Morgunblaðið - 19.06.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.06.2014, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2014 11FRÉTTIR Hjá okkur fáið þið allar rekstravörur fyrir kjötvinnsluna á einum stað Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 800 | samhentir.is Heildarlausnir fyrir kjötvinnslur IÐNAÐARVÉLAR ◆ KRYDD UMBÚÐIR ◆ FATNAÐUR PÖKKUNARVÉLAR ◆ HNÍFAR HANDVERKFÆRI Hafið samband 575 8000 við tökum vel á móti ykkur Seðlabankar um allan heim, þar á meðal sá kínverski, hafa með ótví- ræðum hætti farið að fjárfesta í hlutabréfum til þess að vega upp á móti skertum vaxtatekjum, í kjölfar verulegrar lækkunar vaxta. Þetta kemur fram í nýrri alþjóðlegri rann- sókn á stýringu eigna 400 opinberra stofnana í 162 ríkjum. „Tiltekinn hópur seðlabanka er sem fjárfestar orðinn afar áhrifa- mikill á alþjóðlegum hlutabréfa- mörkuðum,“ segir í skýrslu sem birt verður í vikunni af stofnun sem sér- hæfir sig í rannsóknum og rágjöf um málefni seðlabanka og nefnist Offici- al Monetary and Financial In- stitutions Forum (OMFIF). Stofn- unin varar við því að þessi þróun „gæti hugsanlega leitt til ofhitnunar í eignaverði.“ Seðlabankar eru almennt þekktir fyrir varfærnislega og laumulega stýringu á þeim gjaldeyrisvaraforða sem þeir bera ábyrgð á. Þrátt fyrir að opinberar upplýsingar um eigna- samsetningu þeirra séu af skornum skammti sýnir rannsókn OMFIF að tekjur þeirra hafa dregist verulega saman á undanförnum árum vegna lágs vaxtastigs – sem seðlabankarnir sjálfir, vel að merkja, lækkuðu hressilega til þess að bregðast við fjármálakreppunni. Financial Times hefur skýrsluna undir höndum en samkvæmt henni eiga fyrrgreindar 400 opinberar stofnanir um 29,1 billjón (þúsund milljarða) Bandaríkjadala í mark- aðseignum, þar með talið gulli. Aðgerðum seðlabanka við að örva hagkerfið, þar á meðal með magn- bundinni íhlutun, hefur verið ætlað að ýta fjárfestum í áhættusamari eignir. Þetta hefur leitt til þess að hlutabréfavísitölur hafa hækkað mikið frá árinu 2009, sem aftur hefur kynt undir ótta um skarpa leiðrétt- ingu á mörkuðum ef hagvöxtur verð- ur undir væntingum. Kínverska ríkið með stöðu í evrópskum hlutabréfum Í skýrslu OMFIF er haft eftir embættismönnum að Gjaldeyr- isforðastofnun Alþýðulýðveldisins Kína (China State Administration of Foreign Exchange á ensku) sé nú orðin „umsvifamesti opinberi eig- andi hlutabéfa í heimi“. Stofnunin, sem tilheyrir kínverska seðlabank- anum, er með um 3,9 billjónir dala í stýringu. OMFIF segir að „svo virð- ist sem kínverski seðlabankinn hafi tekið nýja stefnu með því að kaupa með beinum hætti smærri hluti í mikilvægum evrópskum fyr- irtækjum.“ Í þeim kafla skýrslunnar sem fjallar um þróun erlendra fjár- festinga Kínverja er því haldið fram að áhugi Gjaldeyrisforðastofnunar- innar kínversku á Evrópu sé „að hluta til strategískur“ vegna þess að það „vinni gegn einokunarstöðu Bandaríkjadalsins“ og endurspegli metnað Kínverja í alþjóðafjár- málum. Í Evrópu eru seðlabankar Sviss og Danmörku meðal þeirra sem hafa fjárfest í hlutabréfum. Heimild svissneska seðlabankans til að fjár- festa í hlutabréfum nemur allt að 15% af eignum og er haft eftir Thom- as Jordan, stjórnarformanni bank- ans, að hún hafi verið nýtt til að kaupa skráð hlutabréf í smáum, meðalstórum og stórum fyr- irtækjum á þróuðum mörkuðum víða um heim. Hlutabréfeign danska seðlabankans nam um 500 milljónum dala við árslok 2013. Þegar litið er á heildina, segir OMFIF að „fjárfestar í opinberri eigu“ hafi aukið stöðu sína í skráðum hlutabréfum um að minnsta kosti eitt þúsund milljarða dala á und- anförnum árum, án þess að skýra nánar frá hvaða fjárhæð staðan hef- ur vaxið eða hvernig fjárhæðin skiptist á milli seðlabanka annars vegar og hins vegar annarra opin- bera fjárfesta á borð við ríkisfjár- festingasjóði (e. sovereign wealth funds) og lífeyrissjóða í eigu hins op- inbera. Þörf á auknu gagnsæi Mikill vöxtur gjaldeyrisforða seðlabanka einstaka ríkja hefur valdið áhyggjum og sumir óttast að hann gæti ógnað stöðugleika í al- þjóðafjármálakerfinu. Ted Truman, sem er sérfræðingur hjá hugveitunni Peterson Institute for International Economics, skrifar sérsaklega um þetta í skýrslu OMFIF og segir „nauðsynlegt er að bæta og auka innlent og alþjóðlegt gegnsæi þess- ara gerða og afleiðinga þeirra, með það að markmið að stuðla að betri virkni í alþjóðahagkerfinu“. Truman skrifar enn fremur: „Breytingar á samsetningu eigna og mynta í gjald- eyrisforða ríkja, hvort sem þær eru raunverulegar eða einungis orðróm- ur, hafa tilhneigingu til þess að valda óstöðugleika á gjaldeyrismörkuðum og fjármálamörkuðum.