Morgunblaðið - 19.06.2014, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 19.06.2014, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2014 13SJÓNARHÓLL Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.re.is VIÐ SKUTLUM ÞÉR! Alltaf laus sæti Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum Hagkvæmur kostur Alltaf ferðir Ferðatími u.þ.b. 45 mínútur Umhverfisvænt*Miðast við að keyptur sé miði fram og tilbaka á : 3.500 kr. 1.750 kr.* FYRIR AÐEINS Kauptu miða núna á www.flugrutan.is Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. OR EX PO • w w w .e xp o. is BÓKIN Ótalmargar bækur hafa verið skrif- aðar um stöðu kvenna á vinnumark- aði og jafnt fræðimenn sem leik- menn reynt að svara þeirri spurningu hvers vegna konur virðast enn eiga í basli með að brjóta sér leið upp í efstu stöður í atvinnulífinu. Fáir hafa þó getað skrifað um þessi mál frá sama sjónarhorni og Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóri netrisans Facebook. Lendir hún iðulega of- arlega á listum yfir áhrifamestu konur og valdamestu við- skiptamenn heims, en áður en Sandberg hóf störf hjá Fa- cebook stýrði hún alþjóða-söludeild Google og þar áður var hún starfs- mannastjóri bandaríska fjár- málaráðuneytisins. Í fyrra sendi hún frá sér bókina Lean In: Women, Work and the Will to Lead og reynir þar bæði að kryfja stöðu kvenna og gefa kyn- systrum sínum hagnýt ráð um hvernig þær eiga að ná til hæstu metorða. Tvinnar hún saman frásögnum frá eigin príli upp metorðastigann og rannsóknum héðan og þaðan og snertir á fjöldamörg- um atriðum. Meðal annars skoðar Sand- berg frá mörgum sjón- arhornum hvers vegna hæfileikakonur velja oft að fórna frama á vinnumarkaði fyrir húsmóðurhlutverkið. Hún fjallar um hvernig konur reka sig stund- um á að vera metnar á annan hátt en karl- menn fyrir sömu per- sónueinkenni og hegð- un, og fer vandlega í gegnum til hvaða ráða konur geta gripið til að láta í sér heyra og að sér kveða á vinnustaðnum. Sandberg gleymir ekki heldur að ræða um hvernig pör geta hagað verkaskiptingunni á heimilinu þann- ig að uppeldi barna og aðrar skyld- ur dreifist jafnt á milli karla og kvenna. Hvaðan kemur kraftur kvenna? Allt frá stofnun Evrópusambandsins (áður Efnahags-bandalagsins) hefur meginmarkmið þess verið aðauka réttindi einstaklinga og lögaðila sem falla und- ir áhrifasvæði sambandsins. Á undanförnum áratugum hef- ur þróun bandalagsréttar, og síðar sambandsréttar, styrkt réttindi einstaklinga og lögaðila og að sama skapi takmark- að svigrúm aðildarríkja ESB til að setja hvers kyns lög og reglur. Á þetta einna helst við um fjórfrelsið en tekur þó til fleiri sviða eftir því sem samrunaferli ESB hefur gengið lengra. Almennt séð hefur þessi þróun styrkt eldri réttindi og stofnað ný réttindi sem aðilar hefðu ella ekki notið á grundvelli landsréttar einstakra aðildarríkja. Þótt rétt- arstaða aðila hafi að jafnaði eflst má hins vegar finna und- antekningar frá þeirri þróun, en ein slík verður hér gerð að umtalsefni. Fyrir rúmu ári kvað Evrópudóm- stóllinn upp dóm í Melloni málinu. Atvik málsins voru þau að Melloni var grunaður af ítölskum yfirvöldum um efnahagsbrot. Melloni var hand- tekinn á Spáni, en eftir að hafa feng- ið lausn gegn tryggingu fór hann í felur. Þrátt fyrir að yfirvöld gætu ekki haft upp á honum var hann ákærður fyrir hina refsiverðu hátt- semi á Ítalíu og eftir dómsmeðferð þar dæmdur til 10 ára fangelsisvistar. Lögmenn Melloni áfrýjuðu dóminum og héldu málinu til streitu allt þar til áfrýjunardómstóll staðfesti fangelsisrefsinguna. Eftir upp- kvaðningu dómsins gáfu ítölsk yfirvöld út evrópska hand- tökuskipun til að hafa hendur í hári Melloni. Var Melloni handtekinn á Spáni og ráðgerðu spænsk yfirvöld að fram- selja hann til Ítalíu á grundvelli evrópsku handtökuskip- unarinnar. Melloni mótmælti framsalinu þar sem hann hefði verið dæmdur í þunga fangelsisrefsingu án þess að vera viðstaddur réttarhöldin í máli sínu, en hann taldi slíka málsmeðferð vera í andstöðu við mannréttindaákvæði spænsku stjórnarskrárinnar. Var málinu því vísað til spænska stjórnskipunardómstólsins. Í ljósi þess að málið varðaði evrópsku handtökuskipunina og ákvæði spænsku stjórnarskrárinnar ákvað dómstóllinn að leita eftir forúrskurði Evrópudómstólsins. Var dómstóll- inn spurður að því hvernig ætti að túlka tiltekin ákvæði evr- ópsku handtökuskipunarinnar og hvort að aðildarríki ESB gæti hafnað því að framfylgja handtökuskipuninni með vís- an til 53. gr. sáttmála ESB um grundvallarréttindi og þess að framsal væri í andstöðu við stjórnarskrá þess aðild- arríkis sem ráðgerði að framselja einstakling. Í 53. gr. sátt- málans segir orðrétt: „Nothing in this Charter shall be int- erpreted as restricting or adversely affecting human rights and fundamental freedoms as recognised, in their re- spective fields of application, by Union law and int- ernational law […] and by the Member States’ con- stitutions.