Morgunblaðið - 04.11.2014, Side 17

Morgunblaðið - 04.11.2014, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2014 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Demókratar og repúblikanar lögðu í gær kapp á að auka fylgi sitt í tíu lykilríkjum sem talið er að geti ráðið úrslitum í kosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Skoðanakannanir benda til þess að fylgi repúblikana hafi aukist síðustu daga og að þeim takist að ná meirihluta í deild- inni. Til þess þurfa þeir að bæta við sig að minnsta kosti sex þingsætum. Kosið er um öll 435 sæti fulltrúadeildarinnar og talið er að repúblikanar haldi meirihluta sínum þar. Tekist er á um 36 sæti í öldungadeildinni að þessu sinni, m.a. þrjú sæti sem losnuðu á kjör- tímabilinu. Demókratar fengu 21 þessara sæta í síðustu kosningum og repúblikanar fimmtán. Að sögn The Washington Post stóð baráttan einkum um þrettán sæti en talið er nú líklegt að repúblikanar hafi þegar tryggt sér þrjú þeirra, í Vestur-Virginíu, Montana og Suður-Dakóta. Demókratar fengu þessi sæti í síðustu kosning- um. Demókratar eru því nú taldir eiga raunhæfa möguleika á að sigra repúblikana í allt að tíu ríkj- um sem gætu ráðið úrslitum í kosningunum. Á meðal þessara tíu lykilríkja eru Iowa þar sem repúblikaninn Joni Ernst hefur náð sjö prósentu- stiga forskoti meðal allra kjósenda, ef marka má könnun sem staðarblaðið Des Moines Register birti á laugardaginn var. Munurinn var tólf pró- sentustig meðal óháðra kjósenda. Tekist er á um sæti sem demókratinn Tom Harkin hafði haldið í 29 ár, en hann sækist ekki eftir endurkjöri. Í öðru ríki, Norður-Karólínu, er demókratinn Kay Hagan með tveggja prósentustiga forskot, ef marka má nýjustu könnun CNN-sjónvarpsins og rannsóknafyrirtækisins Orc International. Repú- blikaninn Mitch McConnell hefur náð naumu for- skoti á keppinaut sinn í Kentucky. Haldi hann þingsætinu og nái repúblikanar markmiði sínu verður hann leiðtogi meirihlutans í öldungadeild- inni. Hin lykilríkin sjö eru Alaska, Arkansas, Colorado, Georgía, Kansas, Louisiana og New Hampshire. Stuðningsmenn Obama fældir frá? Að sögn fréttaskýranda The Washington Post, Chris Cillizza, hefur gætt vaxandi svartsýni með- al frammámanna demókrata vegna þess að kann- anir bendi til þess að staða þeirra hafi versnað síðustu daga í baráttunni um öldungadeildina. Hann telur ástæðurnar margar, meðal annars áhugaleysi kjósenda og óánægju þeirra með stjórnmálamennina í Washington. Hann bendir einnig á „sex ára fiðringinn“, þá staðreynd að ef forseti nær endurkjöri fylgir sá böggull skamm- rifi að flokkur hans missir oft sæti á þinginu sex árum eftir að forsetinn tekur við embætti, þ.e. á miðju síðara kjörtímabili hans. Cillizza segir þó að allir kosningasérfræðingar demókrata séu sammála um að helsta skýringin á slæmri stöðu demókrata sé óánægja kjósenda með stefnu Baracks Obama. Fylgi forsetans er nú 43% í öllu landinu og mun minna í nokkrum af lykilríkjunum tíu. „Þessar kosningar eru nánast algerlega orðnar að þjóðaratkvæðagreiðslu um Obama,“ hefur The Washington Post eftir einum demókratanna. Þetta hefur orðið til þess að margir frambjóð- endur demókrata hafa þvegið hendur sínar af Obama í kosningabaráttunni. Þetta gæti þó reynst þeim dýrkeypt vegna þess að til að halda meirihlutanum þurfa demókratar að tryggja mikla kjörsókn meðal hefðbundinna stuðnings- manna flokksins, en margir þeirra styðja enn Obama og gætu reynst tregir til að kjósa fram- bjóðendur sem gagnrýna hann. Obama og sex ára fiðringur demókrötum fjötur um fót  Repúblikanar í sókn síðustu dagana fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum Repúblikanar Repúblikanar Þingkosningar í Bandaríkjunum Texas Colorado Kansas Okla. Minnesota Iowa M iss ou ri Ark. Louisiana Michigan Kentucky Mississippi Alab. Georgía Idaho Montana S-Dakóta Wyoming Alaska Hawaii Nýja- Mexíkó Nebraska V- Virg. Ill