Morgunblaðið - 19.06.2014, Page 14

Morgunblaðið - 19.06.2014, Page 14
KPMG hefur teiknað upp fjórar sviðsmyndir fyrir efna- hag Íslands miðað við hve hratt losað verði um fjármagnshöft og hvernig ári í helstu viðskiptalöndum. Sviðs- myndirnar voru kynntar á fundi hjá KPMG á föstudaginn. Sviðsmyndir Losun fjármagnshafta Jón S. Helgason, Ágúst Jóhannesson og Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi. Helga Harðar- dóttir ásamt vinkonu sinni. Morgunblaðið/Þórður Margrét Flóvenz og Sigurvin Sigurjónsson. Kjartan Steinsson og Símon Gunnarsson Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar. 14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2014FÓLK F Y R IR Þ ÍN A R Þ A R F IR Við varðveitum eftir ýtrustu kröfum um öryggis- og aðgangsstýringu: Bókhaldsgögn Skjöl Muni Listaverk o.m.fl. Einnig bjóðum við: ■ Skönnunar- og skráningarþjónusta ■ Sölu á sérhæfðum umbúðum til varðveislu gagna ■ Flokkun, pökkun, skrásetningu á gögnum og munum ■ Flutningur á fyrirtækjum ■ Prentunar-, ljósritunar- og innbindingarþjónusta fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hafðu samband og fáðu tilboð ☎ 553 1000 azazo.is azazo@azazo.is þjónusta okkar er þín framtíðarlausn Við varðveitum nánast allt MORGUNFUNDUR Jón Bragi Gíslason segist ekki vera með nema grunnþekkingu á sviði vefsíðugerðar og forritunar, en hann lætur það ekki stoppa sig heldur leitar uppi og fær til liðs við sig fólk með þá þekkingu sem hann vantar. Í byrjun þessa árs fékk Jón Bragi góða hugmynd og beið ekki boðanna að stofna fyrirtæki, með það fyrir augum að skapa nýja aug- lýsingalausn fyrir netið. Varan heitir Ghost Lamp (www.ghostlamp.com) og byggir á því að setja auglýsingahnappa inn í texta. „Þeir sem búa til efni fyrir netið geta oft átt í töluverðum vandræðum með að koma auglýs- ingum fyrir á þann hátt að líti bæði vel út og sé ekki of truflandi fyrir vefinn. Þetta vandmál er sér- staklega plagandi þegar vefsíður eru skoðaðar í snjallsímum og spjaldtölvum enda minna pláss á skjánum,“ segir Jón Bragi. Útfærsla á eldri lausn Ghostlamp notar gamla hug- mynd, um að breyta völdum orðum í textanum í eins konar „auglýs- ingahnapp“ og tekur skrefinu lengra. „Hugbúnaðurinn okkar greinir textann og merkir tiltekin orð fyrir viðeigandi auglýsingar. Lesandi síðunnar þarf gagngert að smella á orðið eða láta músarbend- ilinn svífa yfir orðinu í ákveðinn tima til að sjá auglýsinguna og aug- lýsingin er þá um eitthvað sem tengist vel innihaldi textans. Gestir síðunnar sjá því ekki auglýsingar nema þeir vilji og auglýsendur á sama tíma ekki að borga fyrir óvel- komnar birtingar.“ Til að auka á notagildið segir Jón Bragi að eigendur vefsíðna geti einnig notað Ghostlamp-kerfið til að krydda texta með viðbótarupplýs- ingum sem myndu annars ekki falla vel að meginmáli textans. „Þannig tvinnast saman fræðandi upplýs- ingamolar og auglýsingar, sem bæði eiga erindi við lesandann.“ Viðmótið gagngvart auglýsendum er svipað og þeir eiga þegar að venjast frá miðlum á borð við Face- book eða Google. „Auglýsandinn býr til sína eigin auglýsingu á ein- faldan hátt, með mynd og texta, hreyfimynd eða myndskeiði, og auglýsingakaupin mjög gagnsæ. Á hinum endanum hefur eigandi vef- síðunnar góða stjórn á því hvers konar efni er auglýst í gegnum textahnappana.“ Um tvo mánuði vantar í að Ghost Lamp verði tilbúið til notkunar og er ætlunin að prufukeyra forritið fyrst á íslenska markaðinum áður en lagt verður til atlögu við erlend- ar vefsíður. Hitti þrjá á dag fyrsta mánuðinn Hugmyndin er áhugaverð, en það er ekki síður merkilegt hvernig Jón Bragi hefur staðið að framkvæmd- inni. Frumkvöðlagenið virðist vera ríkt í honum. „Ég hef tekið þátt í viðskiptahugmyndakeppnum og reynt að gera hugmyndir að vöru en ekki orðið ágengt. Svo gerist það fyrr á þessu ári að hugmyndin að Ghost Lamp kviknar þar sem ég er á leið heim úr afmælisveislu úti á landi. Rann strax upp fyrir mér að hér væri komin mjög áhugaverð lausn á hvimleiðu vandamáli, svo ég beið ekki boðanna heldur fór að gera allt sem ég gat til að gera Ghost Lamp að veruleika.“ Jón Bragi segist hafa varið öllum fyrsta mánuði ársins í að leita uppi samstarfsmenn. „Ég hitti yfirleitt ekki færri en þrjár manneskjur á dag og reyndi að fá á mitt band, og á endanum fann ég hann Jóhann Geir Rafnsson sem í dag er tækni- stjóri Ghostlamp, með 14 ára reynslu úr upplýsingatæknigeir- anum. Þá er Guðmundur Páll Lín- dal lögfræðingurinn okkar og ráð- gjafi verkefnisins,“ ljóstrar hann upp. „Núna vinnum við jöfnum höndum að þróunarvinnu og próf- unum sem og því að koma á sam- bandi við mögulega fjárfesta og auglýsingastofur.“ Þróa nýja leið í netauglýsingum Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hugmyndin að Ghost Lamp kviknaði í janúar og verður orðin að vöru áður en sumarið er á enda. Að baki fyrirtækinu er ungur maður sem beið ekki boð- anna þegar hann áttaði sig á möguleikum hugmynd- arinnar. Jón Bragi Gíslason og Jóhann Geir Rafnsson tæknistjóri Ghost Lamp. Þeir kynntust þegar Jón leitaði að samstarfsfólki í gegnum Facebook. Jóhann segist hafa hrifist af ástríðu Jóns Braga fyrir verkefninu og því slegið til. SPROTAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.