“ Evrópudómstóllinn stóð því frammi fyrir allsérstöku álitaefni. Átti dómstóllinn að túlka hand- tökuskipunina þannig að aðildarríkjum bæri skylda til að framselja einstaklinga til annars aðildarríkis þótt álitamál væri til staðar um að refsidómur orkaði tvímælis sam- kvæmt stjórnarskrá þess ríkis sem þyrfti að framselja ein- staklinginn? Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að beita ætti ákvæðum handtökuskipunar-innar og vísaði í því sambandi til þess að ef misræmi væri á milli landsréttar og evrópuréttar þá skyldi lands- réttur víkja. Af þessu leiddi að að- ildarríki ESB gat ekki hafnað því að framselja einstakling til annars aðildarríkis jafnvel þótt hann hefði verið dæmdur í fangelsisrefsingu án þess að vera viðstaddur mála- ferlin og að slík tilhögun bryti gegn stjórnarskrá framsalsríkisins. Það sem er áhugavert við þessa niðurstöðu er að mannréttindaverndin sem Mel- loni var tryggð samkvæmt spænsku stjórnarskránni var meiri en sú mannréttindavernd sem hann naut á grundvelli handtökuskipunarinnar. Sú niðurstaða Evrópudómstólsins að handtökuskipunin skyldi ganga framar ósambærilegum ákvæðum spænsku stjórnarskrár¬innar leiddi því til þess að Melloni naut minni mannréttindaverndar en hann hefði notið á grundvelli landsréttar. Í inngangi Lissabonsáttmálans frá 2009 kemur m.a. fram að hann sé gerður til staðfestingar á meginreglunum um frelsi, lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum. Samning- urinn er einstakt dæmi þess að fjöldi ríkja ákveði sameig- inlega að stofna til réttinda sem hafa bein réttaráhrif fyrir einstaklinga og lögaðila og takmarka jafnframt svigrúm ríkjanna til að setja lög og reglur á tilteknum sviðum. Þótt bandalagsréttur og síðar sambandsréttur hafi iðulega leitt til réttindaaukningar til handa einstaklingum og lögaðilum þá er ennfremur unnt, eins og framangreind umfjöllun sýn- ir, að finna dæmi þess að mannréttindavernd til handa sömu aðilum hafi minnkað. Mannréttindavernd innan ESB ENDURSKOÐUN Finnur Magnússon héraðsdómslögmaður og aðjunkt við lagadeild Háskóla Íslands ” Melloni mótmælti fyr- irhuguðu framsali þar sem hann hefði verið dæmdur í þunga fang- elsisrefsingu án þess að vera viðstaddur réttarhöldin í máli sínu. mati á réttri leið. American Market- ing Association, sem er félag mark- aðsfólks í Bandaríkjunum, hefur lagt sig fram um að uppfæra skilgrein- ingar á margvíslegum hugtökum í fræðunum og frá því júlí 2103 er skil- greining þeirra á „marketing“ þann- ig í lauslegri þýðingu: „Markaðsmál (e. marketing) eru aðgerðir, safn tenginga og ferla til að skapa, miðla, dreifa og skiptast á framlagi sem fel- ur í sér virði fyrir viðskiptavini, skjólstæðinga og samfélagið allt.“ Hér kemur sterklega fram hversu víðfeðm skírskotun markaðs- málanna er. En skiptir þessi umræða stjórn- endur fyrirtækja einhverju máli? Er þetta ekki bara umræða fræðimanna um keisarans skegg? Að mínu mati er mikilvægt að samstaða og skiln- ingur ríki um hvernig hlutirnir eru skrúfaðir saman; hvernig heild- armyndin lítur út. Stjórnendur þurfa að skilja mikilvægi markaðsmála og á sama tíma vera sammála og sam- stiga um hvaða verkþættir falla und- ir þau mál. Það þýðir jafnframt að réttur skilningur hefur áhrif á hlut- verk og stöðu þess stjórnanda innan fyrirtækis sem hefur umsjón með markaðsmálum. Skilningur á hvaða verkþættir eru hlutmengi í markaðs- málum hefur m.a. áhrif á mikilvægi þess að stýring málaflokks sé á einni hendi í yfirstjórn fyrirtækis en ekki brotin niður. Sameiginlegur skilningur á því hvað markaðsmál eru auðveldar því umræðu og markvissa framkvæmd markaðsmála innan fyrirtækis sem aftur eykur líkur á að því takist að skapa sér samkeppnisforskot á markaði. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.