“ Seðlabankar heimsins hafa orðið af um 200 til 250 milljarða dala tekjum vegna lægri ávöxtunar skuldabréfa á undanförnum árum, samkvæmt útreikningum OMFIF. Stofnunin bætir þó við að lægri vaxtagjöld á skuldahlið efnahags- reikningsins hafi að hluta til vegið upp á móti. Seðlabankar sækja ávöxtun í hlutabréf Eftir Ralph Atkins Samkvæmt hefð eru seðla- bankar íhaldssamir í fjár- festingum en í núverandi lágvaxtaumhverfi hafa þeir farið að sækja í áhættusamari eignir með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. AFP Kínverski seðlabankinn hefur aukið kaup sín á hlutabréfum í Evrópu, en björninn og bolinn vakta enn kauphöllina í Frankfurt í Þýskalandi. Af síðum Sannfæring Henry Ford var að allir ættu að geta eignast einkabíl en ekki aðeins fáir útvaldir. Einkaleyfi stóð hins vegar í vegi fyrir þeirri draum- sýn. Árið 1895 fékk George Selden einkaleyfi fyrir uppfinningu sem hann nefndi vegavélina (e. road engine). Þrátt fyrir að vélin væri vita gagns- laus keypti fyrirtækið Electric Vehicle Company einkaleyfi Selden eftir að eigendur þess gerðu sér grein fyrir að rafmagnsbíll félagsins væri of dýr í framleiðslu. Eigendur félagsins héldu því fram að einkaleyfið næði til allra þátta bifreiða sem gengju fyrir bensínvélum. Á þeirri forsendu reyndi Electric Vehicle Company að stöðva bensínbílaframleiðendur á fyrsta áratug 20. aldarinnar. Ford var ekki á sama máli og vann málaferl- in. Kaldhæðni sögunnar er náttúrlega sú að það var rafbílaframleiðand- inn sem lögsótti. Í síðustu viku bauðst Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri Tesla Motors, til að halda sig fjarri dómsölum ef samkeppnisaðilar not- uðu einkaleyfi Tesla til að þróa og framleiða rafbíla fyrir almenning. Draumsýn Ford er sem sagt að verða að veruleika á ný en þó ekki á for- sendum brautryðjandans, því eftir að Ford vann áðurnefnd málaferli fékk hann einkaleyfi á alla sína framleiðslu. Tesla á nú þegar hundruð einkaleyfa sem ná til flestra þátta framleiðslu rafmagnsbíla – frá hönnun hleðslukerfis til aðferða til að koma í veg fyrir ofhitnun rafhlaðna. Í þessum einkaleyfum búa verðmæti sem hluthafar fé- lagsins kunna að telja að verið sé að kasta á glæ með tilboði Musk. Hluta- bréf Tesla eru dýr sem stendur og fara á um 30-földu bókfærðu virði. Hinsvegar er vafasamt að ætla að hugverkaréttur skipti máli fyrir verðmat félagsins. Boðuð áform um vöxt samhliða aukinni framleiðslu- getu gera það hinsvegar. Sennilega eru 40% af verði Tesla Model S til- komin vegna kostnaðar við gerð rafhlöðunnar. Fyrirtækið hefur lýst því yfir að það stefni á að setja markað nýja tegund rafmagnsbíla sem eiga að kosta innan við helming þess sem Model S kostar nú. Það markmið er ekki raunhæft fyrr en hlutfall framleiðslukostnaðar rafhlaðna í bílana mun lækka. Hlutafjáreigendur í Tesla hafa skuldbundið sig til þess að fjármagna tvo milljarða dala af fimm milljarða fjárfestingu í risaverksmiðju sem á að ná fram stærðarhagkvæmni við framleiðslu rafhlaðna í rafmagnsbíla. Fjár- festar aðrir en hluthafar munu fjármagna það sem upp á vantar. Þeir þurfa að hafa tryggingu fyrir að markaður verði til staðar fyrir framleiðsluna. Þessi staðreynd útskýrir útspil Musk. Hann er að reyna að fá aðra bif- reiðaframleiðendur til þátttöku við uppbyggingu slíks markaðar. Musk setur eitt skilyrði: aðeins má nýta einkaleyfin í „góðri trú“. Aðrir bif- reiðaframleiðendur gætu óttast að þarna héngi eitthvað á spýtunni. En þetta eru í raun varúðarorð frá Musk. Framleiðsla bifreiða verður æ flóknari. Framleiðsla á F-150-pallbílum Ford hvílir á 100 nýjum einka- leyfum – það eru fleiri einkaleyfi en að baki nokkurri framleiðslu Ford. Í kjölfar þess að snjallsímar urðu almenningseign fóru framleiðendur þeirra í stríð vegna einkaleyfa. Rétt er að taka tilboð Musk alvarlega vilji menn forðast sömu örlög við framleiðslu snjallsíma á hjólum, þ.e.a.s. rafbílanna. LEX Einkaleyfi Tesla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.