Morgunblaðið - 03.11.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.11.2014, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2014 ✝ Ágúst Þórðurfæddist á Akur- eyri 7. september 1953. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu 25. október 2014. Foreldrar Þórð- ar voru Arnór Val- garður Jónsson, f. 6. ágúst 1911 á Mýrarlóni, og Ingi- björg Unnur Sigmundsdóttir, f. 20. maí 1933 í Hælavík. Þórður átti 10 systkini, fjögur samfeðra en þau eru: 1) Inga Jóhanna, f. 26. janúar 1943. 2) Jón Viðar, f. 2. maí 1945. 3) Steinunn Karól- ína, f. 27. nóvember 1946. 4) Herdís Jóna, f. 6. mars 1948. Hann átti sex alsystkini: 1) Sig- urð Jónas, f. 13 maí 1950. 2) Bjargeyju Ásdísi, f. 1. apríl 1952. 3) Laufeyju Ósk, f. 3. júlí 1960. 4) Sigmund Arnar, f. 26 nóvember 1961. 5) Ólaf Davíð, f. 1963, d. 1964. 6) Sóleyju Guðfinnu, f. 6. febrúar 1978. Fyrrverandi sambýliskona Þórðar er Ólöf Guðný Valdi- marsdóttir arkitekt, f. 21. sept- ember 1954. Dætur þeirra eru: 1) Vera Þórðardóttir fatahönn- uður, f. 17. maí 1985, maki Phil- þaðan með sérþekkingu í stýri- tækni árið 1983. Þórður hóf störf hjá Tækni- þjónustu Vestfjarða og Skipa- smíðastöð Marsellíusar á Ísafirði árið 1983. Þar vann hann við hönnun á rækjudælum og öðrum tækjum fyrir fiskiðnaðinn. Árið 1984 flutti Þórður til Reykjavík- ur og starfaði fyrst hjá Verk- og kerfisfræðistofunni í Reykjavík og svo á Tölvusölunni ehf. þar sem hann vann mestan hluta starfsferils síns við sölu og þjón- ustu á iðnstýribúnaði til margra stærstu fyrirtækja landsins. Ár- ið 2005 hóf Þórður störf hjá Raf- tæknistofunni og árið 2007 hjá Ískraft þar sem hann vann til ársins 2012. Eftir það vann hann sem sjálfstæður verktaki og tók að sér þjónustu og ráðgjöf til ýmissa fyrirtækja. Þórður kenndi alla tíð samhliða störfum sínum við hinar ýmsu mennta- stofnanir og var leiðandi sér- fræðingur á sínu sviði. Þórður hafði mikinn áhuga á útivist og fjallgöngum. Hann fór ungur að árum í sína fyrstu bjargferð á æskustöðvum móður sinnar á Hornströndum og var tíður vorgestur með frændum sínum í bjarginu. Önnur áhuga- mál Þórðar tengdust ferðalög- um, bókmenntum og tónlist auk þess sem hann hafði skoðanir á stjórn- og heimsmálum. Útför Þórðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 3. nóv- ember 2014, og hefst athöfnin kl. 15. ip Harrison mat- reiðslumaður, f. 26. september 1983. Dóttir þeirra er Mía Mist Philipsdóttir, f. 19. ágúst 2011. 2) Lára Þórðardóttir háskólanemi í mannfræði, f. 3. september 1991. Ágúst Þórður ólst upp á Akureyri til 11 ára aldurs en þá flutti fjölskyldan til Ísafjarð- ar og bjó lengst af á Seljalands- búinu. Þórður stundaði nám í raungreinadeild Tækniskólans á Ísafirði og síðan í véltæknifræði við Tækniskólann í Reykjavík þar sem hann lauk fyrsta hluta árið 1976. Þá hélt Þórður til Danmerkur þar sem hann sótti nám við Odense Teknikum og útskrifaðist sem véltæknifræð- ingur haustið 1978 með sérþekk- ingu í burðarþoli og hönnun stál- mannvirkja. Að því loknu flutti hann heim til Ísafjarðar og starf- aði hjá Tækiþjónustu Vestfjarða (1978-1979) og kenndi við Iðn- skólann og Vélskólann (1979- 1980). Þá hélt Þórður aftur úr til Danmerkur til að nema véla- verkfræði við Danmarks