Morgunblaðið - 04.09.2014, Side 10

Morgunblaðið - 04.09.2014, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014FRÉTTIR SPUNI Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir Veldu þinn lit úr rúmlega 50 litum sem í boði eru og við bólstrum stólinn eftir þínum óskum. STOFNAÐ 1956 Íslensk hönnun & handverk Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur s: 510 7300 www.ag.is Nóg er komið af þessu HM- léttmeti og tími kominn fyrir al- vöru knattspyrnu. Sumarið er að renna sitt skeið á enda og boltinn þegar farinn að rúlla í knatt- spyrnudeildum Evrópu. Á þessari leiktíð munu ríkustu félögin, sem drottna yfir deildarkeppnum í sín- um löndum, lúta ströngu eftirliti. Reglurnar um fjárhagslega háttvísi (e. Financial Fair Play), sem Evr- ópska knattspyrnusambandið setti fyrir fimm árum, eru farnar að hafa áhrif. Takmarkanir hafa verið settar á leikmannakaup ensku og frönsku deildarmeistarana – Man- chester City og Paris St. Germain (PSG) – auk þess sem félögin hafa þurft að greiða sektir vegna brota á reglunum. Ekki er víst að þetta sé fram- faraspor. Reglurnar beinast vissu- lega að raunverulegu vandamáli: Hinni gríðarlegu misskiptingu fjár- magns milli félaganna sem slást um titlana annars vegar og svo hinna sem aldrei munu eiga mögu- leika á að bregða fæti fyrir hina fyrrnefndu. En þar sem misskipt- ingin er orðin svo samofin knatt- spyrnunni er með öllu óljóst hvort að slíkar reglur skili því sem til er ætlast. Reynt að koma í veg fyrir niðurgreiðslu Í reglunum er ákvæði um að rekstur þurfi að vera á núllinu. Í stórum dráttum felur það í sér að félög megi ekki verja meira fé í leikmannakaup en sem nemur and- virði tekna af miðasölu, sölu á sjónvarpsréttindum og varningi, auk auglýsingatekna. Markmiðið er að koma í veg fyrir að óstjórnlega ríkir klúbbeigendur bjagi sam- keppnina með því að niðurgreiða taprekstur eftir þörfum. Það voru furstafjölskyldurnar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Katar sem fjármögnuðu titla Manchester City og PSG. Rígur er jákvætt fyrirbrigði og sérstaklega mikilvægur í keppn- isíþróttum, þar sem sjálf sam- keppnin er söluvaran. Sumir mark- aðir einkennast af náttúrulegri einokun. Það er til að mynda skil- virkast að hafa eitt járnbraut- arkerfi í stað margra á sama markaðssvæðinu. Það er sama hversu sjálfmiðaðir og sárreiðir aðdáendur Manchester United eru yfir gengi liðsins við upphaf tíma- bils – þeir ættu erfitt með að finna tilgang í ensku úrvalsdeildinni ef aðeins þeirra lið tæki þátt í keppn- inni. Fákeppnismarkaður knattspyrnunnar Staðreynd málsins er að enska úrvalsdeildin er fákeppnismark- aður sem er fjármagnaður af ólí- görkum. Birtingarform þessa samkeppnisskorts er sú staðreynd að fyrir utan 13 titla Manchester United hafa aðeins fjögur önnur lið staðið uppi sem sigurvegarar í 21 árs sögu úrvalsdeildarinnar. Fjöldi hagfræðinga hefur bent á að reglan um að reksturinn þurfi að vera á núllinu, muni frekar auka á vandann en auka samkeppnina. Gríðarlegir auglýsingasamningar munu eftir sem áður tryggja yf- irburði stærstu félaganna. Miklar tekjur utan vallar tryggja að félögin nái til sín bestu leik- mönnunum, svo þau geta eftir sem áður hækkað miðaverð og fyllt leikvangana í krafti þess. Það verð- ur erfiðara og erfiðara fyrir félög í neðri deildum að komast í fremstu röð. Það er erfitt að gera at- hugasemdir við að