Morgunblaðið - 28.06.2014, Síða 22
22 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2014
• Konica Minolta fjölnotatækin (MFP)
eru margverðlaunuð fyrir hönnun,
myndgæði, notagildi, umhverfisvernd
og áreiðanleika.
• Bjóðum þjónustusamninga,
rekstrarleigusamninga og alhliða
prentumsjón.
• Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór
fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur
sem eiga það sameiginlegt að gera
kröfur um gæði og góða þjónustu.
• Kjaran er viðurkenndur söluaðili á
prentlausnum af Ríkiskaupum.
Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is
• BLI A3 MFP Line of the Year 2013
• BLI A3 MFP Line of the Year 2012
• BLI A3 MFP Line of the Year 2011
bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki Norskir vísindamenn hafa gert við-
vart um alvarlega sýkingu í villtum
laxi og silungi undan ströndum Nor-
egs. Svo virðist sem nánast allir sil-
ungar á svæðinu séu alvarlega sýktir
af sjávarlús. Í sýnatöku fundust 50
til 100 lýs að jafnaði á hverjum fiski
og einhverjir fiskar reyndust hýsa
fleiri hundruð lýs.
Norska hafrannsóknastofnunin
varar við því að ástandið gæti fljótt
orðið verulega slæmt, ekki aðeins
fyrir villtan fisk heldur einnig eldis-
fisk.
„Þessar niðurstöður valda miklum
áhyggjum. Þetta þýðir að eldis-
bændur munu þurfa að hafa varann
á og vera betur undirbúnir í framtíð-
inni,“ segir Friede Andersen,
deildarstjóri hjá norsku hafrann-
sóknastofnuninni.
Mesta ógnin við laxeldi
„Þeir þurfa að fylgjast grannt með
sínu eldi og íhuga að herða eftirlit
umfram þær grunnreglur sem til
staðar eru. Síðast en ekki síst þurfa
þeir að vera tilbúnir að bregðast
hratt við ef illa fer,“ segir Andersen.
Sjávarlús er mesta hættan sem
steðjar að laxeldi í Noregi.
Fyrr á þessu ári tilkynntu yfirvöld
að þau myndu herða eftirlit og stjórn
yfir magni sjávarlúsa í eldisfiski.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að
lýsnar fjölga sér mun hraðar þegar
sjávarhiti hækkar. Sjávarhiti í sjón-
um undan ströndum Noregs er nú
um 12,5 gráður. Vísindamenn óttast
að villtir silungar eigi von á slæmu
sumri. „Eins og staðan er núna eig-
um við von á verulega slæmum áhrif-
um á silungastofninn,“ segir Ander-
sen.
Rannsóknin fór fram í maí og í
byrjun júní. sh@mbl.is
Alvarleg sýking
í villtum laxi
Sjávarlús fjölg-
ar með hækkandi
sjávarhita
Laxeldi Lúsum hefur fjölgað gíf-
urlega undan ströndum Noregs.
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Forseti Úkraínu, Petro Porosénkó,
undirritaði í gær nýjan viðskipta-
samning á milli lands síns og Evrópu-
sambandsins. Sagði forsetinn af
þessu tilefni að undirritunin markaði
mikilvægasta dag í sögu Úkraínu frá
því að landið hlaut sjálfstæði árið
1991. Lýsti hann þessu sem tákni um
trú og óbilandi viljastyrk.
Undirritun samningsins er af
mörgum talin vera mikilvæg stund
fyrir Úkraínu, þar sem hann lækkar
vörutolla í viðskiptum við Evrópu-
sambandið. Þá skuldbindur samn-
ingurinn einnig ríkið til metnaðar-
fullra umbóta á sviði stjórnarfars og
efnahags og er stórt skref í átt að að-
ild að Evrópusambandinu. Ekki síst
þykir stundin þó mikilvæg vegna
umrótsins í Úkraínu frá því í nóvem-
ber á síðasta ári.
Hafnaði samningnum
Viktor Janúkóvitsj var aðeins
hársbreidd frá því að samþykkja
þennan sama samning í nóvember en
tilkynnti að honum hefði snúist hug-
ur, degi fyrir áformaða undirritun
samningsins. Sagði hann að samn-
ingnum væri aðeins frestað en víðast
hvar var þessi ákvörðun talin var-
anleg, tákn um höfnun gagnvart
Evrópusambandinu og skref í hina
áttina, til Rússlands. Í kjölfarið brut-
ust út mikil mótmæli sem enduðu á
því að Janúkóvitsj neyddist til að
flýja landið í febrúar. Í stað hans
kom ríkisstjórn sem álítur Evrópu-
sambandið vera góðan kost. Nú eru
aðeins sjö mánuðir liðnir en lands-
lagið í Úkraínu hefur breyst mikið á
þessum skamma tíma.
