Morgunblaðið - 03.11.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.11.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2014 Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.isSkútan www.veislulist.is jólahlaðborð okkar á Pantanir fyrir veislur þurfa að berast tímalega. Þú getur lesið allt um Nú fer að líða að jólum þá er gott að panta tímanlega jólahlaðborðin. Starfsfólk okkar leggur sig fram um að gera stundina fallega með góðum veitingum og persónulegri og góðri þjónustu. Öll þjónusta er innifalin í verði veitinga. ...tímanlega! Panta ðu Bandaríski tæknirisinn Google hefur gefið íslenska sprotafyrirtækinu MURE VR vilyrði fyrir samstarfi um prófanir á hugbúnaði fyrir Ocu- lus Rift-sýndarveruleikatæknina. ViðskiptaMogginn sagði frá MURE VR í sumar en fyrirtækið vinnur að gerð hugbúnaðar sem skapar eins konar vinnustöð í sýnd- arveruleika. Oculus Rift er tæki sem hefur verið í þróun vestanhafs um nokkurt skeið og þykir bjóða upp á mjög fulkomna sýndarveruleikaupp- lifun. Hugbúnaðarfyrirtæki víða um heim vinna að lausnum sem nýta eig- inleika þessarar nýju tækni og er MURE VR eitt þeirra. Tók MURE VR þátt í Startup Reykjavík-verkefninu í sumar og er nú til húsa hjá Nýsköpunarmiðstöð. Hittust á ráðstefnu Diðrik Steinsson er einn stofn- enda MURE VR og segir hann sam- starfið við Google vera afrakstur ráðstefnu sem hann sótti í Banda- ríkjunum. „Þangað var boðið fulltrú- um þeirra fyrir- tækja sem eru að þróa hugbúnað fyrir Oculus Rift. Átti ég þar fund með fulltrúum frá Google, nánar til- tekið frá þeirri deild fyrirtækis- ins sem ber ábyrgð á að skapa starfsmönnum sem besta vinnuaðstöðu.“ Að sögn Diðriks felur samstarfið í sér að tækni MURE VR verður reynd á starfsliði Google. „Google mun nálgast þessar prófanir á ítar- legan og vísindalegan hátt og gefa okkur mjög verðmæta endurgjöf. Um leið mun nafn Google vafalítið greiða lausninni okkar leið inn í fleiri fyrirtæki, ef vel tekst til.“ Diðrik segir von á nothæfri prufu- útgáfu af MURE VR þegar líða tek- ur á næsta sumar, að því gefnu að fjármögnun gangi vel. Segir hann fjárfesta sýna fyrirtækinu vaxandi áhuga og fjármögnun þróunarvinn- unnar framundan sé á réttri leið. Í úrslitaslag á netinu „Hefur m.a. aukið mjög á sýnileika okkar að komast í átta liða úrslit í keppni Investor Challenge þar sem leitað er að áhugaverðasta hugbún- aðinum fyrir Oculus Rift. Netkosn- ing stendur enn yfir og 25.000 dalir í verðlaun fyrir fyrsta sætið, en stærstu verðlaunin eru þó sýnileik- inn og greinilegt að margir fjárfestar nota þessa keppni til að sjá hvað það er sem hinn almenni notandi er áhugasamastur um. Er MURE VR eina fyrirtækið utan Bandaríkjanna í hópi þeirra átta fyrirtækja sem nú etja kappi.“ Síðar í þessum mánuði halda fulltrúar MURE VR á finnsku ráð- stefnuna Slush, sem haldin er í Hels- inki. „Er um að ræða risavaxinn við- burð þar sem þúsundir sprota og fjárfesta eru leiddar saman. Af 2.500 þátttakendum hefur MURE VR ver- ið valið í hóp 100 teyma sem fá að taka þátt í nokkurs konar kynning- arkeppni,“ segir Diðrik. ai@mbl.is Google vill nota íslenska tækni  Samkomulag um prófanir á íslensk- um hugbúnaði sem býr til vinnustöð í sýndarveruleikatækinu Oculus Rift Diðrik Steinsson Afköst Mynd sem gefur hugmynd um hvernig sýndarvinnustöð MURE VR blasir við notandanu. Hlutabréfavísitölur í Evrópu styrkt- ust töluvert á föstudag. Stoxx 600 vísitalan