Morgunblaðið - 28.06.2014, Síða 52

Morgunblaðið - 28.06.2014, Síða 52
LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 179. DAGUR ÁRSINS 2014 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Elti rottu og mink í miðbænum 2. „Ráku hann heim eins og hund“ 3. Léttist um mörg kíló á átta vikum 4. Samningi Suárez sagt upp  Valeyrarvalsinn, skáldsaga Guð- mundar Andra Thorssonar, kom út fyrir skömmu í Danmörku og hafa gagnrýnendur þar í landi farið fögr- um orðum um bókina. Má þar nefna gagnrýnendur Kristeligt Dagblad, Ekstra Bladet, Politiken, Jyllands- Posten, Berlingske Tidende og Week- endavisen. Morgunblaðið/Ómar Valeyrarvalsinn hlýt- ur lof í Danmörku  Rithöfundarnir Eiríkur Örn Norð- dahl, Yrsa Sig- urðardóttir, Andri Snær Magnason, Sjón og Lani Yamamoto munu koma fram í bók- menntadagskrá og öðrum við- burðum bókasýningarinnar í Gauta- borg í september á þessu ári. Fimm íslenskir höf- undar í Gautaborg  Í tilefni nýrrar sýningar á Árbæjar- safni sem ber heitið Neyzlan – Reykjavík á 20. öld verður blásið til neyslukapphlaups í safninu á morgun kl. 14. Kapphlaupið verður í formi leiks sem reynir á kunnáttu og getu í flokk- un og vistvænni hugsun. Keppendur sækja efni víða af safnsvæðinu, flokka og skila og gefin verða stig fyrir rétta flokkun. Stigahæstu liðin eiga mögu- leika á vinn- ingum. Neyslukapphlaup í Árbæjarsafni FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Breytileg átt, 3-8 m/s. Birtir heldur til víðast hvar á landinu en líkur á síðdegisskúrum. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast fyrir austan. Á sunnudag Hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað vestan- og suðvestanlands, en annars skýjað með köflum og líkur á skúrum, einkum seinnipartinn. Sums staðar súldar- loft, helst við austurströndina. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast um landið suðaustanvert. Á mánudag Suðvestanátt, 8-13 m/s, og rigning um landið sunnan- og vestanvert. Atli Guðnason tryggði FH sigur á Val með marki úr vítaspyrnu í uppbótar- tíma í gærkvöld og þar með heldur liðið áfram tveggja stiga forystu í Pepsi-deild karla. Jeppe Hansen skor- aði tvívegis fyrir tíu Stjörnumenn sem unnu Fram 2:1 og fylgja FH eftir eins og skugginn, en bæði liðin eru taplaus á toppi deildarinnar og mæt- ast í næstu umferð. »2-3 Atli og Hansen tryggðu toppliðunum sigra Tveimur umferðum af þrem- ur í riðlakeppninni á Ís- landsmótinu í holukeppni er lokið á Hvaleyrarvelli. Þriðja umferðin hefst snemma í dag og lýkur um hádegið og þá kemur endanlega í ljós hvaða kylfingar komast í átta manna úrslitin í karla og kvennaflokki, en fyrir há- degið verða leiknir átta hreinir úrslitaleikir um að komast áfram. »1 Átta úrslitaleikir fyrir hádegið Áður en heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hófst í Brasilíu hafði enginn trú á liði Kostaríku. Mið-Ameríku- ríkið Kostaríka er eitt þeirra landsliða á HM í Brasilíu sem hafa unn- ið hug og hjarta margra sem fylgst hafa með keppninni og mætir Grikk- landi í 16- liða úr- slitum keppn- innar annað kvöld. »4 Kostaríka hefur unnið hug og hjarta margra Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Skólahreystiskólinn hófst af fullum krafti síðasta mánudag og fer skóla- hald fram á hreystibrautinni í garði Laugardalslaugar í Reykjavík. Í skólanum er farið skipulega í gegn- um allar grunnkeppnisgreinar skólahreysti, en þær eru upphíf- ingar, armbeygjur, dýfur, hreysti- greip og hraðaþraut. Á svæðinu er lærður íþróttafræðingur sem leið- beinir nemendum skólans, sem eru á aldrinum 9-16 ára. Að sögn Andrés- ar Guðmundssonar, framkvæmda- stjóra Skólahreysti, gekk fyrsta vik- an mjög vel. „Vikan gekk rosalega vel og það var gaman að sjá hvað börnin voru jákvæð og til í að reyna allt. Nú er bara að halda áfram, við verðum þarna meira og minna í sumar,“ seg- ir Andrés. Hann segir áhuga á Skólahreysti hafa aukist umtalsvert undanfarin misseri og telur auknar vinsældir meðal annars stafa af því að Tarsan búi innra með okkur öllum. „Okkur langar öll að klifra, príla, skríða og hanga. Ég hef oft sagt að við séum að finna Tarsan í okkur. Fólk á öllum aldri sem hefur horft á Skólahreysti hefur sagt mér að það langi svo rosalega að prófa,“ segir Andrés. Hann bætir við að um það bil 3.500 krakkar reyni að komast í skólaliðin sín á hverju ári og að um 70 grunnskólar landsins séu með valgrein sem snúi að skólahreysti. Hreystivellir um allan bæ Undanfarin ár hefur Andrés stað- ið fyrir uppbyggingu sex hreysti- valla, bæði innan og utan höfuð- borgarsvæðisins. Hann segir gamla góða leikvöllinn, sem landsmenn þekktu áður fyrr, hafa gleymst á undanförnum árum. „Okkur langar að reisa þá við. Við erum í þessum töluðum orðum að leggja lokahönd á völlinn við Linda- skóla og þá eru komnir sex skólar með heilan keppnisvöll og sex til við- bótar með minni útgáfu af vellinum,“ segir Andrés. Spurður um framtíð Skólahreysti segir Andrés að með hjálp Lands- bankans hafi tekist að tryggja rekstrargrundvöll keppnarinnar næstu árin og nú sé hægt að skoða frekari útvíkkun íþróttarinnar, en fyrir nokkrum árum setti Andrés markið á að fara með hana inn í framhaldsskóla landsins. Þá segir Andrés Skólahreysti hafa náð miklum vinsældum í Finnlandi en þar eru um 80 þúsund krakkar sem æfa fyrir Skólahreysti og 50% skólanna þar taka þátt í keppninni að sögn Andrésar, þar er sama fyrir- komulag og sjö þættir í sjónvarpi. Skólahreystiskólinn byrjaður  Skólahald á hreystibraut við Laugardalslaug Morgunblaðið/Styrmir Kári Hreysti Ungdómur landsins æfir af miklu kappi fyrir Skólahreysti í garði Laugardalslaugar í sumar. Kát Þessir flottu krakkar liggja ekki heima í leti heldur fara út og hreyfa sig.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.