama skapi lifir enginn af í viðskiptum án reglu- legrar endurnýjunar, sjálfsgagnrýni og dirfsku. Bestur árangur næst þegar saman fer traust undirstaða og vakandi auga. Með þau gildi í huga förum við afstað með nýtt og breytt við- skiptablað Morgunblaðsins, Við- skiptaMoggann. Morgunblaðið hef- ur löngum verið einlægur málsvari frjálsra viðskipta, framþróunar at- vinnulífs og frelsis til athafna. Það er góð undirstaða fyrir viðskiptaum- fjöllun og í krafti hennar munum við leitast við að varpa ljósi á sem flest- ar hliðar efnahagsmála, viðskipta og atvinnulífs. Lesendur í atvinnulífinu eru víð-feðmur hópur sem kallar eftir fjölbreytilegu efni í knöppu og markvissu formi. Fréttir og frétta- skýringar mynda hryggjarstykkið í blaðinu, en auk þess er lögð áhersla á faglega umfjöllun og fróðleik af ýmsu tagi, mannlýsingar og að- gengilegt lesefni. Einnig er mikilvægt að setja inn-lenda umræðu í alþjóðlegt sam- hengi og þar er ómetanlegt að njóta framlags blaðamanna Financial Times, sem óumdeilt eru einhverjir þeir fróðustu og ritfærustu á sínu sviði. Með samblandi frétta, fróðleiksog skemmtunar er það okkar markmið að gera ViðskiptaMoggann að nauðsynlegu lesefni þeirra sem lifa og hrærast í viðskiptalífinu – og helst annarra líka. Hin rétta blandaÍslands er bankaríkt land. Hérdrjúpa bankar af hverju strái, gamlir bankar og nýir bankar, sparisjóðir og lánasjóðir. Útibú út um alla borg og í hverjum bæ, helst fleiri en eitt. Oft er þó býsna tómlegt í útibúunum, enda stunda flestir sín bankaviðskipti á netinu eða í farsímanum. Það var varla tilviljun að fyrsta lagið sem Íslendingar sendu í al- þjóðlega söngvakeppni var óður um banka – banka gleðinnar. Það er því að þjóðlegum sið að nú er stefnt að umtalsverðri fjölg- un bankastofnana. Hér er átt við húsnæðisveðlánastofnanir, öðru nafni íbúðalánabanka, sem verkefn- isstjórn um framtíðarskipan hús- næðismála mælir með að stofnaðar verði utan um íbúðalán. Hér gefst kjörið tækifæri til þess að fjölga bankastofnunum til muna. En mun þetta leiða til aukinnar hagræð- ingar og betri þjónustu? Nýtt kerfi íbúðalánabanka mun verða að danskri fyrirmynd sem vissulega gerir það nánast ómót- stæðilegt. Í hjarta okkar erum við flest aðdáendur Dana og þess sem danskt er, enda margt sem við höf- um lært af herraþjóðinni gömlu. En í ljósi þess að Danir eru smám saman að hverfa frá því kerfi sem við ætlum að taka upp, væri kannski ráðlegt að hugsa málið betur. Sértryggð skuldabréf tryggja það að húsnæðislán og fjármögnun þeirra eru afgirt með tryggum hætti innan fjármálastofnana. Það er því ekki augljóst að það sé til aukinnar hagræðingar að stofna sérstakar stofnanir í kringum íbúðalán, enda fellur þjónusta vegna húsnæðislána vel að þeim innviðum sem þegar eru í banka- stofnunun. Væru bankar okkur ekki jafn kærir og raun ber vitni, þá mynd- um við líklega frekar einbeita okk- ur að því að minnka kerfið, fækka einingum, samþætta og hagræða. Svo má minna á það að útlán á Ís- landi skiptast nokkuð jafnt á milli sjóða og banka í ríkiseigu, erlendra fjármálastofnana og banka í eigu erlendra kröfuhafa. Svo kannski það séu brýnni mál við endur- uppbyggingu bankakerfisins nú um stundir en fjölgun banka, þó svo þeir séu gleðibankar. Í landi gleðibankanna Hagfræðideild Landsbank- ans spáir nú 5,5% hagvexti á næsta ári, eða ríflega tvöfalt meiri hagvexti en hún spáði í nóvember. Landsbankinn stór- hækkar hagvaxtarspá 1 2 3 4 5 Samningar undirritaðir Samningur upp á 67 milljarða Vilja reisa þyrpingu vindmyllna Haukur aðstoðarframkvæmdastjóri LÍÚ Ungur frumkvöðull rekur þrjú fyrirtæki Við höfum í áratugi verið leiðandi í framleiðslu stjórnbúnaðar fyrir hitakerfi og séð notendum um allan heim fyrir búnaði og lausnum, sem gerir líf þeirra þægilegra. Við erum eini framleiðandinn á markaðinum sem sérhæfir sig í framleiðslu stjórnbúnaðar ásamt varmaskiptum og tengigrindum fyrir hitakerfi. Við leggjummetnað okkar í að finna réttu lausnirnar fyrir viðskiptavini okkar hverjar sem stærðirnar, þarfirnar eða kröfurnar kunna að vera. Þegar spurt er um hitakerfi er svarið: “Já, Danfoss er með lausnina fyrir þig” Danfoss hf • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidskipti@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar Sími 5691111, augl@mbl.is. Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.