Tekn- iske Højskole og útskrifaðist Fólk bregst mismunandi við þegar það fær þá frétt að það sé að deyja. Pabbi okkar tók henni með styrk og yfirvegun. Þetta var styrkur sem við systurnar þekkjum vel vegna þess að hann hefur verið hans helsta aðals- merki allt hans líf. Við fengum að kynnast því hversu djúpt þessi styrkur lá síðustu vikurnar og horfðum upp á hann berjast hetjulega við sjúkdóm sem var búinn að sigra en pabbi vildi ekki leyfa að taka stoltið líka. Hann gekk um af yfirvegun þrátt fyrir veikan mátt og leyfði okkur aldr- ei að halda að veikindin væru að buga hann. Í stað þess notaði hann þá litlu krafta sem hann hafði til þess að rifja upp gamla tíma og gleðistundir með okkur og öðrum nákomnum honum. Það er auðvelt að taka sér svona manneskju til fyrirmyndar og minnast hans með stolti. Við von- um að við höfum erft eitthvað af þessum styrk nú þegar við verð- um að halda áfram án hans. Pabbi var góður faðir, hann hafði alltaf ráð við hverjum vanda sem hann leysti af jarð- bundinni staðfestu. Hann kenndi okkur margt um réttlæti og ólíkt mörgu öðru fólki fylgdi hann sannfæringu sinni og sýndi það í verki. Hann varð ekki sekur um hræsni enda hafði hann stökustu óbeit á henni. Pabbi var tónelsk- ur og undi sér best með stór heyrnartól á höfðinu að spila ýmsa tónlist frá sjöunda og átt- unda áratugnum. Eigum við systurnar margar minningar frá því að hafa litlar skriðið upp í fangið á honum og komið okkur þar fyrir dansandi í takt við tón- ana. Þarna fengum við að kynn- ast Bítlunum, Janis Joplin, Abba og hinum ýmsu rokkballöðum. Hann leiddi okkur einnig inn í heim ævintýra bókmennta og ferðuðumst við í gegnum Hogw- arts saman í fyrsta sinn auk þess sem við leystum dularfullar ráð- gátur með krökkunum í bókun- um eftir Enid Blyton. Hann hafði mikið ímyndunarafl og sterka kímnigáfu og gat skapað heilu sögurnar án mikillar fyrirhafnar. Náttúran var pabba kær enda ólst hann upp við mikið frelsi og átti ófáar sögur af því hvernig hann í æsku þeystist um berbakt á hestum, rak kindur eða kleif Hornbjarg í leit að eggjum. Þetta var honum mikið hjartans mál og lagði hann mikla áherslu á að við nytum náttúrunnar á sama hátt og hann gerði. Það varð til þess að hann tók okkur báðar í alls kyns leiðangra sem kenndu okk- ur að þekkja þolmörk okkar. Hann kenndi okkur þrautseigju og hvatti okkur áfram þegar við vorum að gefast upp í hlíðunum við Esjutopp og kenndi okkur leiðir til þess að spara orkuna í vikulöngum göngum á Horn- ströndum. Þessar ferðir voru karakterbyggjandi og kenndu manni mikilvæga þrautseigju sem hefur komið sér vel seinna þegar við fórum að takast á við rússíbana hversdagslífsins. Það er með trega sem við kveðjum góðan föður og félaga. Hann kenndi okkur margt um líf- ið og tilveruna sem mun verða okkur dýrmætt veganesti út í líf- ið. Minning hans mun lifa áfram í hugum okkar og vonandi einnig sá styrkur, réttlætiskennd og viska sem einkenndi hann alla tíð. Lára og Vera Þórðardætur. „Sæl vinan.