Morgunblaðið - 03.11.2014, Side 9

Morgunblaðið - 03.11.2014, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2014 VERTU VAKANDI! blattafram.is Í 77% tilvika eru börn sem beitt eru kynferðisofbeldi í fyrsta sinn ekki orðin 13 ára. Laugavegi 25, 101 Reykjavík. Sími 552-7499 Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri. Sími 461-3006 www.ullarkistan.is Fyrir börnin í vetur Hlýr og notalegur ullarfatnaður á öll börn á góðu verði Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN Snjallara heyrnartæki Beltone First™ Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Ekki er útséð um hvort Rauði krossinn í Reykjavík geti rekið skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiði áfram eftir áramót vegna fjárskorts. Frú Ragnheiður er gamall sjúkrabíll sem hefur ver- ið útbúinn til að aðstoða jaðarhópa samfélagsins, t.d. útigangsfólk, heimilislausa og fíkla, og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu og almenna heilsuvernd, án fordóma eða kvaða, í þeirra nærumhverfi. Bíllinn er staðsettur á ákveðnum stöðum í miðborginni á ákveðnum tímum. Í fyrra voru heildarkomur í bíl- inn 1.374 og 86% þeirra voru vegna sprautu- og nálaskipta. Svipaður fjöldi hefur heimsótt bílinn í ár. Þór Gíslason, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Reykjavík, segir að ekki hafa orðið miklar breyt- ingar á götunni frá því verkefnið hófst fyrir fimm árum, til þeirra leiti fyrst og fremst einstaklingar sem sprauta sig með rítalíni. „Yfirleitt er þetta mikið sama fólkið sem kemur aftur og aftur, sem betur fer ná sumir að hætta neyslu en þá koma aðrir inn. Það koma ný andlit í hverjum mánuði. Auk þess að tryggja þeim hreinan búnað fer fram samtal og þeim er leiðbeint um betri aðferðir þannig að skaðinn verði sem minnstur.“ Tekjur Rauða krossins rýrna Frú Ragnheiður hefur í grund- vallaratriðum verið rekin með sama hætti síðustu fimm ár en und- anfarið hefur samstarf við aðra að- ila í svipaðri þjónustu verið eflt, eins og Hjálpræðisherinn, Konukot, Eyjaslóð og Borgarverði. Þór segir að ekki sé ljóst hvað verði um Frú Ragnheiði eftir ára- mót. „Tekjur Rauða krossins í Reykjavík hafa rýrnað verulega og það þarf að horfa betur í hvað pen- ingurinn fer. Skaðaminnkunar- verkefnið er eitt af þeim verkefnum sem við gætum þurft að skera nið- ur. Það hefur sýnt sig í gegnum ár- in að þetta er mikilvægt verkefni sem hefur góð áhrif á hópinn sem við erum að vinna með. Það gagnast inn í samfélagið og dregur úr kostnaði annars staðar,“ segir Þór. Allir sem standa vaktina í Frú Ragnheiði eru í sjálfboðavinnu en rekstur bílsins og aðföng kosta sitt. „Ríki og borg hafa komið að þessu verkefni en við hefðum viljað sjá þau koma sterkar að því. En ég trúi ekki öðru en að þessi þjónusta verði tryggð áfram.“ Morgunblaðið/Ómar Aðstoð Starfsmaður Rauða krossins að störfum í bílnum Frú Ragnheiði. Skera þarf frú Ragnheiði niður  Skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins fyrir fíkla gæti lagst niður  Tekjurnar hafa rýrnað verulega Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Miðað við þá takmörkuðu fjármuni sem mér hefur skilist að Vegagerðin hafi til ráðstöfunar þá held ég að þessi vegur hljóti að vera afskaplega aftarlega á forgangslista hennar,“ segir Friðrik Pálsson, eigandi og framkvæmdastjóri Hótel Rangár, um áform um nýja þjóðbraut og há- spennulínu á milli Suður- og Norð- urlands um Sprengisand. „Ég veit ekki til þess að aðilar inn- an ferðaþjónustunnar hafi sér- staklega kallað eftir þessum vegi. Menn hafa þó vissulega kallað eftir því að reynt yrði að hefla þennan veg oftar en einu sinni á sumri eins og hefur verið upp á síðkastið þar sem vegurinn hefur orðið ófær þegar líða tekur á sumrin,“ segir hann enn- fremur. „Ég er sjálfur þeirrar skoðunar á þessu stigi að það sé mjög vafasamt að ráðast í svona framkvæmd á þess- um stað. Það eru ekki margir staðir eftir á landinu sem má segja að séu ósnortnir. Hraðbraut eins og þarna er verið að tala um myndi breyta mjög miklu. Ég tel því að það þurfi að fara í mjög alvarlegar rannsóknir á því hvaða afleiðingar þetta muni hafa áður en lagst verður í fram- kvæmdir,“ segir Friðrik. Jeppamenn ósáttir „Ég verð líka að viðurkenna að ég tel að það séu gríðarlega margir staðir á landinu þar sem liggi meira á að ljúka vegagerð,“ segir hann. „Á þessu máli eru þó náttúrulega margar hliðar en það er alls ekki auðséð að það sé endilega gott fyrir ferðaþjónustuna að leggjast í fram- kvæmdir á þessum vegi,“ segir Frið- rik að lokum. Jeppamaðurinn og hálendisrithöf- undurinn Jón Garðar Snædal segir tóninn jafnframt vera neikvæðan í garð framkvæmdanna í umræðu jeppafólks og að vegir og háspennu- línur geri Sprengisand lítt áhuga- verðan jeppafólki og ferðamönnum. „Þetta er láglendisvæðing á há- lendinu, það er yfirleitt mat okkar jeppamanna. Þegar það er verið að brúa, ræsa, malbika og byggja upp vegi og annað slíkt þá er verið að breyta hálendinu í láglendi. Þar með hættir það að vera spennandi fyrir jeppamenn og útlendinga sem koma hingað til að skoða landið. Þá er ekki lengur hægt að selja ósnerta nátt- úru,“ segir Jón. Kölluðu ekki eftir nýrri Sprengisandsleið  Ósætti ríkir um nýja þjóðbraut og háspennulínu sem munu mögulega setja svip sinn á hálendið – með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.