Morgunblaðið - 28.06.2014, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2014
Sameinar það besta í rafsuðu
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Mannlíf og málefni hér í Vest-
mannaeyjum endurspeglast ágæt-
lega í blöðum liðinna ára,“ segir Óm-
ar Garðarsson, blaðamaður á
Eyjafréttum. Nú um helgina ætla
þeir sem að blaðinu standa að halda
upp á þau tímamót að nú í júnílok eru
40 ár eru liðin frá því útgáfan hófst.
Skoða hverja síðu
Til skamms tíma hét blaðið Fréttir.
Nú hefur verið skerpt á og er núver-
andi nafn Eyjafréttir. Og í tímans rás
hefur efni blaðsins verið fjölbreytt.
Fréttir um mannlíf og málefni, viðtöl,
greinar, skoðanaskipti, auglýsingar
og svo framvegis. Þessi deigla verður
fólki nú aðgengileg því í dag og í til-
efni afmælisins verður opnuð slóð á
vefsetrinu timarit.is þar sem fólk get-
ur skoðað blaðið – hverja einustu síðu
– allt frá upphafinu og fram á þetta
ár.
Um helgina verður samkoma í
Sagnheimum, menningarmiðstöð
Eyjamanna, þar sem vefgáttin verður
opnuð. Hugmyndin að þessu framtaki
er komin frá Elliða Vignissyni bæj-
arstjóra sem sá til þess að Vest-
mannaeyjabær lagði málinu lið. Einn-
ig verða sýndir munir og myndir úr
sögu Eyjafrétta. Hluti sýningarinnar
er Vorið í Vestmannaeyjum 2014,
myndir af því helsta sem gerðist á ný-
liðnu vori í Eyjum.
„Allt er þetta gert svo heimildir um
bæjarlífið í blaðinu séu öllum að-
gengilegar. Mér finnst þetta stað-
festa að við höfum staðið okkar plikt,“
segir Ómar Garðarsson. Hann hefur
starfað á Eyjafréttum frá árinu 1986.
Er frá Seyðisfirði og var lengi á sjó og
í lögreglunni í Eyjum. Var kokkur á
Vestmannaey VE, kom svo í land og
fór í blaðamennsku á Eyjafréttum.
Hugsaði starfið aðeins sem millileik,
en önnur varð raunin.
Ómar var fyrst blaðamaður og svo
ritstjóri frá 1992 fram til 2012, þegar
Júlíus G. Ingason tók við. Nú er Óm-
ar kominn aftur í hina daglegu frétta-
vinnslu og segist kunna því vel. Gísli
Valtýsson er ritstjóri og fram-
kvæmdastjóri blaðsins og prentari.
Veita sanngjarnt aðhald
„Samfélagið og fréttamat hafa
breyst mikið síðustu ár. Fréttir af
sjávarútvegi í þessari verstöð eru
ekki jafn áberandi og áður. Fólk læt-
ur samfélagsmál í breiðustu merk-
ingu sig meira varða en áður. Gerir
kröfur um að vel sé staðið að skóla-
starfi, menningu, opinberri þjónustu
og fréttamat stjórnast af því. Svo eru
Herjólfur og ferðir milli lands og Eyja
eilíft umfjöllunarefni,“ segir Ómar.
„Þá er hlutverk okkar á Eyjafrétt-
um að veita þeim sem bæjarmálunum
stjórna sanngjarnt aðhald. Ég hef
stundum sagt að ef einhver bæjar-
fulltrúi segir ekki upp áskrift að
blaðinu á kjörtímabilinu séum við að
gera eitthvað rangt. En svo gerast
menn yfirleitt áskrifendur aftur.
Kjarni þessa alls er þó sá að með um-
ræðum er tekist á um málefni líðandi
stundar. Þó hafa síðustu ár verið
átakaminni en oft áður, þó ég ætli ekki
að dæma um hvort bæjarstjórnin
standi sig betur en áður eða við hér á
blaðinu séum værukærari. Kannski er
þetta samspil af þessu tvennu.“
Upphafið að útgáfu Eyjafrétta má
rekja til þess að árið 1972 stofnuðu
þeir Arnar Sigurmundsson, Sigurður
Jónsson, Guðlaugur Sigurðsson og
Andri Hrólfsson prentsmiðjuna Eyja-
prent. Þeir voru strax áfram um að
efla starfsemina og festu kaup á prent-
vél. Rokkurinn sá var um borð í Herj-
ólfi á leið til Eyja úr Reykjavík aðfara-
nótt 23. janúar 1973 þegar eldgos hófst
í Eyjum. Eðlilega lenti málið því í bið-
stöðu. Það var svo í júní árið eftir sem
vélin fór að snúast og útgáfan hófst.
