Morgunblaðið - 19.06.2014, Page 4

Morgunblaðið - 19.06.2014, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2014FRÉTTIR Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Vandaðar innréttingar Hjá Parka færðu flottar innréttingar í hæsta gæðaflokki. Mikið úrval. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Í sumar mun Guðbjörg Edda Eggertsdóttir láta af störfum sem forstjóri Actavis. Þar hefur hún starfað í yfir 30 ár og gegnt lykilhlutverki í vexti fyrirtæk- isins. Hverjar eru stærstu áskor- anirnar í rekstrinum þessi misserin? Það er í mörg horn að líta á stóru heimili! Við hjá Actavis á Íslandi viljum gera okkur gild- andi innan Actavis-samstæð- unnar og halda okkar sæti sem ein af mikilvægustu einingunum þar. Hver var síðasti fyrirlesturinn eða ráðstefnan sem þú sóttir? Við vorum með 100 manna fund hér í Reykjavík í síðustu viku fyrir landstjóra Actavis frá 50 löndum. Þessi fundur mark- aði upphaf nýrrar stefnu Actavis á heimsvísu þar sem félagið er að breytast úr því að vera sér- hæft samheitalyfjafyrirtæki í al- hliða lyfjafyrirtæki með öflugra og breiðara vöruúrval en áður á sviði sérlyfja, samheitalyfja og lausasölulyfja. Þar voru haldnir margir áhugaverðir fyrirlestrar um stefnu og framtíðarsýn fé- lagsins, og ég var sjálf með stutta tölu um sögu Actavis, allt frá 1956, þegar félagið var stofn- að. Mikil ánægja var með fund- inn og heimsóknina til Íslands. Hvaða bók eða hugsuður hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Ég get ekki sagt að einhver ein bók eða ákveðinn hugsuður hafi haft mest áhrif á mig og mín störf. Hins vegar hefur Vig- dís Finnbogadóttir, sem kenndi mér frönsku í MH, verið mér, eins og flestum öðrum konum á mínu reki, frábær fyrirmynd og sýnt fram á, að konum jafnt sem körlum eru allir vegir færir, ef áhuginn, viljinn og þrautseigjan eru fyrir hendi. Hver myndi leika þig í kvik- mynd um lif þitt og afrek? Meryl Streep – hún er frábær leikkona, hlý og brosmild, og á réttum aldri. Hernig heldurðu við þekkingu þinni? Ég viðheld þekkingu minni fyrst og fremst með því að sækja fundi og ráðstefnur í mín- um geira, auk þess sem ég hef starfað mikið með Samtökum evrópskra samheitalyfja- framleiðenda (EGA), sem stunda m.a. mikið fræðslustarf. Ég hef líka mjög oft komið fram fyrir hönd Actavis og EGA og haldið fyrirlestra um margvísleg efni sem tengjast okkar iðnaði og þarf þá að sjálfsögðu að afla mér nýjustu upplýsinga um við- fangsefnið í bland við minn eigin reynslubanka. Einnig hef ég nokkuð reglulega tekið þátt í stjórnunarþjálfun, bæði hér heima og erlendis. Hugsarðu vel um líkamann? Nei, því miður get ég ekki haldið því fram. Er alls ekki nógu dugleg að hreyfa mig eða stunda reglulega líkamsrækt. Á þessum tímamótum, þar sem ég hef ákveðið að láta af störfum hjá Actavis eftir yfir 30 góð ár hjá fyrirtækinu og forverum þess, stefni ég að því að gera bragarbót á, og koma líkams- rækt inn í nýju rútínuna mína. Ef þú fengir að gera eina breytingu á lögum landsins, hver myndi hún vera? Afnema gjaldeyrishöftin – engin spurning. SVIPMYND Guðbjörg Edda Eggertsdóttir forstjóri Lærði margt af Vigdísi SKRIFSTOFUTÍSKAN Nokkur stór tískufyrirtæki virðast hafa tekið höndum saman um að hrista rækilega upp í skrifstofufatn- aði karlmanna í sumar. Á vefsíðum og í verslunum Asos, J. Crew, Top- man og víðar er um þessar mundir mikið gert úr stuttbuxna-jakkaföt- um. Ekki lítil tíðindi það fyrir tísku- meðvitaða skrifstofumenn