Morgunblaðið - 25.09.2014, Page 2

Morgunblaðið - 25.09.2014, Page 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ Sjávarklasinn segir ákveðnar auðlindir, s.s. túnfiskinn, vannýttar. 6 25.09.2014 Útgefandi Árvakur Umsjón Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Auglýsingar Sigríður Hvönn Karlsdóttir sigridurh@mbl.is Forsíðumyndina tók Árni Sæberg um borð í Vigra RE-71. Prentun Landsprent ehf. Nákvæmar vogir og skynjarar frá Eltak auka verðmætin. 18 Securitas býður upp á öryggislausnir fyrir sjómenn. 10 Landvélar hanna og smíða hátæknibúnað fyrir útveginn. 21 Það er ávallt ástæða fyrir Íslendinga til að hampa sjávarútveginum og sérstaklega er gaman í greininni þegar sjávarútvegssýningin er haldin. Þá koma aðilar frá öllum hliðum sjávarútvegs saman, sýna sig og sjá aðra um leið og allt mögulegt sem lýtur að sjósókn er kynnt fyrir þeim sem á vettvangnum starfa. Veiðarfæri, vinnslutækni, öryggi og fjar- skipti eru aðeins brot af því sem getur að líta og því eftirvæntingin mikil. Í þessu blaði er rætt við ýmsa aðila og reynt að snerta á sem flestum flötum á fjöreggi þjóðarinnar og fjársjóðskistu, miðunum sem hafa séð þjóðinni fyrir lífsbjörg frá því land byggðist. Sem fyrr er ekki full sátt um framvindu mála, en öll hljótum við að geta fylkt liði um það sjónarmið að hlúa verði að auðlindinni um leið og hámörkun verð- mætasköpunar úr afurðum er höfð að leiðarljósi. Sem fyrr gildir að föðurland vort hálft er hafið og því megum við aldrei gleyma. Verði sjávarútvegssýningin – sem og fiskveiðiárið framundan – sjósókn- urum sem og landsmönnum öllum happasæl og heilladrjúg. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nú stendur mikið til Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.