Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.09.2014, Qupperneq 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.09.2014, Qupperneq 59
21.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Safn þjóðsagna frá Orkneyjum er komið út á íslensku í þýð- ingu Jónu G. Torfadóttur, en Tom Muir safnaði sögunum saman. Hér eru á ferð við- burðaríkar sögur þar sem les- andinn kynnist vættum lands og sjávar, Finnfólki, nánykrum og sætrítlum. Safn sem ætti ekki að svíkja neinn því það er afskaplega skemmtileg lesning. Heimur þessara vætta er nokk- uð öðruvísi en í íslenskum þjóðsögum en margt er samt ansi kunnuglegt. Öll þekkjum við til dæmis sögur af hafmeyj- um sem komu til lands, giftust mennskum manni og áttu börn, en gátu ekki gleymt heimahögum og héldu aftur til sjávar. Skemmtilegt þjóðsagnasafn Í dag, 20. september, eru 100 ár liðin frá fæðingu Vil- hjálms Hjálmarssonar á Brekku í Mjóafirði, lengi al- þingismanns og ráðherra, sem og bónda og rithöfundar. Hann hafði lengi fyrirhugað að Örnefni í Mjóafirði yrði síðasta bók hans og var ætlunin að hún kæmi út á þessum tímamótum. Vilhjálmur hafði sjálfur sagt að annaðhvort yrði þetta afmælisrit eða minningarrit og því miður fór það svo að hið síðarnefnda varð niðurstaðan. Hann lést 14. júní síðastliðinn, eða rúm- lega tveimur mánuðum fyrir aldarafmæli sitt. Þá hafði hann nýlokið við að fara yf- ir síðustu próförkina af bókinni og því gat hann farið nokkuð nærri um endan- lega útkomu. Örnefni í Mjóafirði verður vafalítið fróðleiksbrunnur öllum þeim sem sækja Mjóafjörð heim og dvelja þar um lengri og skemmri tíma. Einnig þeim sem áhuga hafa á ís- lenskri náttúru og sögnum sem henni tengjast. Meginefni bókarinnar er vönduð örnefnaskrá heimabyggðar hans, sem og þjóðsögur, frásagnir af ýmsu tagi svo og fróð- leikur sem tengist örnefnunum. Örnefnaskránni fylgja 30 litmyndir sem örnefni hafa verið merkt inn á, auk fjölda annarra mynda. GLÆSTUR ENDAPUNKTUR Vilhjálmur á Brekku. Bókaforlagið Ugla hefur sýnt mikinn metnað í útgáfu á þýddum bók- menntum. Engin undantekning er frá því þetta árið því von er á ýmsu góð- gæti fyrir sanna bókmenntaáhuga- menn. Þannig kemur út skáldsagan Út í vitann eftir Virginiu Woolf og er þetta fyrsta skáldsagan eftir hana sem kemur út á íslensku. Áður hefur komið út á íslensku bók Virginiu, Sér- herbergi, þar sem hún fjallar á kröft- ugan hátt um konur og skáldskap. Frá Uglu er einnig von á síðustu bók- inni í þríleik Lev Tolstoj sem hann byggði á eigin ævi, og nefnist sú bók Manndómsár, en áður hafa komið út Bernska og Æska, hreint frábærar bækur sem ástæða er til að mæla með. Hin fræga og vinsæla bók Louise Alcott, Yngismeyjar, verður svo endurútgefin en hún kom út fyrst út á íslensku árið 1940. Sú bók hefur verið kvik- mynduð oftar en einu sinni með stórleikkonum eins og til dæmis Katharine Hepb- urn, Elizabeth Taylor, Winonu Ryder og Susan Saradon, en kvenpersónur bókarinnar eru minnisstæðar og bjóða upp á góða túlkun VIRGINIA OG FLEIRA GÓÐGÆTI Skáldsaga eftir Virginiu Woolf kemur út í ís- lenskri þýðingu, vonandi mörgum til gleði. Músin sem gelti á alheiminn geymir úrval úr prósaljóðum Russells Edson í þýðingu Ósk- ars Árna Óskarssonar sem einnig ritar inngang. Russell hefur verið kallaður geimveran í bandarískum bók- menntum en í ljóðum sínum lýsir hann absúrd heimi þar sem kaldhæðinn húmor leikur lausum hala. Stórskemmtileg lesning fyrir þá sem fylgja þeim húmor, en aðrir eiga kannski erfitt með að ná áttum. Alveg einstak- ur heimur Russells Edson Lífríki, skáld- saga, þjóðsög- ur og prósaljóð NÝJAR BÆKUR SANNKALLAÐ STÓRVIRKI LÍTUR DAGSINS LJÓS MEÐ BÓKINNI LÍFRÍKIÐ. PRÓSALJÓÐ RUSSELLS EDSON ERU HUGMYNDARÍK OG STÓRSKEMMTILEG OG ÞJÓÐSÖGUR FRÁ ORKNEYJUM ÆTTU AÐ GLEÐJA MARGA. NÝ ÍSLENSK SKÁLDSAGA. LEIÐ, ER SVO KOMIN ÚT. Leið er fyrsta skáldsaga Heiðrúnar Ólafsdóttur, en hún hefur áður gef- ið út ljóðabækur. Heiðrún var til- nefnd til Fjöruverðlaunanna árið 2013 fyrir ljóðabók sína Af hjar- anum. Þegar gömul vinkona birtist fyrir tilviljun á tröppunum hjá Signýju kviknar hjá henni hugmynd sem hef- ur afdrifaríkar afleiðingar fyrir líf hennar. Fyrsta skáldsaga Heiðrúnar Lífríki Íslands - vistkerfi lands og sjávar - er stórvirki eftir Snorra Baldursson líffræðing. Hann dregur saman afar fjölbreyttan fróðleik um lífríki Íslands og gerir grein fyrir öllum helstu rannsóknum á þessu sviði. Fjöldi glæsilegra ljósmynda höfundarins prýðir bókina. Hér er á ferð einstök bók, fræðileg og falleg, sem ber vott um ríkulegan metnað höfundar og þeirra sem komu að útgáfunni. Stórglæsileg bók um lífríki Íslands * Ég geri kröfur af hógværð. Er alltafánægður með það besta.George Bernard Shaw BÓKSALA 11.-16. SEPT. Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 NáðarstundHannah Kent 2 AfdalabarnGuðrún Árnadóttir frá Lundi 3 Kjaftað um kynlífSigríður Dögg Arnardóttir 4 Lífið að leysaAlice Munro 5 Hvað gerist þá ?Tove Jansson 6 Fangi himinsinsCarlos Ruiz Zafón 7 Síðasti hlekkurinnFredrik Backman 8 Iceland Small World-small ed.Sigurgeir Sigurjónsson 9 Amma biður að heilsaFredrik Backman 10 Óvættaför 16 KimonAdam Blade Kiljur 1 NáðarstundHannah Kent 2 AfdalabarnGuðrún Árnadóttir frá Lundi 3 VelúrÞórdís Gísladóttir 4 Tvífari gerir sig heimkominnAnton Helgi Jónsson 5 AtómstöðinHalldór Laxness 6 Megas - textar 1966-2011Magnús Þór Jónsson 7 Íslensk úrvalsljóðGuðmundur Andri Thorsson 8 Skólaljóð 9 HverafuglarEinar Georg 10 52 sonnetturÞórður Helgason MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Trúðu aldrei vini þínum fyrir öllu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.