Morgunblaðið - 04.09.2014, Page 6

Morgunblaðið - 04.09.2014, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014SJÁVARÚTVEGUR Greinilegt er að fiskbúðin Hafið er vel með á nót- unum í markaðsmálum. Eins og nefnt var hér að ofan er Búðin með virka Facebook síðu þar sem tilboð vikunnar eru aug- lýst, og fagmennskan greinileg allt frá fiskborð- inu yfir á vefsíðuna. Til viðbótar við þetta hefur Hafið styrkt ýmsa íþrótta- og afreksmenn, sem og matreiðslumenn, með matargjöfum. „Við styðjum t.d. við íslenska kokkalandsliðið með hrá- efni til matargerðarinnar og höfum tekið ýmsa ís- lenska afreksmenn í fit- ness-íþróttum upp á okk- ar arma, og gefum þeim hollan og góðan fisk. Einn þeirra er kraftajöt- unninn og sjónvarps- stjarnan Hafþór Júlíus Björnsson sem er dugleg- ur að borða fisk til að verða enn stærri og sterkari.“ Ef börnin vilja ekki borða fiskinn sinn dugar kannski að benda þeim á Hafþór. Sjáskot úr þáttunum vinsælu Game of Thrones. Fiskur fer vel í kraftajötna Uppbyggingin hefur gengið vel hjá fiskversluninni Hafinu. Eyjólfur Júl- íus Pálsson stofnaði fyrirtækið árið 2006 í félagi við æskuvin sinn Hall- dór Heiðar Halldórsson, þeir báðir þá aðeins hálfþrítugir. Í dag eru verslanirnar orðnar tvær, sú eldri í Hlíðasmára og sú nýrri, rösklega ársgömul, í Spöng- inni rekin í samstarfi við Pál Fannar Pálsson, bróður Eyjólfs. Að auki starfrækir Hafið fiskverkun úti á Granda og þjónustar veitingastaði og vinnustaðamötuneyti. Eyjólfur segir reksturinn hafa verið mikið streð fyrstu árin og vinnudagarnir langir. Smám saman hafi fyrirtækinu vaxið fiskur um hrygg og það haldist í hendur við stöðugan vöxt í sölu. Hann segir m.a. hafa reynst vel að bjóða upp á tilbúna fiskrétti sem fljótlegt er að elda. „Ég hugsa að sjö af hverjum tíu viðskiptavinum kaupi tilbúinn rétt frekar en ferskan fisk. Þetta er í takt við þarfir fólks nú til dags, þegar allir eru úti á vinnu- markaðinum og lítill tími fyrir mat- seld þegar heim er komið í lok dags. Réttirnir eru gerðir úr fersku hrá- efni, hollir og bragðgóðir, og þurfa varla að vera lengur en 10 mínútur í ofninum eða á pönnunni og kvöld- maturinn er tilbúinn.“ Vija kaupa gæðavöru Eyjólfur á erfitt með að dæma um það hvort stöðug aukning í sölu skrifist á vaxandi eftirspurn eftir fiski eða einfaldlega að fleiri séu að uppgötva verslunina. Hins vegar getur hann svarað því með tölu- verðri vissu að samdráttarskeiðið sem hófst árið 2008 virðist ekki hafa haft mjög alvarleg áhrif á matarinn- kaupin: „Fólk virðist almennt tilbúið að kaupa góða og ferska vöru, og neyt- endur virðast líka hafa áttað sig á að þegar dæmið er reiknað til enda er fiskurinn ekki svo mikið dýrari úti í fiskbúð en hann er í frystinum í næstu lágverðsverslun. Slumpa ég á að algengt kílóverð á frosnum fiski í kjörbúð sé þetta 400-500 kr lægra en verðið á fiskinum í borðinu okkar, en þá á eftir að taka tillit til þess að þegar frosnu flökin hafa þiðnað geta þau verið töluvert léttari og kannski ekki nema 100-200 kr munur á kíló- inu þegar upp er staðið.“ Fastakúnnar Hafsins virðast samt stökkva á tilboðin þegar þau bjóðast. Verslunin hefur það fyrir reglu að hafa valinn fisk á tilboði á þriðjudög- um og fimmtudögum og tiboðin aug- lýst á Facebook-síðu búðarinar. Áhugavert er að skoða hvernig landinn er farinn að velja fjölbreytt- ari fisk á diskinn. Tegundir sem áður fyrr voru lítið matreiddar eru nú margar orðnar vinsælar. „Ýsan heldur enn stöðu sinni sem vinsæl- asti fiskurinn á íslenskum markaði, en tegundir eins og langa, stein- bítur, keila og rauðspretta seljast líka vel. Sýnist mér að langan sé í dag orðin næstvinsælasta tegundin,“ segir Eyjólfur. Í tilbúnu réttunum virðist mark- aðurinn alltaf kunna að meta fisk í karrý- og hvítlaukslegi, en asísku áhrifin hafa verið að koma sterkt inn, að sögn Eyjólfs. „Af vinsælustu réttunum má nefna lax í teriyaki og löngu á austurlenska vísu.“ Morgunblaðið/Þórður „Ég hugsa að sjö af hverjum tíu viðskiptavinum kaupi tilbúinn rétt frekar en ferskan fisk,“ segir Eyjólfur. Sækja í fljótlega rétti Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Halda sambandi við viðskiptavinina í gegnum Facebook og leggja áherslu á tilbúna fiskrétti sem tekur stutta stund að elda. ÞRÓUN KORTLÖGÐ Verðþróun og spá Samantekt Markó Partners Sjófryst þorsflök Sjófersk þorsflök 2.500 2.000 1.500 1.000 5000 0 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 4,50 4,40 4,30 4,20 4,10 4,00 3,90 3,80 3,70 3,60 3,50 3,40 3,30 3,20 3,10 3,00 8,00 7,75 7,50 7,25 7,00 6,75 6,50 6,25 6,00 Ja n. Fe b. M ar s Ap ríl M aí Jú ní Jú lí Ág ús t Se pt . O kt . Nó v. De s. Ja n. Fe b. M ar s Ap ríl M aí Jú ní Jú lí Ág ús t Se pt . O kt . Nó v. De s. Meðalverð/tonn FOB í € ( spá) 2013 (€/kg) 2014 (€/kg) Meðalverð/tonn FOB í € ( spá) 2013 (€/kg) 2014 (€/kg) 4,38 7,63 3,83 3,34 7,14 7,37 1 .0 1 7 1 .3 7 5 1 .2 3 0 3,80 9 3 1 6,98 SJÁVARÚTVEGUR Hagnaður Iceland Seafood á síð- asta ári nami 1,3 milljónum evra, jafnvirði um 200 milljónir íslenskra króna, og jókst um 200 þúsund evr- ur á milli ára. Tekjur félagsins stóðu nánast í stað á milli ára og voru samtals 180,5 milljónir evra á árinu 2013. Stjórn félagsins leggur til að ekki verði greiddur arður til hlut- hafa vegna reksturs síðasta árs. Eignir Iceland Seafood voru liðlega 32 milljónir evra í árslok 2013 og var eigið fé 8,8 milljónir evra. Eig- infjárhlutfall félagsins er því ríflega 27%. Fyrirtækið er í eigu Iceland Sea- food International og einbeitir sér að útflutningi á ferskum, frosnum og söltuðum fiskafurðum. Forstjóri Iceland Seafood International er Helgi Anton Eiríksson. Iceland Seafood hagn- ast um 200 milljónir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.