en sitt sýnist hverjum um þessa þróun, og hvort stuttbuxurnar þykja við hæfi í faglegu umhverfi, ef marka má um- fjöllun bæði The Independent og Business Insider um þetta fyr- irbæri. Blaðamaður Independent kemst að þeirri niðurstöðu að hann hafi ekki sjálfstraustið fyrir stuttbux- urnar, enda vekur útlitið mikla at- hygli hvert sem farið er. Hann ráð- færir sig við stílfræðing GQ sem er á þeirri skoðun að stuttbuxna- jakkafötin leyfist varla annars stað- ar en í skapandi og mjög tísku- meðvituðum deildum. Þeir sem eru hrifnir af „lúkkinu“ ættu að þakka Pharrell Williams, en Business Insider telur hann hafa rutt brautina fyrir stuttbuxna- jakkafötin. Tók tónlistarmaðurinn vinsæli sig ágætlega út á rauða dreglinum á síðustu Óskarsverð- launahátíð í smóking-jakka, hvítri skyrtu og með slaufu, í buxum sem enduðu við hnéð. ai@mbl.is Leyfast stuttbuxur á vinnustaðnum? Þau eru óneitanlega sumarleg þessi stuttbuxna-jakkaföt frá Reiss. GRÆJAN Deila má um hvort það er blessun eða bölvun að vera í starfi sem kallar á tíð ferðalög til útlanda. Hvort sem viðskiptafólk hefur gaman af að þekkja alla flugþjónana með nafni, eða vildi frekar eiga fleiri makinda- stundir með heimilishundinum uppi í sjónvarpssófanum heima, þá glíma viðskiptaferðamenn allir við sameig- inlegt vandamál: himinháa farsíma- reikninga. Að nota símann í útlönd- um er ekkert grín, hvað þá ef vinnan kallar á að vera stöðugt í sambandi og jafnvel sækja og senda gögn yfir farsímanetið. Vinsælt sparnaðarráð er að kaupa fyrirframgreitt símakort á áfanga- staðnum og sleppa þannig við reiki- gjöldin. Má jafnvel vera í beinu sam- bandi við símstöð vinnuveitandans beint yfir netið og taka öll símtöl i gegnum VoIP snallsímaforrit. En þá verður til nýtt vandamál: að henda reiður á öllum snjallsímakort- unum. Snjallsímahulstrið á myndinni hér að ofan leysir þennan vanda. Varan heitir SIMPLcase og er með sér- stakri hirslu sem getur geymt þrjú sim-kort og að auki lítinn málm- pinna til að opna kortaslíðrið á iP- hone símanum. Símahulstur heimshornaflakkarans Litlu farsímakortin fara ekki á flakk svo glatt með þessu hulstri. NÁM: Stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1971. Lyfja- fræðingur (Cand.pharm.) frá Farmaceutisk Højskole Kaup- mannahöfn 1976. STÖRF: Faglegur forstöðumaður hjá Farmasía hf. 1976-1980, lyfjakynnir hjá Pharmaco hf. 1980-1982. Hjá Delta hf. 1983- 2002, markaðsstjóri, síðar aðstoðarframkvæmdastjóri og þró- unarstjóri. Hjá Actavis Group hf. 2002-2014, sem forstjóri Medis 2002-2008, aðstoðarforstjóri Actavis Group 2008-2010, og for- stjóri Actavis á Íslandi 2010-2014. Forseti European Generic Medicines Association 2011-2013 ÁHUGAMÁL: Ég reyni að verja sem mestu af mínum frítíma með eiginmanni og fjölskyldu. Við hjónin höfum mikinn áhuga á tónlist, einkum óperu, og höfum ferðast töluvert til að sækja óp- erur hér og þar um heiminn. Einnig erum við að gutla við golf og höfum gaman af stangveiði. Þá ferðumst við mikið og höfum gaman af að heimsækja nýja staði, bæði hér heima og erlendis. Síðan hef ég mikinn áhuga á matargerðarlist – les kokkabækur eins og aðrir lesa skáldsögur. Hef gaman af að elda (og borða) góðan mat. FJÖLSKYLDUHAGIR: Ég er gift Eyjólfi Þ. Haraldssyni lækni, og eigum við tvo syni, sem báðir eru uppkomnir. HIN HLIÐIN Guðbjörg segist ætla að gera bragarbót á líkams- ræktarvenjum sínum eftir að hún kveður Actavis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.