Morgunblaðið - 19.06.2014, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2014SJÁVARÚTVEGUR
YFIRTÖKUR
Framleiðslufyrirtækið Norð-
anfiskur, sem HB Grandi keypti fyr-
ir um mánuði, var stofnað til að
sinna innanlands markaði, en fór
fljótlega að selja víða í Evrópu. Pét-
ur Þorleifsson, framkvæmdastjóra
Norðanfisks, sagði í tilkynningu í
gær á vef HB Granda að þrátt fyrir
góðar undirtektir ytra hafi dregið úr
útflutningi og nú sé höfuðáherslan
lögð á innanlandsmarkað.
Hann sagði of snemmt að segja til
um hvaða þýðingu kaup HB Granda
á öllu hlutafé í Norðanfiski muni
hafa fyrir fyrirtækið en það sé þó
ljóst að það sé gríðarlegur styrkur
að hafa svo öflugan bakhjarl sem
eiganda.
HB Grandi keypti 76% hlut í
Norðanfiski af meðeigendum sínum
fyrir 580 milljónir króna. Þeir voru
Kjarnafæði og Brim, auk Péturs.
Fyrirtækið er sérhæft í vinnslu
sjávarafurða í neytendapakkningar
og sér einstaklingum, veitinga-
húsum, mötuneytum og verslunum
fyrir margvíslegum sjávarréttum.
HB Grandi keypti 76% hlut í Norðanfiski fyrir 580 milljónir króna í maí.
Norðanfiskur hélt
sig á heimavelli
Útgerðarfyrirtæki sjá sér nú hag í
því að draga úr sjófrystingu bolfisk-
afurða á sama tíma og landvinnsla
og útflutningur á ferskum bolfiski
hefur færst í aukana.
Í nýrri greiningu Íslenska sjávar-
klasans segir að þessar breytingar
séu einn angi stærri breytinga í ís-
lenskum sjávarútvegi sem nú eigi
sér stað. Breytingarnar skapi óvissu
og störfum muni fækka á sjó, en þó
muni þær mögulega skapa störf í
landi við fullvinnslu afurða, ekki að-
eins í hefðbundinni fiskvinnslu,
heldur einnig við fullvinnslu auka-
afurða sem nú vex fiskur um hrygg.
„Með aukinni landvinnslu ferskra
afurða skapast því tækifæri til betri
aflanýtingar og fjölbreyttari fram-
leiðslu,“ segir í greiningunni.
Útgerðarfyrirtækin bregðast nú
við nokkrum mismunandi þáttum
sem allir knýja á um að hluta frysti-
togaraflotans sé lagt eða breytt í ís-
fisktogara. Í greiningunni segir að
greina megi þessa þætti í þrjá
flokka: tekjumöguleika, rekstr-
arkostnað og ytri skilyrði.
Fá tvöfalt hærra verð
Í fyrsta lagi benda sérfræðingar
Íslenska sjávarklasans á að útflutn-
ingur á ferskum fiski frá Íslandi
hafi vaxið jafnt og þétt undanfarin
ár. Almennt fáist um tvöfalt hærra
verð fyrir ferskar þorskafurðir en
frystar og þó svo að kostnaður við
flutninga og áhætta sé meiri, sjái ís-
lensk sjávarútvegsfyrirtæki sér
mikinn hag í því að auka framleiðslu
sína á ferskum afurðum.
Þá bendir ýmislegt til þess að
þróunin muni halda áfram og er
viðbúið að vinnsla á þorski muni
færast á land í enn ríkara mæli á
sama tíma og kvótinn eykst.
Í öðru lagi er launahlutfall á
frystitogurum hátt og segir í grein-
ingunni að sú hagræðing sem felst í
því að skipta úr frystitogaraútgerð
yfir í ísfisk sé ekki síst tilkomin
vegna þess að færri sjómenn þurfi
til að fullmanna ísfisktogara.
Einnig er bent á að í vinnslu sjáv-
arafurða á frystitogurum sé fyrst og
fremst notast við olíu. „Auk þess
sem olíuverð hefur farið almennt
hækkandi undanfarna áratugi, hef-
ur innflutt olía hér á landi hækkað í
verði í kjölfar veikingar krónunnar
frá efnahagshruni,“ segir í greining-
unni.
Í þriðja lagi hafi minnkandi afla-
heimildir kallað á hagræðingu og
samþjöppun heimilda á færri skip.
Veiðigjaldið hafi jafnframt lagst af
miklum þunga á aflaverðmæti
frystitogara, sér í lagi í bolfisk-
vinnslu. Óvissan um veiðigjaldið tor-
veldi einnig framtíðarplön frystitog-
ara.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Útgerðarfyrirtæki hafa verið að draga úr sjófrystingu bolfiskafurða á meðan landvinnsla á ferskafurðum eykst.
Tækifærum í land-
vinnslu fer fjölgandi
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Þrátt fyrir að frystitogurum
fari nú ört fækkandi er útlit
fyrir að tækifærum í land-
vinnslu ferskra afurða muni
fjölga mjög á næstunni.
ÞRÓUN KORTLÖGÐ
Verðþróun og spá
Heimild: Markó partners
Fersk ýsuflök
Fryst ýsuflök
Útflutningur frá Íslandi FOB verð í €. Byggt á tölum frá Hagstofu Íslands.
Útflutningur frá Íslandi FOB verð í €. Byggt á tölum frá Hagstofu Íslands.
450
400
350
300
250
200
150
100
50
0
8,0
7,6
7,2
7,8
6,4
6,0
7,0
6,8
6,6
6,4
6,2
6,0
5,8
5,6
5,4
5,2
5,0
Ja
n.
Ja
n.
Fe
b.
Fe
b.
M
ar
s
M
ar
s
Ap
ríl
Ap
ríl
M
aí
M
aí
Jú
ní
Jú
ní
Jú
lí
Jú
lí
Ág
ús
t
Ág
ús
t
Se
pt
.
Se
pt
.
O
kt
.
O
kt
.
Nó
v.
Nó
v.
De
s.
De
s.
Tonn 2014 ( spá) 2013 (€/kg) 2014 (€/kg) ( spá)
Tonn 2014 ( spá) 2013 (€/kg) 2014 (€/kg) ( spá)
3
4
9
3
0
9
6,83
7,19
7,25 7,30
350
300
250
200
150
100
50
0
3
3
8
1
8
5
6,25
6,52
5,71
6,34
ÚTFLUTNINGUR
Magn útfluttra sjávarafurða var
tæpum 5% meira árið 2013 en árið
2012. Verðmæti útfluttra sjávaraf-
urða var einnig örlítið meira eða um
1%, segir á vef Hagstofunnar.
Á föstu verðlagi hefur útflutnings-
framleiðsla staðið í stað á milli árana
2012 og 2013. Mest var flutt út til
Bretlands, um 16% af útflutnings-
verðmætinu.
Útflutningur sjávar-
afurða eykst um 5%
Morgunblaðið/Kristinn
Á föstu verðlagi hefur útflutnings-
framleiðsla staðið í stað á milli ára.