Morgunblaðið - 25.09.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.09.2014, Blaðsíða 18
18 | MORGUNBLAÐIÐ O ft tökum við sem sjálfsagða þá hluti sem mestu skipta og erfiðast væri að vera án. Er þannig öruggt að fáir hafa leitt hugann að því hvern- ig vogir af ýmsu tagi koma mikið við sögu í sjávarútvegi, og hve miklu það skiptir fyrir atvinnu- greinina að geta stólað á sterk- byggðar, nákvæmar, hraðvirkar og endingargóðar vogir. Jónas Á. Ágústsson er fram- kvæmdastjóri Eltaks (www.el- tak.is) en fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og viðhaldi voga fyrir bæði sjávarútveg og aðrar atvinnugrein- ar. „Við bendum stundum á að við höfum lausnir allt frá hárnákvæm- um rannsóknarvogum til að vigta eitt fiskseiði í fiskeldisstöð yfir í risavaxnar bílavogir sem vigta flutningabila og tugi tonna af fiski í heilu lagi,“ segir hann. Eltak er rösklega tuttugu ára gamalt fyrirtæki og hefur umboð fyrir vogir frá framleiðendum á borð við Marel og Póls, AND og Avery Berkel. Einnig selur Eltak vörupökkunarbúnað frá Soco, lyfti- tæki frá Trans Lyft, og ýmsan búnað annan, s.s. tæki frá Loma til að leita að málmi og aðskotahlutum í matvælapakkningum. Íslenskt hugvit um borð Meðal annars skaffar Eltak vogir til nota um borð í skipum. Segir Jónas að íslenskir hugvitsmenn hafi á sínum tíma verið fyrstir í heiminum til að leysa það vanda- mál að ná nákvæmri þyngdarmæl- ingu með vog úti á sjó. „Það var um miðjan 9. áratuginn að Marel og Póls fundu upp nýja tegund af vog til nota um borð í skipum. Vandinn úti á hafi er vitaskuld að eftir því sem skipið hreyfist á öld- unum eru eðliskraftar að völdum sem láta allt sem sett er á vog létt- ast eða þyngjast á víxl,“ útskýrir hann. „Þetta vandamál var leyst á ein- faldan en hugvitssamlegan hátt. Samanstendur vogin af tveimur kraftnemum, þar sem annar nemur það sem sett er á vogina, og hinn neminn er tengdur lóði sem hreyf- ist í takt við þá krafta sem öldu- gangurinn leggur á allt sem er um borð í skipinu. Á hverju augnabliki veit hugbúnaðurinn í voginni hvort lóðið er að léttast eða þyngjast og tölvukubburinn reiknar á augabragði út rétta þyngd með því að draga áhrif lóðsins frá heildarþyngdinni.“ Stöðugar framfarir eiga sér stað í smíði og hönnun voga. Segir Jónas að þróunin und- anfarna áratugi hafi m.a. miðað að því að gera vogir betur varðar gegn vatni og óhreinindum sem einkenna sjávarútveg, jafnt í landi sem á sjó. „Vatn og rafmagn fer ekki vel saman og þurfa vog- irnar því að vera mjög vandlega vatnsvarðar, en líka rykvarðar og gerðar úr ryðfríu stáli.“ Vogir á öllum stigum vinnslu Vogirnar eru iðulega hluti af stærri kerfum og t.d. notaðar til að flokka hráefni og raða í pakkn- ingar með sjálfvirkum hætti. Raf- eindavogirnar í dag sýna ná- kvæma þyngd á broti úr sekúndu og geta verið hluti af stærra færibandi þar sem armar eða lofttúður beina vörunni á tiltekna staði eftir þyngd og eig- inleikum. „Vogirnar verða ekki aðeins hraðvirkari heldur einnig sparneyt- nari á orku. Ein nýjasta viðbótin við vöruúrval okkar er vog sem hægt er að hafa í stöðugri notkun í 4.500 klst. með aðeins einu rafhlöðusetti sem orkugjafa. Það eru 2,5 ár af órofinni notkun.