Löng hefð fyrir útgáfu í Eyjum
„Þegar fólk var að reisa þennan bæ
úr öskustó og í raun skapa nýtt sam-
félag skipti máli að hér væri til staðar
bæjarblað sem greindi frá því sem var
að gerast. Krafan í dag er alveg sú
sama og þá ber að hafa í huga að hér í
Eyjum er löng hefð fyrir blaða-
útgáfu,“ segir Ómar.
Máltækið segir að svipull sé sjáv-
arafli. Þetta á óvíða betur við en í Eyj-
um þar sem sjávarútvegur ásamt
ferðaþjónustu er undirstaða byggðar.
„Sveiflur í sjávarútvegi hér eru
minni en áður. Vinnslan er jöfn yfir
árið. En vissulega koma kúfar. Komi
góð loðnuvertíð flæða peningarnir inn
í bæinn og þá hendir stundum að
kaupmenn taka við sér og auglýsa
meira. Þá þurfum við stundum að
stækka blaðið úr hefðbundnum 20 síð-
um og hið sama gerist fyrir jól og í
tengslum við íþróttamót, gos-
lokahátíð, þjóðhátíðina og slíka við-
burði,“ segir Ómar. Þá ber að geta
þess að 40 ára afmælisblaðið er sér-
staklega veglegt, er alls 52 síður og
prentað hjá Landsprenti, sem er í
eigu Árvakurs, útgáfufélags Morg-
unblaðsins.
Fjölgum síðum ef vertíðin er góð
Eyjafréttir 40 ára Mannlíf og málefni í Vestmannaeyjum endurspeglast í blöðunum Breytt
fréttamat í verstöðinni 20 síðna vikuskammtur Veita stjórnendum bæjarins sanngjarnt aðhald
Ljósmynd/Eyjafréttir
Skrifa Eyjafréttir Ritstjórn Eyjafrétta: Sæþór Þorbjarnarson, Gísli Valtýsson, Ómar Garðarsson og Júlíus Ingason.
Ómar Garðarsson segir þau 28 ár
sem hann hefur starfað á Eyja-
fréttum oft hafa verið stormsöm.
„Brimið hefur oft brotnað á klett-
unum. Sérstaklega get ég nefnt
þar tímabilið 1994 til 2004, þeg-
ar íbúatalan hér fór úr 4.888 í
4.044 þegar fæst varð. Þetta
voru umbrotatímar, nokkur stóru
sjávarútvegsfyrirtækjanna hér
voru sameinuð og því fylgdu átök.
Síðustu árin hefur hins vegar ver-
ið góður gangur á flestu hér í Eyj-
um og íbúar nú eru nærri 4.300.
Þar hefur tilkoma Landeyjahafnar
breytt miklu og ferðaþjónustan
styrkst. Við finnum líka að þegar
stefnt er á aukin umsvif horfa
stjórnendur fyrirtækja í vaxandi
mæli hingað og slíkt vinnur auð-
vitað með bæjarblaðinu,“ segir
Ómar.
Oft hefur brotnað á klettum
GÓÐUR GANGUR Á FLESTU Í EYJUM
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Skrifað var í gær undir málefna-
samning um meirihlutasamstarf í
sveitarstjórn Langanesbæjar. Það
gerðu Reynir Atli Jónsson frá N-lista
og Hulda Kristín Baldursdóttir frá L-
lista, en hún er yngsti sveitar-
stjórnamaður landsins, tvítug að aldri.
Í síðustu viku var Hilma Steinars-
dóttir frá N-listanum kjörin oddviti.
Hilma er grunnskólakennari að
mennt en stundar nú háskólanám í
stjórnun á menntavísindasviði. Þetta
mun vera í fyrsta sinn sem kona er
kjörin oddviti í Langanesbyggð en
varaoddviti var kosinn Þorsteinn
Ægir Egilsson frá L-lista, íþrótta-
kennari og sjúkraflutningamaður.
Auglýst verður eftir sveitarstjóra.
Þrír listar buðu fram í sveitar-
stjórnarkosningunum í maí. Hafa
framboðslistarnir þrír allir ungt og
áhugasamt fólk í sínum röðum ásamt
reynsluboltum og fær sveitarfélagið
að njóta starfskrafta þeirra næstu ár-
in.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Sveitarstjórnin Hulda Kristín Baldursdóttir, Reynir A. Jónsson, Þorsteinn
Æ. Egilsson, Hilma Steinarsdóttir, Halldóra J. Friðbergsdóttir, Björn G.
Björnsson og Siggeir Stefánsson.
Nýr meirihluti í
Langanesbyggð