Morgunblaðið - 04.09.2014, Síða 11

Morgunblaðið - 04.09.2014, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 11FRÉTTIR Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 800 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landsvinnslu ◆ KASSAR ◆ ÖSKJUR ◆ ARKIR ◆ POKAR ◆ FILMUR ◆ VETLINGAR ◆ HANSKAR ◆ SKÓR ◆ STÍGVÉL ◆ HNÍFAR ◆ BRÝNI ◆ BAKKAR ◆ EINNOTA VÖRUR ◆ HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað Stundum stafar ljósið við enda ganganna frá sólinni; í önnur skipti frá lest sem nálgast óðfluga. Í júlí setti bandaríska viðskiptaráðuneytið refsitolla á sólarsellur (e. solar-panel) sem eru framleiddar í Taívan og Kína. Ástæðan er und- irboð á bandaríska markaðnum. Verð á sól- arsellum hefur lækkað um helming frá árinu 2011 en refsitollarnir ættu að stöðva þá þróun. En þeir munu bitna hart á sumum framleiðendum og að sama skapi gagnast öðrum. Bandarísk stjórnvöld hafa áður beitt slíkum refsitollum. Kínverskir framleiðendur komust hinsvegar undan tollunum sem voru settir á árið 2012 með því að selja vörurnar til Bandaríkjanna í gegnum verk- smiðjur í Taívan. Þar af leiðandi hélt offramleiðslugetan í Kína áfram að halda niðri verðinu. Kínversk stjórnvöld svöruðu fyrir sig í fyrra þegar þau settu tolla á sólarkísilframleiðslu frá Bandaríkjunum. Þeir sem lenda í skotlínunni tapa í þessari rimmu, það eru sólarsellufram- leiðendur í Taívan og Kína og bandarískir sólarkísilframleiðendur. Þeir sem njóta góðs af eru sólarselluframleiðendur utan Taívan og Kína. Eitt þeirra sem lenda í lukkupottinum er norska fyrirtækið REC Solar sem framleiðir sellur í Singapúr. Loksins er farið að rofa til í rekstri fyrirtækisins, en hann hefur verið erfiður á síðustu árum. Á þeim tíma var sólarkísilframleiðslan sett í sérstakt félag, REC Silicon. Þar sem bandarísk sólarorkuver þurfa nú að finna sér nýja birgja eru sóknarfæri fyrir REC Solar inn á þriðja stærsta markað heimsins með framleiðsluvöru fyrirtækisins. Norska fyrirtækið hefur nú þegar gert samninga við þrjú bandarísk fyrirtæki í ár og er SolarCity þeirra á meðal. Talsmenn REC Solar segja að fleiri samningar séu í pípunum. Á móti kemur að rekstrarhorfur fyrir REC Silicon fara versnandi þar sem fyrirtækið framleiðir sólarkísil í Bandaríkjunum fyrir kínverska viðskiptavini. Hlutfall framleiðslu REC Solar sem seld er til Bandaríkjanna gæti tvöfaldast á næstu árum. Hlutfallið er nú 7% en fyrirtækið gerir ráð fyrir að eftirspurn á þessum markaði muni aukast um 27% á hverju ári fram til ársins 2016. Hættan felst hinsvegar í því að endir verði bundinn á viðskiptastríð- ið. Sú staðreynd að gengi hlutabréfa REC Solar hefur staðið í stað í ár endurspeglar þá hættu. Gengi bréfanna hefur ekki haldið í við vísitöl- una í norsku kauphöllinni. En það mun taka tíma að ná vopnahléi í deil- unni. Á meðan mun pöntunum frá Bandaríkjunum rigna inn, verð á sól- arsellum vestan hafs haldast stöðugt og REC Solar getur endurhlaðið rekstur sinn. LEX Skin milli skúra Hversu neðarlega fer það? Nú þegar verðlag á evrusvæðinu hefur ekki hækkað jafn hægt í fimm ár, eru hagfræðingar farnir að velta því fyr- ir sér hvort um sé að ræða tíma- bundið ástand eða upphaf samdrátt- arskeiðs á japanska vísu á hinu sameiginlega myntsvæði. Samkvæmt tölum framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins hækk- aði verðlag á evrusvæðinu aðeins um 0,3% í ágúst samanborið við sama tíma í fyrra. Verðbólga hefur ekki verið lægri síðan í október 2009 og hefur farið lækkandi undanfarna mánuði, en hún mældist 0,4% í júlí og 0,5% í júní. Verðhjöðnunar gætir nú þegar í sumum hagkerfum evrusvæðisins. Verðbólga á Ítalíu var 0,2% lægri í ágúst en í sama mánuði í fyrra. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1959 sem verðhjöðnunar er vart á Ítalíu. Verðlag fer einnig lækkandi á Grikklandi, Spáni, Portúgal og í Slóveníu. Verðhjöðnunin veldur stjórn- endum Evrópska seðlabankans (ECB) hugarangri. Ekki síst í ljósi þess að fyrir aðeins tveim mánuðum spáði ECB að verðbólga yrði 0,6% að meðaltali frá júlí fram í sept- ember. Fastlega er búist við að ECB lýsi því yfir eftir fund stjórnar bankans í dag, fimmtudag, að gripið verði til aðgerða vegna þróunarinnar. Þær væntingar byggjast meðal annars á því að Mario Draghi, seðla- bankastjóri, lýsti því yfir í síðustu viku að bankinn „myndi beita öllum úrræðum“ til að stemma stigu við verðhjöðnun. Tímabundið ástand? Sumir sérfræðingar telja hins- vegar að þróunin kunni einfaldlega að stafa af tímabundnum ytri að- stæðum. Orkuverð hefur farið lækk- andi vegna of mikils framboðs af olíu og annarri hrávöru og það skýrir að stærstum hluta lækkandi verðlag. Bann rússneskra stjórnvalda við innflutningi á matvöru frá Evrópu- sambandinu hefur einnig stutt við þessa þróun. Kjarnaverðbólga, sem tekur ekki tillit til sveiflukenndra vöruflokka á borð við matvöru og orku, jókst óvænt í ágústmánuði og fór í 0,9%, en var 0,8% í júlí. Hagfræðingar hjá HSBC segja að kjarnaverðbólgan bendi til þess að Draghi geti fært rök fyrir því að verðhjöðnunin sé tímabundin á evrusvæðinu. Aðrir sérfræðingar telja að vænt- ingar fjárfesta og neytenda skipti sköpum í þessu samhengi. Draghi varaði í síðustu viku einnig við þeirri staðreynd að verðbólguvæntingar á evrusvæðinu hafa lækkað að und- anförnu. Helsti mælikvarðinn sýnir nú að verðbólguvæntingar til næstu fimm ára hafa fallið í 1,95% sem er undir 2% markmiði ECB. „Það sem skipir máli núna er að verðbólga er viðvarandi lág. Það hef- ur meiri áhrif á væntingar en þegar fólk gerir ráð fyrir að hún muni sveiflast,“ segir Luigi Speranza, hagfræðingur hjá BNP Paribas. Japanskur áratugur En þýðir þetta að evrusvæðið standi frammi fyrir áratug sem mun einkennast af verðhjöðnun og veik- burða hagvexti, eða „japönsku ástandi“ eins og það er kallað? Hag- fræðingar telja aðstæður á evru- svæðinu nú, samanborið við Japan á sínum tíma, ólíkar í veigamiklum at- riðum. Guillaume Menuet, hagfræð- ingur hjá Citigroup, bendir á að ríki evrusvæðisins hafi áttað sig á mik- ilvægi þess að vera með vel fjár- magnað bankakerfi. Því var ekki að heilsa í Japan og þar af leiðandi ætti evrópska fjármálakerfið að vera bet- ur í stakk búið til að standa af sér áföll. En ástandið er eigi að síður við- kvæmt vegna þess hve verðbólgu- væntingar eru lágar, eins og Sper- anza bendir á. Fjármálakreppan í Asíu seint á tíunda áratugnum varð til þess að japanska hagkerfið fór út af sporinu. Sambærilegt áfall gæti að sama skapi ýtt evrusvæðinu fram af ystu nöf. „Evrópa er ekki á bjarg- brúninni en lítið má út af bregða,“ segir Speranza. „Og ef við bíðum eft- ir áfallinu gæti orðið of seint að grípa til aðgerða.“ Spurningin er hvort ECB muni geta varist lágri verðbólgu upp á eigin spýtur. Þegar Draghi kallaði eftir því í síðustu viku að stjórnvöld á evrusvæðinu gerðu meira til þess að styðja við hagvöxt með auknum ríkisútgjöldum og umbótum í rík- isrekstri, viðurkenndi hann í raun að það væru takmörk fyrir því hvað ECB gæti gert í málinu. Bloomberg-fréttaveitan hafði í þessari viku eftir Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýska- lands, að komið væri á það stig að tæki peningastefnunnar væru hætt að virka. „Ég held að peninga- málastefna ECB hafi ekki verkfærin til þess að takast á við verðhjöðnun.“ En markaðsaðilar eru ósammála. ECB vinnur nú að áætlun um kaup á eignatryggðum skuldabréfum á markaði sem er ígildi magnbund- innar íhlutunar (e. quantitative eas- ing). Stjórn bankans á hins vegar eftir að greiða atkvæði um hvort ráðist verði í aðgerðirnar. Hagfræð- ingar búast við að bankinn muni gefa fyrirheit um að hann hyggist grípa til aðgerða vegna verðhjöðn- unar eftir vaxtaákvörðunarfund sinn. Hvort hann getur gert eitthvað í málinu er önnur saga en sumir sér- fræðingar telja aðgerðaleysi ekki valkost. Löng glíma við verð- hjöðnun í vændum Eftir Alice Ross í Frankfurt Stjórn evrópska seðla- bankans fundar í dag um aðgerðir vegna viðvarandi lágrar verðbólgu og jafn- vel verðhjöðnunar á evru- svæðinu, en óvíst er hvort bankinn ræður við verk- efnið á eigin spýtur. AFP Mario Draghi ræðir við Francois Hollande, forseta Frakklands, fyrr í vikunni en seðlabankastjórinn hefur kallað eftir stuðningi í báráttunni við stöðnun. Af síðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.