knattspyrnu- félög séu rekin með viðvarandi tapi, nema kannski ef þau verða gjaldþrota. Það gerist oftar en ekki hjá neðrideildarliðum, enda hafa sjálfumglaðir auðmenn minni áhuga á slíkum liðum. Hvað með það ef auðmenn kjósa að nið- urgreiða skemmtun almennings? Af hverju mega þeir það ekki? Kappreiðar eru næststærsta íþrótt Bretlandseyja þegar litið er til tekna og áhorfenda. Í þeirri íþrótt hafa eigendur hestanna fengið óá- reittir að tapa fé í meira en heila öld. Eigendur kappreiðahesta eyddu 369 milljónum punda í hest- ana árið 2012, en uppskáru aðeins 85 milljónir punda í verðlaunafé og auglýsingatekjur. Hin sósíalíska lausn Bandaríkjamanna Ein hugsanleg lausn á vandanum blasir við vestanhafs. Evrópsk knattspyrna gæti tekið upp skipu- lagið í NFL-deildinni í bandaríska fótboltanum (ruðningi). Um er að ræða sósíalískt skipulag: Öll liðin í deildinni deila með sér tekjunum, þak er á launagreiðslum og þau lið sem standa sig verst á einu tíma- bili fá fyrst að velja nýja leikmenn fyrir það næsta. Þetta virðist leiða til jafnræðis. Þrettán lið af 32 hafa unnið Ofurskálina á síðustu 22 ár- um, samanborið við liðin fimm sem hafa unnið ensku úrvalsdeildina. Indverjar fetuðu sömu braut þegar atvinnudeildin í krikket var sett á laggirnar árið 2008, en hún hefur notið mikilla vinsælda. Þar bjóða lið í leikmenn og launaþak er við lýði. Það verður að teljast ólíklegt að þessi lausn verði tekin upp í Evrópu. Ef svo ólíklega vildi til að evr- ópsk knattspyrnufélög kæmu sér saman um að deila með sér og endurúthluta tekjum, þyrfti slík skipan mála að vera tekin upp á sama tíma í öllum deildarkeppnum. Annars myndu bestu leikmennirnir fara til þeirra deilda þar sem launaþak væri ekki til staðar. (Þar sem amerískur fótbolti er svo skelfileg íþrótt að hún er hvergi leikin annar staðar í heiminum, er þetta ekki vandamál í NFL- deildinni). Knattspyrnumenn hefja atvinnu- mennsku mun fyrr en þeir sem leika amerískan fótbolta. Auk þess reka evrópsk knattspyrnufélög sitt eigið ungliðastarf, þannig að upp- boð eða val á bestu ungu leikmönn- unum er ekki inni í myndinni. Í bandaríska hafnaboltanum er ákveðinn skattur lagður á eyðslu ríkustu félaganna umfram tiltekið hámark, sem svo rennur til ann- arra liða. Hugsanlega væri hægt að koma slíkum skatti á í evrópskri knattspyrnu, en ljóst er að miklar deilur myndu rísa um hvernig ætti að ráðstafa skattstofninum. Það er lofsvert framtak að vilja auka jafnræði og samkeppni í knattspyrnu. En reglurnar um fjárhagslega háttvísi munu skila litlu í þeim efnum. Ágæt hugmynd en illa útfærð – gæti leitt til sjálfs- marks. Eitthvað sem við sem styðjum lið í neðri deildunum könnumst við. Misheppnuð andlitslyfting leiksins fagra Eftir Alan Beattie Hugmyndin að baki reglum um fjárhagslega háttvísi í knattspyrnu er fögur, enda ætlað að auka jafnræði og samkeppni, en því miður eru líkur á því að reglurnar muni virka í þveröfuga átt. Höfundur er blaðamaður FT sem heldur með Chester FC, fjórðudeild- arlið í eigu stuðningsmanna. AFP Reglur um fjárhagslega háttvísi í knattspyrnu koma ekki í veg fyrir að félög eins og Paris St. Germain, sem er í eigu furstafjölskyldunnar í Katar, geti laðað til sín helstu snillinga íþróttarinnar, eins og hinn sænska Zlatan Ibrahimovic. ©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim. Af síðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.