in oi s New Hampshire Oregon Massachusetts S-Karólína N-Karólína Virg. Maryland Delaware Maine Rhode Island Demókratar Demókratar 2 óháðir (hafa stutt demókrata) Öldungadeildin Tekist á um 435 sæti Barist er um 36 af 100 sætum deildarinnar Fulltrúadeildin 53 45 Ekki kosið Lykilkjördæmi RepúblikanarDemókratar Laus sæti 3Skipting nú Kosningaspár Kannanir benda til þess að repúblikanar bæti við sig 6-9 þingsætum 199 233 183 22824 Heimild: RealClearPolitics Skipting þingsæta nú Flokkur með gott forskot Lykilríki Repúblikanar reyna að ná meirihluta í báðum deildum Norður-Kórea er líklega eitt af þeim löndum sem eru ólíklegust til að verða fyrir barðinu á ebóluveirunni, vegna einangrunar landsins. Ofsa- hræðsla hefur þó gripið um sig þar vegna mikillar umfjöllunar fjölmiðla landsins um ebólu. Þeir lýsa henni sem enn einni erlendu vánni sem steðji að landinu. Yfirvöld gripu til þess ráðs að banna hópferðir er- lendra ferðamanna til landsins. Seinna voru gefin fyrirmæli um að setja alla útlendinga sem kæmu til landsins í sóttkví. „Þetta er ebólu- sefasýki,“ hefur The Guardian eftir útlendingi sem kom til landsins áður en fyrirmælin voru gefin út. Talið er að yfirvöldin hafi áhyggjur af því að heilbrigðiskerfi landsins sé illa í stakk búið til að takast á við ebólu ef sjúkdómurinn berst þangað. Ofsahræðsla við ebólu AFP Smithætta Hjálparstarfsmaður í hlífðarbúningi á æfingu í Sviss. Breski auðkýf- ingurinn Richard Branson, stofn- andi Virgin Gal- actic, segir að sprenging hafi ekki valdið því að geimflaug fyrir- tækisins brot- lenti í vikunni sem leið. Nokkrir sérfræðingar hafa haldið slíku fram. Branson segir að sönnunargögn sýni að sprenging hafi ekki orðið í flaug- inni eins og „sjálfskipaðir sérfræð- ingar“ haldi fram. Einn lést og ann- ar slasaðist alvarlega í slysinu. Harðneitar því að sprenging hafi orðið GEIMFLAUG BROTLENTI Richard Branson Hreinsanirnar hófust í fyrravetur og síðan þá hefur samþykktum náms- bókum fyrir fjórtán milljónir skóla- barna Rússlands fækkað um rúman helming. Margar ástæður voru gefnar fyrir því að námsbókum var hafnað, en þrjóska skriffinna kom þó oftast við sögu, að sögn The New York Times. Til að mynda fékk einn útgefend- anna þá skýringu að honum hefði láðst að geta undirtitils bókar þegar hann sótti um að hún yrði samþykkt sem kennslubók. Yfir 40 bækur fundu ekki náð fyrir augum skrif- finna vegna þess að útgefendur sendu ekki frumrit gagna til stuðn- ings umsóknunum, heldur aðeins af- rit. Þá var litskrúðugri kennslubók í stærðfræði hafnað vegna þess að í henni voru myndir af persónum í vinsælum erlendum barnasögum og ævintýrum. Ekki þótti við hæfi að nota myndir af útlendum persónum á borð við Mjallhvít því þær eru „varla til þess fallnar að stuðla að föðurlandsást“ meðal ungmenna í Rússlandi, að því er The New York Times hefur eftir sérfræðingi sem lagði mat á stærðfræðibókina. Að sögn blaðsins hafa bókahreins- anirnar raskað kennslu í skólum landsins og vakið gremju meðal for- eldra, skólastjóra og kennara. Eitt fyrirtæki hefur þó notið góðs af þessum hreinsunum, bókaútgáfa sem var áður í eigu ríkisins og einok- aði námsbókamarkaðinn í Rúss- landi. Stjórnarformaður útgáfunnar, Arkadí R. Rotenberg, er gamall vin- ur Vladímírs Pútíns Rússlands- forseta og æfði júdó með honum í æsku í Pétursborg. Eftir að bókaút- gáfan var einkavædd hefur stjórn Pútíns séð til þess að skriffinnar bregði fæti fyrir keppinauta hennar, að sögn The New York Times. Bókahreinsanir fyrir vin Pútíns  Samþykktum námsbókum fækkað AFP Vinur vina sinna Vladimír Vladim- íróvítsj Pútín, forseti Rússlands. Opið: mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-18.00, föstudaga kl. 8.00-16.30 BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is2012 Vertu með gott grip allt árið Vredestein Federal Vredestein Apollo Federal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.