Morgunblaðið - 04.09.2014, Page 13

Morgunblaðið - 04.09.2014, Page 13
ESB í máli slóvönsku hjónanna Pere- nic og telur leiða af þeim dómi að við- skiptahættir, sem fela í sér að gefið sé til kynna í lánasamningi að árlegir vextir séu lægri en raunvextir, teljist misvísandi í skilningi 1. mgr. 6. gr. tilskipunar 2005/29/EB um órétt- mæta viðskiptahætti, að svo miklu leyti sem þeir leiði eða líklegt sé að þeir leiði til þess að hinn almenni neytandi taki viðskiptaákvörðun sem hann hefði ekki tekið að öðrum kosti. Málið sem vísað er til varðar kúlu- lán sem slóvensk hjón tóku hjá fyr- irtæki sem ekki var fjármálastofnun en veitti neytendalán á grundvelli staðlaðra samninga. Árleg hlutfalls- tala kostnaðar vegna lánsins, þ.e.a.s. útlagður kostnaður lántakendanna vegna lánsins, var 48,63% samkvæmt samningnum en samkvæmt útreikn- ingum slóvenska dómstólsins sem dæmdi í málinu var hlutfallstalan í raun 58,76%. Hjónin höfðuðu mál fyrir innlendum héraðsdómstól og kröfðust viðurkenningar á því að ýmsir skilmálar samningsins væru ósanngjarnir, auk þess sem þau kröfðust þess að samningurinn yrði lýstur ógildur í heild sinni. Dómstóll ESB taldi m.a. að við- skiptahættir þar sem árleg hlutfalls- tala kostnaðar vegna lánasamnings er sögð lægri en hún raunverulega er væru taldir misvísandi í skilningi 6. gr. tilskipunar nr. 29/2005 um órétt- mæta viðskiptahætti að svo miklu leyti sem þeir leiði eða líklegt sé að þeir leiði til þess að hinn almenni neytandi taki viðskiptaákvörðun sem hann hefði ekki tekið að öðrum kosti. Dómstóllinn sló því föstu að það væri á færi dómstóla aðildarríkjanna að meta hvort svo væri í hverju tilviki. Einnig taldi hann að ef innlendur dómstóll kæmist að þeirri niðurstöðu að tilteknir viðskiptahættir væru óréttmætir, væri það aðeins einn þáttur af mörgum sem innlendur dómstóll þyrfti að hafa í huga við mat á því hvort samningsskilmálar í lána- samningi um útlagðan kostnað neyt- enda væru óréttmætir eða ekki. Því má ætla að íslenskum dóm- stólum yrði gert að meta hvort sú framkvæmd að tiltaka 0% verðbólgu í lánasamningi, en undanskilja verð- bætur væri óréttmæt, t.d. vegna þess að árleg hlutfallstala kostnaðar vegna slíkra lána væri sögð lægri en hún er í raun og veru og að slíkt hefði verið ákvörðunarástæða hjá lántak- andanum. Þá gætu íslenskir dóm- stólar komist að þeirri niðurstöðu að tiltekinn samningsskilmáli væri óréttmætur, án þess að slíkt hefði áhrif á matið um gildi eða ógildi samningsins í heild. Morgunblaðið/Golli MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 13SJÓNARHÓLL Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.re.is VIÐ SKUTLUM ÞÉR! Alltaf laus sæti Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum Hagkvæmur kostur Alltaf ferðir Ferðatími u.þ.b. 45 mínútur Umhverfisvænt*Miðast við að keyptur sé miði fram og tilbaka á : 3.500 kr. 1.750 kr.* FYRIR AÐEINS Kauptu miða núna á www.flugrutan.is Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. OR EX PO • w w w .e xp o. is BÓKIN Viðskiptablaðamaðurinn Martin Wolf, aðstoðarritstjóri Financial Tim- es, er maður sem veit sínu viti um fjármál. Ætti því ekki að koma á óvart að glæný bók hans um alþjóðlega fjár- málahrunið hefur vakið töluverða at- hygli, og þykir merkileg viðbót við þá röð verka sem reynt hafa að skýra hvaða öfl voru að verkum þegar fjár- málakerfi heimsins riðaði næstum til falls á árunum 2007-2008. Titill bókarinnar er The Shifts and the Shocks: What we’ve learned – and have still to learn – from the financial crisis og kemur út í dag, fimmtudag. Gagnrýnendur hafa þó löngu kom- ið höndum á eintök af bókinni og eru almennt hrifnir af verkinu. Ekki ómerkilegri maður en Nób- elsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz skrifaði lofsverða umsögn um bókina í FT í síðustu viku. Bendir hann m.a. á að bókin sé ólík fyrri verkum um sama efni í því hvernig hún greinir hvers vegna gengur eins hægt og raun ber vitni að hressa hagkerfi þjóða heims al- mennilega við. Kaupmáttur launa á Vesturlöndum bif- ast varla, atvinnu- leysi er mikið í Evr- ópu og sérstakt áhyggjuefni gríð- armikið atvinnuleysi meðal ungmenna á Spáni og í Grikk- landi. Er ekki seinna vænna að skilja hvar hnífurinn stendur í kúnni. Lesendur Við- skiptaMoggans hafa eflaust skiptar skoðanir á Stiglitz og vilja taka því sem frá honum kemur með fyrirvara, en nóbelsverðlaunahafinn er þó merkilega gagnrýninn á þá nið- urstöðu Wolf að mikið liggi á að stokka upp fjármálakerfið og koma sem sterkustum böndum á bankana. Stiglitz myndi vilja ganga enn lengra en