“ Svona heilsaði Tóti bróðir mér ævinlega þegar við hittumst, kveðja sem lýsti honum, látlaus, hlý og yljaði mér alltaf um hjartarætur. Oftar en ekki var hann þá í gættinni hjá mömmu nýkominn keyrandi að sunnan, stundum til að skella sér í bjarg með frænd- um sínum, en ekki síst til að eyða tíma með mömmu. Tóti var einn af stóru bræðr- um mínum hæglátur, duglegur ákveðinn í skoðunum og alltaf trúr sinni sannfæringu. Ég bar mikla virðingu fyrir honum sem í gegnum lífið hefur verið svo traustur. Ef eitthvað þurfti að spá og spekúlera eða laga var hringt í Tóta og alltaf fór hann að redda málunum. Það eru margar góðar minn- ingar sem upp koma þegar ég hugsa til hans. Eins og þegar ég var sjö ára og hann rétti mér nýfædda dótt- ur sína í fangið og ég rifnaði af stolti yfir traustinu sem að hann sýndi mér. Eða þegar hann kom heim eitt sumarið og ákvað að fara með mig í klippingu til Villa Valla og ég kom út með Prince Valiant- hár en bækurnar voru í miklu uppáhaldi hjá honum. Að ótöld- um jólagjöfunum sem alltaf voru stærstu pakkarnir og alltaf dót, og það hélt áfram til minna barna. Elsku Vera, Lára og Mía Mist ykkar sorg er stór og ég og fjöl- skyldan mín vottum ykkur inni- lega samúð okkar, en minningin um góðan dreng, bróður og frænda lifir í hjörtum okkar Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekkert svar. Ég finn hjá mér þörf að þakka það sem eitt sinn var. (Starri í Garði.) Sóley Guðfinna Arnórs- dóttir, litla systir. Ágúst Þórður Arnórsson  Fleiri minningargreinar um Ágúst Þórð Arnórs- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Rósa E. Þor-steinsdóttir ljós- móðir fæddist í Götu á Árskógsströnd 30. nóvember 1929. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Víðihlíð í Grindavík 23. októ- ber 2014. Foreldrar hennar voru Helga Einars- dóttir húsmóðir í Götu, f. 1. ágúst 1890, d. 24. júlí 1973, og Þorsteinn Jóhannsson bóndi í Götu, f. 17. janúar 1893, d. 30. október 1980. Systkini hennar voru Snorri, f. 23. ágúst 1923, d. 7. desember 1987, og Anna, f. 17. október 1921, d. 22. mars 1986. Hinn 28. maí 1961 giftist Rósa Kristjáni Finnbogasyni vélstjóra, f. 28. apríl 1928. Börn þeirra: 1) Guðrún Helga, f. 1961, maki E. Ragnar Eðvarðsson, f. 1959. Börn þeirra eru Rósa, f. 1981, Rut, f. ján byrjuðu búskap á Túngötu 8 og bjuggu þar í nokkur ár en árið 1965 byggðu þau síðan sitt fram- tíðarheimili í Staðarhrauni 9 og bjuggu í því til ársins 2000 er þau fluttu að Iðavöllum 6. Húsið í Staðarhrauni 9 var stórt og mikið og Rósa sótti um, í samráði við Kjartan Ólafsson hér- aðslækni, að hún fengi að hafa þar litla fæðingardeild sem var leyft. Þá var oft líf og fjör, stund- um voru fjórar sængurkonur þar í einu og lágu minnst í fimm daga hver. Árið 1972 veiktist Rósa af astma og þurfti því að minnka við sig vinnuna, það var líka sjálfgert því að mjög vönduð fæðingardeild var þá komin í Keflavík. Rósa hætti ljósmóðurstörfum að mestu 1985, hafði þá tekið á móti fjölda barna. Áhugamál Rósu voru ljós- móðurstörf, ýmis félags- og mannræktarstörf, lestur, bílar og síðan ferðalög meðan heilsa henn- ar leyfði. Síðasta eitt og hálfa árið árið dvaldi hún á Hjúkrunarheim- ilinu Víðihlíð í Grindavík. Útför Rósu fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, 3. nóv- ember 2014, og hefst athöfnin klukkan 14. 1985, Kristján, f. 1991, og Gauti, f. 1999. 