Morgunblaðið - 19.06.2014, Page 1
VILJA GERA SIG GILDANDISPENNANDI AÐ SELJA FISK
Er við hæfi að klæðast stuttum buxum við jakkafötin? 4
Unnið í samvinnu við
Helgi Anton Eiríksson forstjóri Iceland
Seafood segir að neytendur vilji fisk
sem er veiddur á ábyrgan hátt. 7
VIÐSKIPTA
4
Guðbjörg Edda Eggertsdóttir vill að Actavis á Íslandi
haldi sæti sínu sem eitt af mikilvægustu
einingum Actavis samstæðunnar.
Seljendur sparnaðar fyrir erlend tryggingarfélög
Hagnaður: 2011 2012 2013 Eigið fé: 2011 2012 2013 Greiddur arður: 2011 2012 2013
Allianz Ísland (samnefnt umboð)
Eig.: Íslandsbanki 100%
173 62 543 575 337 326 300 65
Sparnaður (umboð fyrir Bayern)
Eig.: Gestur Breiðfjörð Gestsson 53%,
Davíð Tryggvason 38%, eigin bréf 10%
84 235 44 219 13 70
Tryggingamiðlun Íslands (miðlun)
Eig.: Friðbert Elí Friðbertsson 99% 34
40 58 73 25 25
Tryggingar og ráðgjöf (miðlun)
Eig.: Hákon Hákonarson 100%
24 18 35 54 0 0
Í milljónum króna:
Tveir eru umsvifamestir
Allianz á Íslandi og Sparnaður eru
umsvifamestu seljendur landsins á
sparnaði hjá erlendum trygginga-
félögum. Allianz hagnaðist um 54
milljónir í fyrra, líkt og sjá má í
meðfylgjandi töflu. Aðrir á mark-
aðnum hafa ekki skilað ársreikningi
fyrir árið 2013. Sparnaður hagn-
aðist um 235 milljónir króna árið
áður og greiddi 70 milljónir króna í
arð. Auk sparnaðarafurða selja fyr-
irtækin tryggingar fyrir erlend fé-
lög.
Á markaðnum eru einnig miðl-
arar, svo sem Tryggingamiðlun Ís-
lands sem selur meðal annars fyrir
Allianz og Tryggingar og ráðgjöf
sem selur meðal annars fyrir
Sparnað, Friends Provident og Sun
Life.
Eins og fram kom í Morg-
unblaðinu á þriðjudaginn hefur
Seðlabanki Íslands tilkynnt selj-
endum erlendra sparnaðarafurða
hérlendis að gjaldeyrisviðskipti
þeirra á grundvelli samninga um
meðal annars viðbótar-
tryggingavernd, söfnunartrygg-
ingar og sparnað verði stöðvuð.
Rannsókn Seðlabankans leiddi í ljós
að starfsemi félaganna og sala á
sparnaðarafurðum til einstaklinga
hér á landi brjóti gegn lögum um
gjaldeyrismál. Aðgerðir Seðlabank-
ans snerta tugi þúsunda ein-
staklinga sem hafa gert slíka samn-
inga.
Guðmundur Þór Magnússon,
framkvæmdastjóri Trygginga og
ráðgjafar, segir að Allianz og
Sparnaður séu einir um að bjóða
upp á viðbótarséreignarsparnað hjá
erlendu tryggingafélagi. Viðbót-
arsparnaður sé þegar atvinnurek-
andi greiði mótframlag í sjóðinn.
Miðlarar, líkt og fyrirtækið sem
hann starfar fyrir, bjóði upp á
sparnað sem sé tengdur líftrygg-
ingu. Sé fólk svo heppið að lifa lengi
geti það nýtt fjárhæðina, sem það
hafi sparað sjálft auk ákveðinnar
ávöxtunar.
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Allianz á Íslandi og Sparn-
aður hafa umboð fyrir er-
lend tryggingafélög.
FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2014
Úrvalsvísitalan
EUR/ISK
1.350
1.300
1.250
1.200
1.150
1.100
18. 6. ‘14
18. 12. ‘13
18. 6. ‘14
18. 6. ‘14
1.158,86
1.241,44
160
159
158
157
156
155
154
153
154,76
159,93
Stefnt er að því að opna útibú eða
stofna sparisjóð í Reykjavík. Ragnar
Birgisson, formaður Sambands ís-
lenskra sparisjóða, segir að mikil
sóknarfæri séu í borginni. Mjög stór
hluti af kúnnum sparisjóðanna, sem
eru allir á landsbyggðinni, búi á höf-
uðborgarsvæðinu og þá væri opnun
sparisjóðs í Reykjavík einnig liður í
því að auka sýnileika sparisjóðanna.
Í samtali við Morgunblaðið segir
hann hins vegar að fyrst þurfi að
halda áfram að sameina sparisjóði
áður en hugað sé að stofnun slíks
sjóðs í borginni. Átta sparisjóðir eru
nú á landinu, en brátt verða þeir sjö,
því til stendur að sameina Sparisjóð
Bolungarvíkur og Sparisjóð Norður-
lands á næstu vikum.
Ragnar segir markmiðið að fækka
þeim í einn til þrjá. Þannig myndi
nást fram hagræðing með stærri
einingum, aukinni útlána-
getu og meiri arðsemi.
Vilja sparisjóð í höfuðborgina
Morgunblaðið/Jim Smart
Átta sparisjóðir eru nú á landinu en til
stendur að fækka þeim í einn til þrjá.
Formaður Sambands ís-
lenskra sparisjóða segir að
sóknarfæri séu fyrir spari-
sjóðina í höfuðborginni.
2
Efnahagshorfur í Bandaríkj-
unum eru ekki bjartar að mati
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og
vaxtahækkun því
ekki líkleg.
AGS aðvarar
Bandaríkin
10
Framtíð bílaframleiðandans
Tesla byggist fremur á því að
fá fleiri til liðs við rafbílavæð-
inguna heldur en á
einkaleyfum.
Tesla hagnast á
að gefa einkaleyfi
11
arctica.is | Höfðatorgi, 15. hæð | 105 Rvk. | S. 513 3300
Eignastýring, markaðsviðskipti
og fyrirtækjaráðgjöf.
Framúrskarandi árangur
í þágu viðskiptavina