Morgunblaðið - 21.10.2014, Page 1
ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2014
BÍLAR
Reynsluakstur Lexus NX
300h er snjallbíll fyrir
snjallkynslóðina, snarpur
og skemmtilegur í akstri,
rúmgóður og flottur,
um leið og
mengunar- og
eyðslutölur eru
lágar.
NÝTT Vefst fjarlægðin fyrir þér?
Fjarlægðarskynjarar að framan og aftan
Síðumúla 19 • Sími 581 1118 • nesradio.is
S
candinavian Motorshow
East 2014 var haldin í
Bella Center í Kaup-
mannahöfn síðustu
helgina í september síðastliðnum
en hún er sú stærsta á Norð-
urlöndunum. Þar eru ekki sýndir
nýir bílar heldur sérútbúnir bílar
og hjól af öllum kaliberum og sem
nöfnum tjáir að nefna. Um 800
þáttakendur eru yfirleitt skráðir og
alls komu um 40.000 gestir alla
helgina. Bestu og athyglisverðustu
hjólin og bílarnir bítast um verð-
launasæti í alls konar flokkum, frá
bestu felgur undir bíl og í klikk-
aðasta hjólið og allt þar á milli.
Silgdi út með hjólið
Íslendingar áttu fulltrúa á sýn-
ingunni og rötuðu tveir Íslendingar
á verðlaunapall umrædda helgi í
Kaupmannhöfn. Ólafur Sveinsson
myndlistarmaður sigldi hjóli sínu
út með Eimskip, en hjól Ólafs er
Honda CB750K frá 1980. „Hjólið
er svokallaður Café Racer og hefur
verið í smíðum og sköpun síðast-
liðin þrjú ár,“ segir Ólafur. „Eim-
skip styrkti ferðina með flutn-
ingnum út og Honda á Íslandi lagði
til kassa undir hjólið. Flogið var út
á miðvikudegi, hjólið sett saman
aftur og því ekið á sýninguna.
Gaman er að því að Íslandingar
nær og fjær sýni á alþjóðlegum
grundvelli og hvað þeir eru að
brasa í skúrum sínum. Þessi sýn-
ing er fyrir alla aldurshópa og er
geysigaman að skoða. Elstu far-
artækin voru frá um 1920 og
þarna voru kvartmílubílar, upp-
gerðir gamlir bílar og mótorhjól,
Hot Rod-bílar og loks mótorhjól
sem eru hrein og klár listaverk.“
Hjól Ólafs lenti í öðru sæti í Best
Old School-flokknum, en fyrsta
sætið þar hlaut gamalt Indian frá
1939. Tveir aðrir Íslendingar áttu
hjól á sýningunni en tvær íslenskar
konur búsettar í Danmörku voru
þarna með hjólin sín. Önnur þeirra
heitir Erla Sveinbjörg Sævars-
dóttir sem sýndi tvö hjól, létt-
breytt Suzuki Savage og Harley
Davidson Sportster 883, málað
með knallrauðu glimmer-
effektlakki. Erla tók líka annað
sæti fyrir besta óbreytta Harley-
hjólið. Fyrir þá sem hafa áhuga á
að kynna sér þessa sýningu má
skoða www.streetfire.dk en þar
má sjá öll úrslit í öllum flokkum og
einnig fyrri sýningar.
njall@mbl.is
Íslendingar sigursælir á Scandinavian Motorshow East 2014
Tvö íslensk mótorhjól í öðru sæti
Ólafur Sveinsson var að vonum
ánægður með bikarinn sem
hann hlaut fyrir annað sætið í
flokkinum Best Old School.
Hjól Erlu var þetta glimmerrauða
Harley hjól en hún hlaut einnig
annað sæti í flokki óbreyttra
Harley-Davidson mótorhjóla.