2) Stefán Þór, f. 1964, maki H. Sandra Antonsdótt- ir, f. 1969. Börn þeirra eru Særós, f. 1994, Smári, f. 1998, og Snorri, f. 2007, fyrir átti Stefán Sindra Þór, f. 1986. Rósa ólst upp í Götu og gekk í barna- og unglingaskóla í Ár- skógi. 1955 flytur Rósa til Reykja- víkur og hefur nám í Ljósmæðra- skóla Íslands og útskrifast þaðan ári síðar með ágætiseinkunn. Rósa vann á fæðingardeild og kvensjúkdómadeild til ársins 1960 en þá sá hún auglýst eftir ljós- móður í Grindavík og sótti um það. Hún fékk starfið og hóf störf 1. ágúst 1960. Hún leigði lítið her- bergi í Vorhúsum í Grindavík og undi hag sínum vel. Rósa og Krist- Elsku mamma. Nú ertu farin frá okkur og mikið er erfitt að hugsa til þess að mamma sé ekki til staðar eins og þú varst alltaf hlý og góð. Ég veit að þú ert hvíldinni fegin enda búin að vera lasin í mörg ár, en aldrei kvart- aðir þú og varst með eindæmum lífsglöð og jákvæð alla þína tíð. Ég man sem lítil stelpa hvað oft var annasamt á heimili okkar á Staðarhrauninu þar sem þú ann- aðist sængurkonurnar og tókst á móti börnunum eins og þér var einni lagið. Oft voru tvær og þrjár konur í einu og var þá handa- gangur í öskjunni og ég þurfti að sofa í stofunni en mér fannst þetta allt voðalega spennandi og þegar ég lít til baka finnst mér þú hafa verið ótrúlega dugleg og sjálfstæð kona að geta rekið lítið fæðingarheimili í öll þessi ár. Jafnvel eftir að þú varst orðin veik af astma og dvaldir oft á Víf- ilsstöðum þá tókst þú á móti barni þegar þú skrappst heim í helg- arleyfi. Mikill mannvinur varstu og máttir aldrei neitt aumt sjá, hvorki hjá mönnum eða dýrum, og ófáar voru kisurnar sem við áttum. Við Stebbi bróðir ólumst upp við að sofna iðulega með sitt- hvorn kisann undir vanganum. Gestkvæmt var oft á heimili ykk- ar pabba og man ég oft hvað þú varst þolinmóð þegar ég kom heim með vinkonur mínar og vor- um við í þvílíkum búleik sem varði kannski í marga daga. Seinna þegar ég eignaðist mín börn varstu alltaf boðin og búin að passa og má segja að þeirra annað heimili var hjá ykkur pabba. Alltaf hafðir þú tíma fyrir barnabörnin og voru þau öll mjög hænd að þér, enda var aldrei komið að tómum kofunum hjá Rósu ömmu. Þú varst mér ómet- anleg stoð og stytta og samgladd- ist mér ævinlega og hvattir mig áfram í því sem ég tók mér fyrir hendur. Margar minningar vakna og munum við ylja okkur við þær um ókomna tíð. Mig langar að þakka þér, elsku mamma, fyrir samfylgdina og stuðninginn sem þú ávallt sýndir mér og minni fjölskyldu og mikið var gott að geta haldið í höndina á þér og tek- ið utan um þig þegar þú lokaðir augunum þínum í síðasta sinn. Hvíl í friði, elsku mamma, og takk fyrir allt. Þín dóttir Helga. Nú kveð ég ástkæra tengda- móður mína. Fyrstu kynni mín af Rósu voru mjög minnisstæð, það var á Þorláksmessu ’91 þegar Stefán bauð mér heim til sín og kynnti mig fyrir foreldrum sínum. Þegar við komum stóðu þau hlið við hlið í eldhúsinu og biðu spennt eftir að hitta mig og voru eitt bros og tóku mér opnum örmum. Þau tóku svo vel á móti mér að mér fannst eins og ég hefði þekkt þau í mörg ár, yndislegri tengdafor- eldra hefði ég ekki getað óskað mér. Þau hafa verið einir af okkar bestu vinum í gegnum tíðina og hafa samskipti okkar við þau ávallt verið mikil og fjölskyldan mjög samhent og sérstaklega eft- ir að við fluttum til