Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014FÓLK CoreData - Stjórnarvefgátt Stjórnarvefgáttin heldur utan um stjórnarfundi og öll tilheyrandi fundargögn í öruggu umhverfi. Dæmi um kosti CoreData stjórnarvefgáttar ✔ Öll fundargögn á einum stað ✔ Öflug leit í öllum gögnum stjórnarfunda ✔ Ekki þarf að senda gögn í tölvupósti eða á pappír ✔ Hægt að tengjast frá öllum tegundum spjaldtölva og snjallsíma ✔ Auðveldar samstarf stjórnarmanna víðsvegar um heiminn ✔ Yfirlit yfir ábyrgðaraðila og framgang verkefna ✔ Möguleiki á að nota rafræn skilríki til innskráningar og undirritun skjala Hafðu samband S. 553 1000 • azazo@azazo.is • www.azazo.is Íslensk-ameríska viðskiptaráðið stóð fyrir morgunverðarfundi um land- vinninga íslenskra frumkvöðlafyrirtækja vestanhafs. Nokkrir af helstu sérfræðingum okkar í upplýsingatækni deildu reynslu sinni af því hvernig er að reka fyrirtæki í Bandaríkjunum og svöruðu því meðal annars hvers vegna þeir hefðu ákveðið að stunda rekstur í vesturheimi. Fundur Ís-Am Frumkvöðlar í vesturheimi Morgunblaðið/Golli MORGUNFUNDUR SPROTAR Jafnframt því sem mikil gróska hefur verið í íslensku frumkvöðlastarfi á undanförnum árum hefur það líka gerst að mörg efnilegustu sprotafyr- irtækin – og einnig eldri og rótgrónari fyrirtæki – hafa ýmist fært starfsemi sína úr landi, eða hefja reksturinn er- lendis frekar en innanlands. Í há- tæknigeiranum hefur straumurinn einkum legið vestur um haf, til Banda- ríkjanna og Kanada. Amerísk-íslenska viðskiptaráðið hélt morgunverðarfund á miðvikudag þar sem þessi mál voru rædd, og rýnt í muninn á að reka fyrirtæki á Íslandi annars vegar og í Bandaríkjunum hins vegar. Meðal ræðumanna var Halldor Jörgensson framkvæmdastjóri við- skiptaþróunar og sölu hjá App Dyna- mic; fjögurra ára gömlu fyrirtæki sem Halldór segir vera í þeim sporum, eins og svo mörg önnur, að neyðast fljót- lega til að taka erfiðar ákvarðanir um flutning úr landi. Helsta vara App Dynamic er snjall- tækjaforritið Air Server sem nota má til að „spegla“ það efni sem fólk er að skoða á símtækjum, spjaldtölvum og fartölvum yfir á t.d. sjónvarpsskjái. Hefur forritið m.a. reynst mjög vel í skólastofum þar sem nemendur og kennarar geta á auðveldan hátt deilt með öllum bekknum efni og upplýs- ingum sem þau eru að skoða í snjall- tækinu sínu. Í dag hafa nærri 1,5 millj- ónir eintaka af hugbúnaðinum verið seldar í gegnum forritaverslun Apple. Höfuðstöðvar App Dynamic eru í Turninum í Kópavogi en nýlega var þjónustu-armurinn fluttur til Kali- forníu. Skortur á fólki Spurður um stærstu hindranirnar sem fylgja því að standa í rekstri af þessu tagi á Íslandi nefnir Halldór fyrst mannekluna: „Fyrir tæknifyr- irtæki er aðgangur að góðu fólki einn mikilvægasti þátturinn. Við erum að vinna með vörur sem kalla á mikla og sérhæfða þekkingu sem ekki er á hverju strái og í smáu þjóðfélagi fáir sem koma til greina í lausar stöður.“ Halldór segir hægt að leita starfs- manna erlendis, en almennt vilji fólk helst vinna þar sem það er, og fáir séu reiðubúnir til að flytja alla leið norður til Íslands. „Við bætist að flókið og tímafrekt getur verið að fá atvinnuleyfi fyrir viljuga umsækjendur frá löndum utan ESB.“ Hann segir að mögulega mætti vinna bug á þessum vanda bæði með því að einfalda og auðvelda reglur og leyfi er snúa að ráðningu starfsfólks erlendis frá, og jafnvel líka bjóða hæfi- leikafólki upp á freistandi skattfríðindi. „Í löndum á borð við Danmörku hefur t.d. verið reynt að laða að þessa eft- irsóknarverðu starfskrafta með rífleg- um afslætti af tekjuskatti fyrstu árin í landinu.“ Halldór nefnir fleiri atriði, stór og smá. Þannig getur verið snúið að selja til neytenda á hinum sterka banda- ríska markaði, þegar seljandinn er staðsettur á Íslandi. „Stórir söluaðilar á borð við Amazon og Google styðja t.d. ekki við útgreiðslur á sölum til Ís- lands, og ef selja á beint til notandans eru sumir með greiðslukortin sín þannig stillt að ekki er hægt að nota þau til að greiða til seljenda utan Bandaríkjanna.“ Einnig getur fjarlægðin frá virkustu hátæknikjörnum verið hindrun. „Við erum að þróa hugbúnað sem byggist á eiginleikum og getu nýrra raftækja og þurfum að ganga úr skugga um að for- ritin okkar virki sem skyldi með t.d. nýjustu sjónvarpstækjunum. Að panta slík tæki til landsins er hægara sagt en gert, og ef þau eru t.d. ekki með CE vottun má búast við því að þeim verði annað hvort snúið við í tollinum eða fargað.“ Listinn gæti orðið enn lengri, og nefnir Halldór m.a. áhrif gjaldeyr- ishaftanna, veikburða fjárfestaum- hverfi og ýmsar skattalegar hindranir sem aðrar þjóðir hafa losað sig við. „Segja má að umgjörðin utan um ný- sköpun og rekstur sé öll gerð með sjávarútveg og stóriðju í huga og henti ekki vel fyrirtækjum sem fást við að smíða hugverk,“ útskýrir hann. Stíga í vænginn við sprotana Ekki nóg með að margt gæti verið betra í rekstrarumhverfi íslenskra sprotafyrirtækja, heldur eru mörg lönd að sækjast eftir því með virkum hætti að fá efnileg fyrirtækin til sín. Halldór nefnir Kanada og Bretland sem dæmi um lönd sem láta ekki duga að skapa fyrirtækjum lifvænleg rekstrarskilyrði heldur beinlínis stiga í vænginn við sprotafyrirtæki í há- tæknigeiranum. „Án þess að leita eftir því höfum við fengið að hlusta á fjórar kynningar á mörgum kostum landa sem vilja fá okkur til sín, og okkur ver- ið gerð kostaboð til að gera flutningana enn meira freistandi.“ ai@mbl.is Morgunblaðið/Þórður Haldór segir App Dynamic hafa fengið freistandi tilboð frá ýmsum löndum. Tilneydd að fara úr landi Önnur lönd leggja nánast út rauða dregilinn fyrir íslensk tæknifyrirtæki og margt heimafyrir ýtir fyrirtækjunum burtu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.