það, vitaskuld. ai@mbl.is Martin Wolf kafar ofan í kreppuna Fyrir EFTA-dómstólnum er nú rekið áhugavertmál Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) áhendur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Málið snýst um ákvörðun norskra stjórnvalda um að skylda áskriftarstöðvar til þess að sýna alla leikina á heims- meistarakeppninni í knattspyrnu í opinni dagskrá. Ákvörðunin var rökstudd með vísan til þess að keppnin væri svo mikilvægur viðburður fyrir norskt samfélag að nauðsynlegt væri að hafa leikina í opinni dagskrá. FIFA taldi sig ekki geta unað þessari reglusetningu enda hefðu reglurnar neikvæð áhrif á sölu FIFA á rétti til að sjónvarpa íþróttaviðburðum. Ákvörðun norskra stjórnvalda byggist á tilskipun ESB nr. 2010/13/ESB en hún mælir fyrir um reglur sem skulu gilda fyrir aðila sem reka sjónvarpsstöðvar innan ESB. Í 14. gr. tilskipunarinnar segir: „Hvert að- ildarríki um sig getur gert ráðstaf- anir í samræmi við lög [ESB] til að tryggja að sjónvarpsrekendur, sem heyra undir lögsögu þess, sendi ekki út í lokaðri dagskrá frá við- burðum sem það aðildarríki telur hafa verulega þýðingu fyrir þegn- ana og komi þannig í veg fyrir að stór hluti almennings í því aðild- arríki hafi möguleika á að fylgjast með slíkum viðburðum í beinni út- sendingu, eða seinkaðri útsendingu, í opinni sjónvarpsdagskrá.“ Samkvæmt þessu ákvæði geta aðildarríki ESB (og EFTA ríkin, þ.m.t. Ísland) ákveðið að tilteknir íþróttaviðburðir hafi svo mikla almenna þýðingu að hyggist sjónvarpsstöð sýna vissa íþrótta- kappleiki geti hún ekki lokað útsendingu sinni og haft hana einungis aðgengilega fyrir áskrifendur. Líkt og fyrr greinir ákvað Noregur að nýta sér þessa heimild og boðaði með fyrirvara að reglugerð yrði sett þar sem tiltekið yrði að lokakeppni heimsmeistarakeppninnar í fótbolta hefði svo mikla þýðingu fyrir norskt samfélag að sýna bæri hana í opinni dagskrá. Vegna aðildar EFTA-ríkjanna að EES-samningnum ber þeim, þ.m.t. Íslandi, að breyta landslögum sínum þannig að þau uppfylli ákvæði umræddrar tilskipunar. Ekki verður séð að ákvæði hennar hafi að öllu leyti verið tekin upp í íslenskan rétt, en í því frumvarpi sem síðar varð að lögum um fjölmiðla nr. 38/2011 segir að frumvarpið uppfylli „lágmarkskröfur“ sem tilskipunin geri til EFTA-ríkjanna. Svo virðist sem íslensk stjórn- völd hafi einungis innleitt grundvallarákvæði tilskip- unarinnar en ekki önnur sem þeim var heimilt að inn- leiða. Af lestri laga nr. 38/2011 um fjölmiðla er því ljóst að íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að ganga skemur heldur en ákvæði 14. gr. tilskipunarinnar mælir fyrir um. Í 65. gr. laganna, sem breytti höfundalögum nr. 73/1972, segir: „Nú sendir útvarpsstöð er nýtur verndar sam- kvæmt lögum þessum út viðburð, sem vekur mikinn áhuga á meðal almennings, á grundvelli samnings um einkarétt til útsendingar og er þá […] annarri útvarps- stöð sem hefur staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu heimilt að senda út stutt myndskeið að eigin vali frá viðkomandi viðburði. Heimild þessi nær þó eingöngu til útsend- ingar slíkra myndskeiða í al- mennum fréttaþáttum …“. Af framansögðu leiðir að ís- lenskum stjórnvöldum er sam- kvæmt núgildandi lögum léð mun minna svigrúm en mælt er fyrir um í 14. gr. tilskipunarinnar. Miðað við núgildandi regluverk er því fjölmiðli heimilt að tak- marka sjónvarpsútsendingar af íþróttaviðburðum ef hann hefur einkarétt til þess að sýna af við- burðinum en aðrir fjölmiðlar hafa einungis heimild til að senda út stutt myndskeið í almennum fréttaþáttum. Aftur á móti er ekkert því til fyrirstöðu að ganga lengra og lögfesta heimild 14. gr. tilskipunarinnar og mæla þar með fyrir um heimild til handa stjórnvöldum til að skylda fjölmiðla til að sýna frá íþróttaviðburðum í opinni dagskrá sem hafa almenna samfélagslega þýð- ingu. Skynsamlegt væri þó að bíða eftir niðurstöðu EFTA-dómstólsins áður en slíkt yrði gert þar sem ein- ungis eftir birtingu dómsins verður ljóst hvort ákvörð- un norskra stjórnvalda sé í samræmi við EES-rétt. Miðað við dómafordæmi Evrópudómstólsins í sambæri- legum málum, sem UEFA og FIFA hafa höfðað fyrir þeim dómstóli, eru líkur á því að FIFA tapi máli sínu fyrir EFTA-dómstólnum. Mál FIFA fyrir EFTA-dómstólnum LÖGFRÆÐI Finnur Magnússon, lögmaður á JURIS lögmannsstofu og aðjunkt við lagadeild Háskóla Íslands. ” Vegna aðildar EFTA- ríkjanna að EES- samningnum ber þeim, þ.m.t. Íslandi, að breyta landslögum sínum þannig að þau uppfylli ákvæði um- ræddrar tilskipunar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.