Morgunblaðið - 04.09.2014, Qupperneq 4
FYLGIHLUTUR
Væri ekki gott að fá fótanudd eftir
langan dag við skrifborðið, hvað þá á
lýjandi viðskiptaferðalagi? Leggage
fartölvutaskan á, að sögn framleið-
anda, að duga vel sem lítið nudd-
tæki. Skel töskunnar er þríhyrnd í
laginu og alsett dældum. Á bara að
setja töskuna á gólfið og renna fót-
unum yfir til að hnoða vöðvana og fá
blóðið á hreyfingu. Taskan rúmar
15‘‘ fartölvu og kostar 80 dali eða um
9.400 krónur. ai@mbl.is
Taska sem
nuddar
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014FRÉTTIR
ÁLÞAKRENNUR
Viðhaldslitlar
Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu
er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur
Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki,
ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun.
Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar.
Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki.
Smiðjuvegi 4C
Box 281 202 Kópavogur
Sími 587 2202
Fax 587 2203
hagblikk@hagblikk.is
www.hagblikk.is
HAGBLIKK ehf.
Hljóðið í Ernu Gísladóttur er gott
að vanda og ekki skemmir fyrir
að samkvæmt nýjustu tölum hef-
ur bílasalan gengið ágætlega í
sumar.
Hverjar eru stærstu
áskoranirnar í rekstrinum
þessi misserin?
Við erum að hefja undirbúning
fyrir næsta ár og það er alltaf
mikil áskorun að reyna að lesa í
það hvert salan stefnir á næsta
ári. Nú er spurning hvort við
höldum áfram í hægri jákvæðri
uppsveiflu.
Hver var síðasti fyrirlesturinn
eða ráðstefnan sem þú sóttir?
Síðasta ráðstefna sem ég fór á
var hjá BMW. Við fengum að
reynsluaka nýjum bíl sem er að
fara í kynningu og svo voru fyr-
irlestrar í tvo daga um hvað er að
koma hjá þeim. Það er alltaf gam-
an að fara á þessa fundi hjá
BMW og heyra hvað er í píp-
unum hjá þeim.
Hvaða hugsuður hefur
haft mest áhrif á hvernig
þú starfar?
Ég held mikið upp á Dale
Carnegie-fræðin og finnst bæði
skipulags- og jákvæðnihugsunin
sem þar er talað um vera gott
veganesti í samskiptum við annað
fólk, bæði á viðskiptalegum og
persónulegum nótum.
Hver myndi leika þig í kvik-
mynd um líf þitt og afrek?
Ætli það væri ekki Madonna,
ég á víst að vera með sama kraft
og hún.
Hvernig heldurðu við
þekkingu þinni?
Ég fer reglulega á fundi hjá
framleiðendum til að viðhalda
þekkingu á bílamarkaðnum og því
hvert hann stefnir. Auk þess
reyni ég að fara á námskeið um
hin ýmsu mál.
Hugsarðu vel um líkamann?
Ég reyni að hugsa vel um lík-
amann en mætti örugglega gera
betur. Ég fer í góða gönguferð
helst einu sinni á dag.
Ef þú þyrftir að finna
þér nýjan starfa, hvert
væri draumastarfið?
Draumastarfið væri að vera
endurskoðandi og vera djúpt ofan
í tölum og bókhaldi
SVIPMYND Erna Gísladóttir, forstjóri BL
Myndi vilja vera endurskoðandi
Morgunblaðið/Golli
Erna tilnefnir stórstjörnuna Madonnu til að leika sig í kvikmynd. „Ég á víst að vera með sama kraft og hún.“ Erna með sýningarsalinn i baksýn.
NÁM: Stúdent Verslunarskóli Íslands 1988, B.S Hagfræði 1991,
MBA IESE Barcelona 2004.
STÖRF: Fjármálaráðuneytið, aðstoð v. fjárlög 1990, B&L fram-
kvæmdastjóri/forstjóri 1991-2008, stjórnarformaður Sjóvár frá
2009, í stjórn Haga frá 2010, BL forstjóri frá 2013.
ÁHUGAMÁL: Fjölskyldan, ferðalög, golf og sumarbústaðurinn
en hann tekur mikinn tíma hjá okkur og er endalaus uppspretta
af skemmtilegum verkum. Ég veit fátt betra en að fara í kyrrðina
úti á landi.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Gift Jóni Þór Gunnarssyni og við eigum
tvö börn og einn tengdason.
HIN HLIÐIN
ÞARFAÞING
Memobottle er ein af þessum upp-
finningum sem fá fólk til að grípa um
höfuð sér og segja upphátt: „Af
hverju datt mér þetta ekki í hug?“
Hver kannast ekki við það ómögu-
lega verk að reyna að koma drykkjar-
flösku fyrir ofan í skóla- eða skjala-
tösku? Taskan er full af ferhyrndum
bókum og fartölvum, sem pakkast
þétt saman en flaskan er langur sí-
valningur og rúmast hvergi með góðu
móti.
Útkoman er í besta falli að plássið
nýtist illa, og flaskan myndar ljóta
dæld á töskunni.
Memobottle fjölnota flaskan er ólík
öðrum flöskum að því leyti að hún er
ferhyrnd, í laginu eins og þykk bók,
en með tappa í einu horninu.
Til að auðvelda fólki að finna
flöskustærðina sem hentar því best
er Memobottle fáanleg í þremur
stærðum sem endurspegla staðal-
stærðir á prentefni: A4, A5 og Letter.
A5 flaskan rúmar 750 ml og A4
flaskan 1,25 l, og er einmitt það sem
heilsumeðvitaðir skrifstofumenn
þurfa nú á tímum, þegar fátt þykir
gera heilsunni og mittismálinu meira
gott en að drekka nóg af vatni yfir
daginn.
Flöskurnar eru ekki enn komnar í
verslanir, heldur er verið að safna
áheitum á Kickstarter. Þar er verk-
efnið löngu búið að ná því marki sem
að var stefnt. Þeir sem gefa 30 dali í
söfnunina geta fengið A4 flösku en
fyrir 20 dali fæst litla A4 flaskan.
ai@mbl.is
Til þessa hafa flöskur ekki rúmast
vel innan um bækur og fartölvur.
Flaska
gerð fyrir
töskur