Morgunblaðið - 25.09.2014, Síða 17

Morgunblaðið - 25.09.2014, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ | 17 www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is Velkominn til okkar í bás D-20 á Sjávarútvegssýningunni í Smáranum, 25. - 27. sept. 2014 M eð tækniframförum hafa samskipti úti á sjó tekið miklum breytingum á undanförnum árum, og mætti jafnvel tala um byltingu. Jóhannes Þormóðs- son hjá Mariconnect minnir á hvað það þótti stórt skref á sínum tíma þegar skip gátu verið í rauntíma-talsambandi við útgerðir og ættingja í landi. Næst kom internetið um borð, og í gegn- um gervihnetti hægt að vera í stöðugu sam- bandi við útgerðarfélög og markaði, nú eða ein- faldlega kíkja á nýjustu fréttirnar á Mbl.is og halda sambandi við vini og ættingja á Facebook. Jóhannes er einn stjórnenda MariConnect en fyrirtækið sérhæfir sig í netsamskiptalausnum fyrir skip. Fyrirtækið var stofnað í árslok 2010 og eru starfsmenn í dag sjö talsins, til viðbótar við ýmsa verktaka. Skip víða um heim eru tengd við netið í gegnum búnað MariConnect, s.s. skip að veiðum í Asíu, við strendur Afríku og vita- skuld skip á íslenska landgrunninu. MariCon- nect er útflutningsfyrirtæki því um 80% af við- skiptavinum fyrirtækisins eru erlend skip og útgerðir. Facebook í káetunni Að sögn Jóhannesar heldur gervihnatta- og móttakaratæknin stöðugt áfram að þróast og batna svo að tengingin úti á sjó verður æ full- komnari og hraðari. Venjuleg fiskiskip velja þó alla jafna lausnir sem eru miðlungshraðar og miðlungsgagnamagnsfrekar, enda kostar gervi- hnattatengingin enn töluvert meira en netteng- ing í landi. „Það yrði fljótt nokkuð dýrt að skoða myndbönd á YouTube allan daginn inni í káetu. Um borð í stærri skipum er oft hafður sá háttur á að komið er fyrir „heitum reitum“ á hvíld- arsvæðum áhafnarinnar og þar hefur hver not- andi ákveðinn notkunarkvóta. Við sjáum skip- verja nota hvort heldur sem er fartölvur, spjaldtölvur eða snjallsíma til að tengjast netinu meðan þeir eru úti á sjó.“ Ekki ætti að koma á óvart hversu miklu net- tengingin skiptir fyrir lífsgæði fólksins um borð. Erum við í dag öll orðin svo vön því að geta fylgst með fréttum utan úr heimi eða verið í beinu sambandi við ástvini yfir samfélagsmiðla eða fjarskiptaforrit eins og Skype. Jóhannes segir að með nettengingu um borð séu sjómenn ekki lengur eins einangraðir frá fólkinu í landi á meðan á veiðitúrnum stendur og netið veiti þeim um leið vel metna afþreyingu þegar róleg stund gefst. Verðmætar upplýsingar En nettengingin skapar líka áhugaverða nýja möguleika í rekstri skipsins. Jóhannes segir stóran hluta af starfsemi MariConnect felast í uppsetningu og sölu kerfa sem með sjálfvirkum hætti safna og miðla rekstrarupplýsingum úr skipinu. „Vöruna köllum við MariMonitor og er um að ræða hugbúnað og vélbúnað sem tengist öllum helstu kerfum skipsins og vaktar t.d. framleiðslutölur, eldsneytisnotkun og raf- magnsframleiðslu. Þessum gögnum er miðlað jafnóðum yfir nettenginguna og þeim safnað á netþjónum okkar. Þýðir þetta t.d. að stjórn- endur útgerðarfélaga í landi geta séð mjög skýrt og greinilega hvað er að gerast um borð í hverju skipi í flotanum. Frá einu augnabliki til annars er m.a. hægt að skoða farmtölurnar og reikna út hvernig má t.d. fylla upp í stórar pant- anir á tilteknum tegundum, eða gera viðeigandi ráðstafanir í vinnslu og sölu löngu áður en skip er komið að bryggju.“ Gögnin eru aðgengileg í skýinu og vistuð með öruggum hætti. „Útgerðin þarf því ekki að standa í rekstri eigin netþjóna og tölvustæða til að safna þessum gögnum,“ útskýrir Jóhannes. ai@mbl.is Gögnin beint í land með sjálfvirkum hætti Morgunblaðið/Ómar Yfirsýn Jóhannes Þormóðsson segir MariMonitor miðla upplýsingum jafn- óðum. „Þýðir þetta t.d. að stjórnendur útgerðarfélaga í landi geta séð mjög skýrt og greinilega hvað er að gerast um borð í hverju skipi í flotanum.“ Með því að tengja skip við internetið gegnum gervihnött er ekki bara hægt að auka lífsgæði sjómannanna um borð heldur miðla í rauntíma upplýsingum um afla og rekstur skipsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.