Morgunblaðið - 25.09.2014, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ | 11
er frá bandaríska framleiðand-
anum Fireaway. Eldur þarf
þrennt til að lifa; súrefni, hita og
eldsneyti, og Stat-X inniheldur
háþróaða efnaformúlu sem rýfur
brunaferlið og tekur þannig elds-
matinn frá eldinum, hratt og
örugglega.“
Í skipum yfir 24 metrum að
stærð eru tveir valmöguleikar al-
gengastir. „Annars vegar erum við
með slökkvikerfi sem kallast
Sapphire og er framleitt hjá Tyco.
Sapphire-kerfin nota slökkvimið-
ilinn Novec 1230 frá 3M. Novec er
merkilegt efni sem hefur þann
eiginleika að draga í sig hitann. Ef
Novec er haft í glasi á borði með
logandi kerti, og vökvanum hellt í
annað glas, þá slokknar á kertinu.
Sett er röralögn í skipið sem leiðir
úðaefnið beint á þá staði þar sem
þeirra er þörf, s.s. vélarrýmið,
skorstein og tengd rými,“ útskýrir
Jóhann.
„Einnig er hægt að nota loft-
blönduna Inergen sem dregur nið-
ur súrefnisgildið í rýminu nógu
mikið til að eldurinn kafni, en ekki
svo mjög að við mannfólkið getum
ekki athafnað okkur. Securitas
býður upp á Inergen-slökkvikerfi
frá Fire Eater í Danmörku.“
Sömu efni og í listasöfnum
Öll eru þessi efni hér að ofan
skaðlaus mönnum, lífríki og
tækjabúnaði. Segir Jóhann að ef
kerfið hefur farið af stað, hvort
heldur til að slökkva eld eða fyrir
misgáning, þurfi ekki að gera sér-
stakar ráðstafanir vegna útloft-
unar miðlanna. „Það er helst að
smávegis duft geti komið úr Stat-
X-kerfinu og þess vegna er það
aðeins notað í minni skipum ef ske
kynni að duftið gæti mögulega
byrgt mönnum sýn í stærri vél-
arrýmum og orðið til þess að þeir
kannski hrösuðu eða rækju höf-
uðið í.“
Sams konar efni eru notuð í
slökkvikerfum listasafna og tölvu-
sala en eins og lesendur geta ef-
laust getið sér til um er þar gerð
mikil krafa um skjótar eldvarnir
sem skemma ekki viðkvæm mál-
verk, styttur og tölvubúnað.
Ekki má svo gleyma litlu
slökkvitækjunum sem hafa þarf
innan seilingar hér og hvar um
borð. „Ekki dugar að nota hvaða
slökkvitæki sem er um borð í
skipum, þau verða að þola velting
og erfiðar aðstæður. Við seljum
þýsk tæki frá Gloria sem eru leið-
andi í smíði slökkvitækja fyrir
skip.“
ai@mbl.is
Öruggt Hylki með Novec á sínum stað.
Varnir Inergen hylki í röð. Inergen lækkar súrefnismagnið til að kæfa eldinn.
Úði Stat-X slökkvibúnaður tilbúinn til
skjótrar notkunar í vélarými báts.