“ Æ fullkomnari vogir þýða að ný- ir möguleikar hafa skapast í allri vinnslu sjávarafurða. „Á Íslandi sjáum við þessa þróun m.a. birtast í mun betri nýtingu á fiskinum. Áð- ur fyrr var fiskurinn máski vigt- aður við löndun og svo aftur að lokinni verkun og pökkun, en í dag er hægt að vigta fiskinn og allan afskurð í hverju einasta skrefi í öllu vinnsluferlinu. Áður þurftu framleiðendur að giska á þessar stærðir en í dag hafa þeir ná- kvæmar upplýsingar um nýtingu hráefnisins og hvert gramm sem tekst að spara þar skilar sér í bein- hörðum peningum í kassann.“ Ekkert sleppur framhjá Sú nýja tækni sem Jónas er hvað spenntastur fyrir eru skynjarar sem nota annars vegar útvarps- bylgjur og hins vegar röntgen- geisla til að finna mögulega að- skotahluti í matvöru þegar hún er komin í neytendapakkningar. Er um að ræða mikilvægan örygg- isþátt og orðið algengt að stærri seljendur geri skýlausa kröfu til matvælaframleiðenda um að vörur þeirra séu skimaðar með þessum hætti. Jónas segir alltaf einhverja hættu á að t.d. plastagnir eða glerbrot úr umbúðum, málmflísar úr vinnsluvélum, eða einfaldlega stöku bein, rati í neytendapakkningar. Útvarpsbylgjutækin greina málmhluti en röntgen- geislatækin greina aðskota- hluti af hvaða toga sem er. „Röntgenmyndavélin tek- ur þrívíddarmynd af vörunni og er búin að læra að greina hvort þar er aðskotahlutur. Ef eitthvað er ekki eins og það á að vera sendir vélin skilaboð til sjálf- virks arms eða blásara sem fjarlægir viðkom- andi pakkningu af færi- bandinu.“ Örugg og skaðlaus skimun Þessi tækni er full- komlega skaðlaus og hefur engin áhrif á matvælin. Öll matvæli sem finna má úti í búð í dag og koma frá stórum alþjóð- legum framleið- endum hafa mjög lík- lega verið skimuð með þessum hætti. „Það sem meira er; tækið getur t.d. talið hversu margar kex- kökur eru í pakkningu eða hve margar sardínur í dós. Ef það gerist óvart að sardínurnar eru 9 en ekki 10 þá er hægt að taka umrædda pakkningu úr umferð og tryggja að neytandinn fái alltaf það magn sem honum hefur verið lof- að.“ Að sögn Jónasar eru þessi skim- unartæki ekki svo dýr, borið sam- an við önnur tæki í sjálfvirkum vinnsluferlum. Er búnaðurinn líka þannig frágenginn að öll umgengni er einföld og örugg. „Röntgen- geislinn er afmarkaður við mjög smátt svæði djúpt inni í vélinni. Ef einhver skyldi reyna að stinga t.d. hendinni inn í tækið þá slekkur véin sjálfkrafa á sér á augabragði.“ ai@mbl.is Geisli finnur aðskotahluti á augabragði Morgunblaðið/Golli Kröfur „Vatn og rafmagn fer ekki vel saman og þurfa vogirnar því að vera mjög vandlega vatnsvarðar, en líka rykvarðar og gerðar úr ryðfríu stáli,“ segir Jónas (t.h.). Með á myndinni er Hilmar Sigurgíslason. Hátækni Röntgen-tækið sér í gegnum öll efni og getur greint innihald pakkninga af nákvmni. Vogir verða æ fullkomn- ari, endingarbetri og sparneytnari á orku. Skynjarar sem nota útvarpsbylgjur eða röntgengeisla finna aðskotahluti í neytenda- pakkningum og auka ör- yggi matvæla til muna. Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.