hækkaði um 1,8% og endaði í 336,80 stigum með 2,9% hækkun yf- ir vikuna. MarketWatch greinir frá að þetta sé mesta vikuhækkun Stoxx 600 síð- an í desember á síðasta ári. Stoxx 600 samanstendur af fyrir- tækjum í öllum geirum í 18 Evrópu- löndum. Breska FTSE 100 vísitalan styrktist einnig á föstudag, bætti við sig 1,3% og endaði í 6.564,57 stigum með 2,5% hækkun yfir vikuna. Sömuleiðis styrktist franska CAC 40 vísitaan um 2,2% og þýska DAX 30 vísitalan bætti við sig 2,33% eftir við- skipti föstudagsins. Jákvæði tónninn á evrópskum hlutabréfamörkuðum er rakinn til frétta frá seðlabanka Japans um að aukinn kraftur verði settur í aðgerð- ir til að örva japanska hagkerfið. Bankinn hefur dælt 50 milljörðum jena árlega inn í hagkerfið en mun auka innspýtinguna upp í 80 millj- arða. Japanska Nikkei 225 vísitalan hækkaði um 4,83% við fréttirnar en japanska jenið veiktist mjög gagn- vart bandaríkjadal á sama tíma. ai@mbl.is Stoxx 600 vísitalan tekur kipp  Markaðir brugðust vel við fréttum frá seðlabanka Japans Eins og Morgunblaðið greind frá á laugardag hefur íslenska hugbún- aðarfyrirtækið DataMarket verið selt bandaríska viðskiptagreindar- fyrirtækinu Qlik. Í tilkynningu sem send var mörk- uðum vestanhafs kemur fram að kaupverðið er 13,5 milljónir dala, janvirði um 1,6 miljarða króna á gengi helgarinnar. Á heimasíðu sinni segir Hjálmar Gíslason, stofnandi og fram- kvæmdastjóri DataMarket, að þjón- usta við íslenska viðskiptavini muni haldast óbreytt og fyrirtækið stefni á frekari uppbyggingu hérlendis. Fjallar hann jafnframt um að gjad- eyrishöftin hafi verið stærsti flækju- og áhættuþátturinn í sölu- ferlinu, kallað á mikla yfirlegu, ráð- gjöf og kostnað fyrir bæði kaup- anda og seljanda. „Fjárfestar eru allir að fá mjög góða ávöxtun á sitt fé og eru ánægðir með árangurinn,“ segir hann jafnframt. „Þetta er meira að segja nóg til að hreyfa nálina pínu- lítið í einhverjum hagstærðum, sem er umhugsunarvert. Að 15 manns sem setjast niður við Klapparstíg með svolitla fjármögnun, kaffi og aðgang að internetinu geti búið til slík verðmæti í formi hugverka.“ ai@mbl.is Kaupverð Data- Market rösklega 1,6 milljarðar króna Morgunblaðið/Kristinn Verðmæti Hjálmar Gíslason segir á vefsíðu sinni að gjaldeyrishöftin hafi aukið kostnað, flækjur og áhættu við söluna. Fjölmiðlafyrirtækið Kjarninn miðl- ar ehf. tilkynnti á sunnudag að nýir fjárfestar hefðu komið inn í eigendahóp fyrirtækisins og lagt rekstrinum til aukið fjármagn. Í tilkynningunni kemur fram að 2. október sl. hafi Kjarninn kynnt til leiks nýjan fréttavef sem sinnir dag- legri fréttaþjónustu. Samhliða því hófst útgáfa daglegs fréttabréfs Kjarnans auk þess að hlaðvarps- útgáfa var efld. Verða sex ólíkir hlaðvarpsþættir á dagskra Kjarn- ans í hverri viku í nóvember. Fjárfestahópurinn sem nú bætist við Kjarnann er leiddur af Hjálmari Gíslasyni, stofnanda DataMarket, og verður hann nýr formaður stjórnar Kjarnans. Stofnendur og starfsmenn Kjarnans munu áfram eiga rúman meirihluta í félaginu eða 67%. Stærstu eigendur Kjarnans að lokinni hlutafjáraukingu eru Vil- hjálmur Þorsteinsson, með 13,7%, Magnús Halldórsson með 13%, Þórður Snær Júlíusson með 13% Ægir Þór Eysteinsson með 11,5%, Gísli Jóhann Eysteinsson með 11,5% og Hjalti Harðarson með 11,5%. Fimm aðrir aðilar eiga minni hluti. ai@mbl.is Fleiri bætast í eigendahóp Kjarnans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.