Morgunblaðið - 25.09.2014, Side 19

Morgunblaðið - 25.09.2014, Side 19
Þ að fylgir sjómennskunni, sem betur fer, að rólegar stundir gefast inni á milli vinnutarna. Þegar búið er að ganga frá flökunarhnífnum og hönskunum þarf að finna eitthvað skemmtilegt að gera til að drepa tímann. Hér eru nokkrar hugmyndir að skemmtilegum græjum, lesefni og efnum til listsköpunar sem má kannski setja í sjópokann til að gera vistina um borð ánægjulegri. Fables-teiknimyndasögurnar Þessar mergjuðu teiknimynda- sögur litu fyrst dagsins ljós árið 2002 og þykja með því besta sem sést hefur í teiknimyndasögu- heiminum upp á síðkastið. Þeir sem lágu yfir Sval og Val, Andr- ési önd og Ástrík á sínum yngri árum ættu að hafa gaman af þessum fullorðinslegu og spennandi sögum. Segja bækurnar frá kunn- uglegum persónum úr heimi þjóð- sagna og bókmennta, sem flúðu til mannheima þegar ill öfl tóku yfir heim töfra og huldufólks. Sjómenn þurfa samt ekki að hafa áhyggjur af að söguþráðurinn sé barnalegur, þó að þar séu persónur á borð við Mjallhvít, Rauðhettu og Þyrnirós í aðalhlutverki. Hetjurnar eru nefni- lega löngu vaxnar úr grasi og kalla ekki allt ömmu sína. Fyrir næsta túr er ekki úr vegi að kíkja í nördabúðina Nexus og kaupa nokkur eintök af Fables. Spjaldtölva full af kvikmyndum og þáttum Plássið er oft af skornum skammti í káetunni og spjaldtölvur því hent- ugar úti á sjó. Hvað er betra en að slappa af uppi í koju og horfa á has- þáttaraðir af Seinfeld á leiðinni í land, eða rifja upp kynnin við James Bond? Allt þetta og meira til ætti að geta komist fyrir á harða diskinum. Snjallsími með hljóðbókum Góður snjallsími er hið mesta þarfa- þing, sérstaklega ef búið er að hlaða inn á símann skemmtilegum for- ritum og upptökum. Auðvitað má ekki vanta nokkra skemmtilega leiki til að grípa í þegar svo ber undir, en menning- arlega hneigðir sjómenn ættu líka að koma sér upp góðu safni hljóðbóka á símanum. Þegar verið er að stafla kössunum og snyrta flökin er tilvalið að hlusta á heims- bókmenntirnar og koma í land með skipið fullt af fiski og hausinn fullan af háfleygum bóka- texta. Er t.d. óhætt að mæla með vefnum Librivox og samnefndu forriti í app- verslun Apple. Er þar hægt að hlaða niður ókeypis útgáfum af hljóð- bókum sem flinkir sjálfboðaliðar hafa lesið og tekið upp. Hvað um að melta djúpar pælingarnar í Walden eða færast í huganum til Suðurríkj- anna í sögunni um Kofa Tómasar frænda? Stílabók, pensill og strigi Það er ekki alltaf nóg að meðtaka listir og afþreyingu. Stundum er skemmtilegast að skapa. Ef stílabók er við höndina er hægt að hripa niður eins og eitt fal- legt ljóð handa ástinni sem bíður heima, eða máski skissa upp sum- arbústaðinn sem gaman væri að byggja við tækifæri. Svo dugar stílabókin líka til að halda utan um góðar hugmyndir og minnislista yfir það sem gera þarf næst þegar bát- urinn leggst að bryggju. Þeir listfengustu gerast svo djarfir að taka striga, pensla og nokkrar túbur af málningu um borð. Hver veit nema útkoman verði hið fegursta listaverk sem selja má á næstu tombólu kven- félagsins, eða gefa mömmu gömlu til að hafa sem stofustáss. ai@mbl.is Til að létta lífið um borð armynd í tölvunni eða skemmtilega sjónvarpsþætti. Er ekki upplagt að reyna að komast í gegnum nokkrar MORGUNBLAÐIÐ | 19 VELKOMIN TIL OKKAR Í BÁS C40 PI PA R \ TB W A • SÍ A • 14 32 69 Olís hefur í áratugi sérhæft sig í vönduðum rekstrarvörum og öðrum búnaði fyrir sjávarútveginn. Í fyrra opnuðum við dótturfyrirtækið Rekstrarland utan um þessa starfsemi, en fyrirtækið sinnir margvíslegum þörfum atvinnulífs og heimila. Við bjóðum gesti sjávarútvegssýningar velkomna um borð í sameiginlegan bás Olís og Rekstrarlands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.