Morgunblaðið - 28.06.2014, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2014
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Allar upplýsingar um skólastarf eru
til gagns en samanburður á skólum á
grundvelli kannana eins og PISA-
könnunarinnar er vandmeðfarinn
vegna mismunandi aðstæðna í hverj-
um skóla. Þetta er mat tveggja skóla-
stjórnenda sem Morgunblaðið hefur
rætt við.
Reykjavíkurborg birti í gær nið-
urstöður PISA-rannsóknarinnar sem
var gerð 2012 á meðal 10. bekkinga
eftir að úrskurðarnefnd um upplýs-
ingamál kvað upp úr um að henni
væri það skylt. Tölurnar leiða í ljós
að reykvískir grunnskólanemar
stóðu sig einna best í lesskilningi og
stærðfræði- og náttúrufræðilæsi á
landsvísu.
Þá kom í ljós að Borgaskóli, Álfta-
mýrarskóli, Réttarholtsskóli og Há-
teigsskóli voru marktækari hærri en
meðaltalið í borginni. Fellaskóli og
Klébergsskóli komu hins vegar verst
út. Þátttaka í könnuninni er valfrjáls
og var hún afar mismunandi eftir
skólum, allt frá 52% til 100% nem-
enda tóku þátt í henni.
Bæta þarf læsi almennt
„Þetta getur haft jákvæð og hvetj-
andi áhrif þar sem vel gengur. Það
verður hins vegar að fara gríðarlega
varlega með staðreyndir. Við vitum
að það eru mismunandi aðstæður í
hverfum borgarinnar, hvað varðar
stöðu nemenda og annað slíkt,“ segir
Jóhanna S. Vilbergsdóttir, skóla-
stjóri Vættaskóla. Borgaskóli
og Engjaskóli sameinuðust
undir því nafni árið 2012.
Þó að einhver skóli komi
sérstaklega illa út sé ekki þar
með sagt að það endurspegli
allt starf í skólanum eða nem-
endur í heild. Samanburð-
urinn sé vandmeðfarinn.
Jónína Ágústsdóttir,
skólastjóri Breiðholts-
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Við vinnu við fjárlög fyrir næsta ár er
unnið að því að festa rekstur
Hafrannsóknastofnunar betur í sessi
en verið hefur undanfarin ár, að sögn
Sigurðar Inga Jóhannssonar
sjávarútvegsráðherra. Ráðherra til-
kynnti í gær heildarafla á næsta fisk-
veiðiári og er tillögum Hafrann-
sóknastofnunar fylgt varðandi allar
tegundir sem ráðgjöfin nær til. Gert
er ráð fyrir að útflutningsverðmæti
sjávarafurða næsta fiskveiðiárs verði
sambærilegt við yfirstandandi ár,
segir í frétt á vef ráðuneytisins.
Leyfilegur þorskafli miðast við 216
þúsund tonn, en í ráðgjöfinni er mið-
að við 218 þúsund tonn. Munurinn
skýrist af því að tekið hefur verið að
hluta tillit til veiða Norðmanna, Fær-
eyinga og Grænlendinga í lögsögunni
í samræmi við tvíhliða samninga. Hið
sama á við um gullkarfa, löngu, grá-
lúðu og keilu.
Leita leiða í ýsuvanda
Ýsuafli hefur minnkað hratt á
undanförnum árum. Leyft verður að
veiða 30.400 tonn á næsta fiskveiði-
ári, en ýsuafli við ísland var 100 þús-
und tonn fiskveiðiárin 2006/08. Sig-
urður Ingi segir að miðað við það mat
Hafrannsóknastofnunar undanfarin
ár að ýsustofninn sé alltaf að minnka
komi á óvart hversu auðveiðanleg ýs-
an sé og virðist alls staðar vera.
Ýsa er óhjá-
kvæmilegur með-
afli við þorskveið-
ar og spurður
hvort gerðar
verði ráðstafanir
til að auðvelda
þorskveiðar
þeirra sem ekki
eigi heimildir í
ýsu segir ráð-
herra að verið sé
að leita leiða til að mæta þeirri stöðu.
Ein leiðin sé sú að ríkisvaldið hafi á
sinni hendi heimildir innan 5,3% hlut-
deildar ráðuneytisins og geti gripið
til einhverra ráðstafana. Það sé þó
fyrst og fremst í höndum sjómanna
og útgerðarmanna að haga veiðum
þannig að þeir forðist svæði þar sem
of hátt hlutfall sé af ýsu, þótt það geti
verið erfitt á grunnslóð.
Samstarf og samráð
sjómanna og vísindamanna
Í frétt á vef ráðuneytisins kallar
ráðherra eftir samstarfi og samráði
vísindamanna og sjómanna, „því
reynsla sjómanna stangast stundum
á við niðurstöðu vísindanna“.