Grindavíkur. Rósa var alveg einstök kona, mjög orðheppin, gjafmild og mikil bílaáhugamanneskja og ekki síst yndisleg mamma, amma og tengdamamma. Rósa var ljósmóðir og þó að hún væri hætt að vinna við það þegar ég kynntist henni var það góð tilfinning og visst öryggi þeg- ar ég var ólétt að börnunum mín- um að eiga Rósu að. Ég gat alltaf leitað til hennar, bæði þegar ég var ólétt og einnig eftir barns- burð. Hún var viðstödd þegar ég átti mitt annað barn og greip hún inn í þegar fylgjan var ekki búin að skila sér. Mér hafði nefnilega blætt svo mikið að henni var ekki farið að lítast á blikuna. Hún fór að nudda á mér magann og viti menn, fylgjan skilaði sér, okkur báðum til mikils léttis. Ég fékk að heyra þó nokkrar sögur um það þegar hún starfaði sem ljósmóðir hérna í Grindavík og fannst mér mjög sérstakt að heyra að Rósa var með fæðingardeild heima hjá sér. Það lýsir Rósu best hversu mjög henni var umhugað um ljós- móðurstarfið sitt, enda var hún kölluð Rósa ljósa. Það var skemmtileg jóla- og áramótaferð sem við fórum öll fjölskyldan í til Kanarí 1998 og borgarferðirnar sem þú bauðst mér og dóttur þinni í, þar var verslað og verslað og þér fannst svo gaman að fara í Marks & Spencer. Þú talaðir alltaf um að fara í „Spensa gamla“, þar keypt- ir þú föt á Stjána þinn, hann var alltaf svo flott til fara í fínum bux- um, skyrtum og prjónavestum og ekki varst þú síðri. Þú varst svo dugleg að kaupa fín efni hérlend- is, en aðallega erlendis, sem þú lést svo sérsauma úr á þig. Glys- gjarnari konu hafði ég ekki þekkt áður, þú varst svo hrifin af gull- skartgripum. Elsku Rósa mín, það eru marg- ar minningar sem fara í gegnum huga minn þessa dagana og það er mjög skrítin tilfinning að þú sért ekki á meðal okkar lengur. Mikill er missir Kristjáns og fjöl- skyldunnar, en þau eru sterk að eiga hvert annað að. Við öll kom- um til með að passa upp á Stjána þinn á þessum erfiðu tímum. Megi algóður Guð blessa þig og takk fyrir samfylgdina. Saknaðar- kveðjur, Þín tengdadóttir, Sandra. Rósa E. Þorsteinsdóttir  Fleiri minningargreinar um Rósu E. Þorsteins- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS RÖGNVALDSDÓTTIR frá Þverá í Skíðadal, til heimilis á Dalbæ, Dalvík, lést miðvikudaginn 29. október. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 8. nóvember klukkan 13.30. . Ingvi Eiríksson, Sigrún Þorsteinsdóttir, Vignir Sveinsson, Valdís Gunnlaugsdóttir, Soffía Sveinsdóttir, Stefán Jakobsson, Ragna Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, KÁRI ELÍASSON rakarameistari, Mávahlíð 22, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 31. október. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 7. nóvember kl. 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Sóltúns. . Elías Kárason, Ásgerður Káradóttir, Hannes Jón Helgason, Katrín og Kári Jón. Ástkær móðir, tengdamóðir og amma, HELGA HAFBERG, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 28. október. Útförin fer fram frá Háteigskirkju 6. nóvember kl. 13.00. . Engilbert Ó.H. Friðfinnsson, Guðbjörg Gísladóttir, Hafsteinn Á. Friðfinnsson, Kolbrún B. Halldórsdóttir, Ari Hafberg Friðfinnsson, Þórey Svava Ævarsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.