Morgunblaðið - 25.09.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.09.2014, Blaðsíða 20
20 | MORGUNBLAÐIÐ S aga Olís og íslensks sjávar- útvegs hefur verið sam- tvinnuð alla tíð. Þessi rót- grónu tengsl urðu enn sterkari þegar Olís eignaðist á sín- um tíma útgerðarvörudeid Ell- ingsen. Rekur olíufélagið því í dag stönduga deild sem selur ýmsa vöru fyrir sjávarútveg, allt frá rekstrarvöru og öryggisbúnaði yfir í yfir í veiðarfæri. Dagbjartur Þórðarson er annar tveggja sölumanna útgerð- arvörudeildar. Hann segir deildina rekna með sjálfstæðum hætti og ekki um að ræða samslátt milli olíu- sölu annars vegar og útgerðarvara hins vegar. „Mikilvægustu söluvör- urnar eru trollnet, togvírar og vinnsluvírar af ýmsum stærðum og gerðum og þjónustum við bæði netaverkstæði og útgerðir, allt byggt á stöndugum grunni starf- seminnar sem byggð hafði verið upp undir merkjum Ellingsen.“ Vírar og tóg Starfrækir Olís m.a. fullkomið og vottað víraverkstæði, Ingvar og Ari, sem hluta af þjónustunni við útgerðir. Er á sama stað að finna góðan lager þar sem fyrirtæki í at- vinnugreininni geta gengið að flestu sem þau vanhagar um. „Einnig höfum við lagt okkur fram við að leggja rækt við fiskeldið og kræklingarækt með vörum og tóg- um sem þarf til þess háttar starf- semi.“ Sölumenn deildarinnar eru stöð- ugt á ferð um landið til að eiga fundi með viðskiptavinum, tryggja að allar vörur mæti væntingum og máski gera góða samninga. Upp í huga blaðamanns kemur um leið rómantísk mynd af Dagbjarti á ferðinni, helst á gömlum jeppa og í lopapeysu, skrafandi við sjómenn- ina á bryggjukantinum. Dagbjartur segir raunveruleikann kannski ekki svo rómantískan en vinnuna skemmtilega. „Ég ek nú bara á Ford Focus og klæðist lopapeysu aðallega þegar ég fer í útilegu, en minna í vinnunni. Hins vegar er ég alltaf til í skemmtilegt spjall við kallana á bryggjunni, og kannski bita af hákarli með.“ Meira í húfi í hverri sölu Starfaði Dagbjartur áður sem skip- stjóri og er því öllum hnútum kunn- ugur í greininni. Hefur hann nú starfað hjá Olís í tólf ár og segir að markaðsumhverfið hafi tekið tölu- verðum breytingum á þeim tíma. „Veiðar og vinnsla færast á æ færri hendur enda samkeppnin hörð. Fyrir vikið verða kúnnarnir færri og meira í húfi í hverju tilviki. Á sama tíma sjáum við það gerast að mörg minni netaverkstæði hafa lagt upp laupana og sterkustu keppi- nautar okkar á netasviðinu sækja í sig veðrið að sama marki.“ Segir Dagbjartur framfarirnar gerast hægt í útgerðarvörunum og sjómenn virðist gjarnan leita í þær vörur sem þeir þekkja vel og hafa góða reynslu af. „Í tilviki netanna er þetta oft spurning um að finna rétta jafnvægið í kaupverði og rekstrarkostnaði. Hægt er að fá léttari net úr nýjum efnum sem hjálpa til við að draga úr eldsneyt- isnotkun, en um leið eru þessi sömu net dýrari og getur farið mjög eftir notkun og eldsneytisverði hvor kosturinn er hagkvæmari.“ Ein áhugaverðasta nýjungin í seinni tíð eru net sem hafa brædd- an kjarna. „Greenline Excel-netin eru gott dæmi um þessa þróun en samsetning þeirra gerir það að verkum að netið dregur síður í sig óhreinindi úr umhverfinu sem myndu annars hafa þau áhrif á hefðbundið net að minnka smám saman möskvastærðina. Ókostur þessara neta er hins vegar að þau eru stífari og þess vegna óþjálli í notkun og ekki öllum sjómönnum að skapi.“ Fundu nýja hjálmasmiðju Olís hefur flutt inn vinsælu sænsku Jofa-öryggishjálmana en þurfti ný- lega að grípa til aðgerða, í snatri, þegar sænski framleiðandinn ákvað upp úr þurru að binda enda á þessa hjálmalínu. „Upphaflega voru þess- ir hjálmar hannaðir með skíðafólk í huga en þeir reyndust henta vel um borð í skipum enda liggja þeir mjög nálægt höfðinu svo að hettan á vinnugallanum leggst vel yfir hjálminn. Eins hafa þessir hjálmar þann kost að auðvelt er að koma talstöðvarbúnaði fyrir undir skel- inni og eiga í góðum samskiptum þó að hávaði sé um borð.“ Ekki gekk að íslenskir sjómenn myndu missa þessa eftirsóttu hjálma og leitaði Olís því uppi ann- an framleiðanda sem gat tekið að sér hjálmasmíðina. „Eru því Jofa- hjálmarnir nú fáanlegir á ný, og ekki nóg með það heldur gat nýi framleiðandinn bætt við einum stærðarflokki fyrir ofan. Höfðum við rekið okkur á að íslenskir sjó- menn virðast nokkuð höfuðstórir og stærstu sænsku hjálmarnir ekki nógu rúmgóðir fyrir alla við- skiptavini okkar. Skiptir miklu fyrir þægindin að hjálmurinn sé af réttri stærð enda þarf að lofta hæfilega um þéttan hjálminn svo hiti og sviti safnist ekki upp og valdi óþæg- indum meðan menn vinna.“ ai@mbl.is Samþjöppun í greininni og harðnandi samkeppni Morgunblaðið/Árni Sæberg Nauðsyn „Upphaflega voru þessir hjálmar hannaðir með skíðafólk í huga en þeir reyndust henta vel um borð í skipum enda liggja þeir mjög nálægt höfðinu svo að hett- an á vinnugallanum leggst vel yfir hjálminn“ segir Dagbjartur Þórðarson um Jofa-hjálmana. Í dag er framleiðslan í höndum nýs fyrirtækis og framboðið stöðugt. Slagurinn er harður í sölu á veiðarfærum að sögn Dagbjarts hjá Olís. Þurftu að grípa til ráða sinna þegar framleiðandi vinsælu Jofa-öryggishjálm- anna hætti skyndilega framleiðslu þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.