Spurður hvort brugðist verði við
fjárhagsvanda Hafrannsókna-
stofnunar á næstunni segir ráðherra
að við fjárlagagerð fyrir næsta ár sé
unnið að því að festa rekstur stofn-
unarinnar betur í sessi en verið hafi
mörg undanfarin ár, þannig að hún
verði betur í stakk búin til að sinna
nauðsynlegum rannsóknum. Til þess
geti komið að gera þurfi breytingar
og horfa að einhverju leyti til reynslu
sjómanna og hugsanlega nýta betur
veiðiferðir þeirra.
Reynt að treysta rannsóknir betur
Ráðherra fer að tillögum Hafrannsóknastofnunar í ákvörðun um heildarafla á næsta fiskveiðiári
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Leyfilegur afli
» Ufsi 58.000
» Gullkarfi 45.600
» Djúpkarfi 10.000
» Grálúða 14.100
» Langa 13.800
» Steinbítur 7.500
„Þetta er nauðsynlegt til að við getum áttað okkur á hvar við þurfum að
spýta í lófana og við lítum fyrst og fremst á þetta sem tæki til þess,“
segir Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og
frístundaráði borgarinnar. Borgarfulltrúar flokksins lögðu til að
leyndinni yrði aflétt af niðurstöðu PISA-rannsóknarinnar í vor.
Hún segir að tilgangur PISA sé að gefa samanburð á
menntakerfum á milli landa. „Samanburður er hornsteinn
framfara og þær verða ekki í skólastarfi nema þú getir borið
saman eitt kerfi við annað. Það fer lítið fyrir framförum í
skólastarfi ef farið er með upplýsingar um stöðu skólanna
eins og hernaðarleyndarmál,“ segir Marta sem vill nýta niður-
stöðurnar sem grundvöll stefnumótunar fyrir menntun til
framtíðar.
Hornsteinn framfara
PISA NÝTT SEM GRUNDVÖLLUR STEFNUMÓTUNAR
Marta
Guðjónsdóttir
skóla, segir allar upplýsingar til
gagns og niðurstöðurnar hafi verið
skoðaðar.
„Ef gera á samanburð á niður-
stöðunum þarf alltaf að skoða fleiri
breytur. Ef við ætlum að skoða ein-
staka skóla eða skólahverfi og gera
samanburð á hópum nemenda þarf
líka að skoða bakgrunn þeirra, eins
og t.d. málumhverfi,“ segir hún.
Ekki sé sanngjarnt að taka niður-
stöðurnar og dæma hópinn eftir
þeim. Vitað sé að flest börn af er-
lendu bergi brotin í Reykjavík búi í
Breiðholti. Jónína segir að oft og tíð-
um hafi þau ekki sömu forsendur og
börn sem alast eingöngu upp í ís-
lensku málumhverfi.
Morgunblaðið/Eyþór
Könnun Nemendur í 10. bekk tóku PISA-rannsóknina árið 2012. Þeir eru nú á framhaldsskólaaldri. Mynd úr safni.
Ólíkar aðstæður skýri
útkomu skólanna
Niðurstöður PISA-rannsóknarinnar í Reykjavík birtar
Lesskilningur nemenda á Norðurlöndunum
árin 2000-2012
Pisa 2000 Pisa 2003 Pisa 2006Pisa 2006 Pisa 2012
550
540
530
520
510
500
490
480
470
Ísland Danmörk Noregur Svíþjóð Finnland Meðaltal OECD
5 efstu
í Rvk.
Rvk.
-22
-1
-1
-33
-24
+2P
IS
A
-s
ti
g
PISA-könnun 2012: Skólar í Reykjavík
Marktækt hærri en meðaltal Reykjavíkur
Ekki marktækur munur
Marktækt lægri en meðaltal ReykjavíkurHeimild: reykjavik.is
Álftamýrarskóli
Borgaskóli
Réttarholtsskóli
Hlíðaskóli
Háteigsskóli
Hagaskóli
Hvassaleitisskóli
Sæmundarskóli
Víkurskóli
Austurbæjarskóli
Seljaskóli
Engjaskóli
Árbæjarskóli
Laugalækjarskóli
Ölduselsskóli
Foldaskóli
Ingunnarskóli
Vogaskóli
Hamraskóli
Breiðholtsskóli
Húsaskóli
Langholtsskóli
Rimaskóli
Hólabrekkuskóli
Klébergsskóli
Fellaskóli
LesskilningurSkóli Stærðfræðilæsi Náttúrufræðilæsi
546
531
531
528
518
516
514
513
511
506
496
493
493
492
491
490
488
487
468
466
462
447
442
432
392
386
521
557
537
538
539
516
500
514
521
516
501
505
515
517
482
522
494
504
481
473
518
473
468
464
432
403
544
524
521
501
545
503
499
498
496
519
468
496
502
490
463
516
471
498
465
468
473
450
444
453
432
360
Tölurnar tákna PISA-
stig hvers skóla
Kaupum alla bíla
Hærra uppítökuverð
Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með
fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum.
Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is
og við sendum þér staðgreiðslutilboð
þér að kostnaðarlausu.