Rússar hafa fullyrt að þrátt fyrir
að það sé réttur Úkraínu sem sjálf-
stæðs lands að skrifa undir samning-
inn gætu alvarlegar afleiðingar fylgt
þessari ákvörðun. Þeir segja að evr-
ópskar vörur gætu átt greiðari leið
inn á rússneskan markað, þar sem
Rússland og Úkraína hafa nú þegar
sinn eigin samning á milli sín. Því
gætu þeir vel hugsað sér að leggja
aukna tolla á vörur sem fluttar séu
inn frá Úkraínu.
Mikill fjöldi hefur
flúið átökin
Á annað hundrað þúsund manns
hefur flúið átökin í Úkraínu, yfir
landamærin til Rússlands, á þessu
ári. Þá hafa hundruð borgara og
vopnaðra manna látið lífið frá því í
byrjun apríl. Rússar hafa verið sak-
aðir um að hjálpa aðskilnaðarsinnum
í Austur-Úkraínu en þeir hafa alltaf
neitað þeim ásökunum. Er hjálp
þeirra talin felast í að leyfa her-
mönnum að fara yfir landamærin til
aðstoðar aðskilnaðarsinnum.
Úkraína gerir samning við ESB
Önnur tilraun til samningsgerðar eftir að Janúkóvitsj hætti við undirritun Stjórnvöld í Rússlandi
hóta viðskiptaþvingunum Á annað hundrað þúsund manns hefur flúið átökin í Úkraínu á þessu ári
AFP
Fögnuður Úkraínuforseti með forseta framkvæmdastjórnar ESB, Jose
Manuel Barroso, og forseta leiðtogaráðs ESB, Herman Van Rompuy.
Samkvæmt nýjustu tölum frá Sam-
einuðu þjóðunum hefur rækt-
unarsvæðum kókaplöntunnar fækk-
að í Perú og Bólivíu. Kókaplantan er
meginhráefnið í vinnslu kókaíns og
er Perú mesta framleiðslulandið, og
Bólivía það þriðja mesta. Sérfræð-
ingar segja þó að þessi fækkun
merki ekki endilega minnkandi
framleiðslu kókaíns, þar sem fram-
leiðendur verði sífellt skilvirkari og
umsvifameiri.
Í Perú minnkaði stærð plantekr-
anna um 17,5 prósent á milli áranna
2012 og 2013, og þekja þær nú tæp-
lega 50 þúsund hektara. Kólumbía
er ekki langt undan í stærð plant-
ekra, en þar í landi þekur ræktun
plöntunnar 48 þúsund hektara, sam-
kvæmt rannsókn Sameinuðu þjóð-
anna í samvinnu við ríkisstjórn Kól-
umbíu.
Ræktunarsvæðin í Bólivíu minnk-
uðu um níu prósent á milli ára, niður
í 23 þúsund hektara. Hafa þau ekki
verið jafn lítil í tólf ár. Ríkisstjórnin
segir að þetta sé í samræmi við
markmið um að ræktunin muni að-
eins þekja 20 þúsund hektara árið
2015. Neysla kókalaufa er alda-
gömul hefð á meðal innfæddra í Bóli-
víu, þar sem þau hafa verið notuð
sem örvandi efni og lyf.
Forseti Bólivíu, Evo Morales, sem
fer einnig fyrir stéttarfélagi rækt-
enda kókalaufa og hefur barist lengi
fyrir lögleiðingu plöntunnar, segir
um niðurstöðurnar: „Ef kókalaufin
væru ekki notuð til að gera kókaín
þyrftum við ekki að takmarka fram-
leiðsluna. Þetta vandamál kemur að
utan, frá hinum ólöglega kókaín-
markaði, og við þurfum að taka þátt
í að minnka útbreiðslu efnisins.“
Plantekrum kóka-
plöntunnar fækkar
AFP
Verðmæti Innfæddir í Perú uppskera kókalauf sem síðan eru seld hæstbjóðanda. Plantekrum kókaplöntunnar hef-
ur farið fækkandi síðustu ár samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á vegum Sameinuðu Þjóðanna.