Morgunblaðið - 21.11.2014, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2014
✝ Margrét SjöfnDavíðsdóttir
(Sísí), hárgreiðslu-
meistari, fæddist í
Reykjavík 15. júní
1934. Hún lést á
dvalarheimilinu
Grund 15. nóv-
ember 2014.
Hún var dóttir
hjónanna Davíðs
Gíslasonar, stýri-
manns frá Hamri í
Múlasveit við Breiðafjörð, f.
28.7. 1891, d. 21.2. 1945, og
Svövu Ásdísar Jónsdóttur,
saumakonu frá Eskifirði, f. 30.3.
1905, d. 14.10. 1992.
Systur Margrétar eru: Lísa-
bet S., f. 12.6. 1932, d. 12.12.
2008, Elín, f. 29.10. 1936, Svava
Ásdís, f. 20.2. 1939, og Björg, f.
18.8. 1941, d. 19.12. 2013.
þeirra: Arnar Björn og Þor-
steinn Bragi. 3) Gísli Þór, f.
10.3. 1970, í sambúð með Sigríði
Jóhönnu Haraldsdóttur, synir
þeirra: Baldur Freyr Gíslason,
Viktor Örn og Ísak Logi Jóns-
synir.
Sísí var næstelst fimm systra
en faðir þeirra fórst með Detti-
fossi milli Englands og Írlands í
seinni heimsstyrjöldinni í febr-
úar 1945. Fimmtán ára gömul
hóf Sísí hárgreiðslunám hjá
Kristínu Pálsdóttur sem rak
sína eigin stofu. Eftir útskrift
vann hún m.a. í Keflavík, og í
Kirkjuhvoli og stofnaði síðan
sína eigin hárgreiðslustofu á
Óðinsgötu 32 í Reykjavík. Þá
rak Margrét hárgreiðslustofu í
Bolungarvík þegar maður henn-
ar var skipaður lögreglustjóri
og seinna meir sveitarstjóri í
Hólshreppi. Í Reykjavík rak hún
og vann á hárgreiðslustofunni á
Borgarspítalanum í 22 ár.
Útför Margrétar fer fram frá
Seltjarnarneskirkju í dag, 21.
nóvember 2014, og hefst athöfn-
in kl. 13.
Margrét giftist
13. febrúar 1960
Þorkeli Jóni Gísla-
syni lögfræðingi, f.
9.1. 1934, d. 9.7.
1997. Foreldrar
hans voru Gísli
Þorkelsson, stein-
smiður og múrari,
f. 26.9. 1857, d.
26.6. 1943, og
Rannveig Jóns-
dóttir húsmóðir, f.
23.9. 1898, d. 1.9. 1978.
Margrét og Þorkell eign-
uðust þrjú börn. Þau eru: 1)
Svava Kristín, f. 15.12. 1959,
gift Tryggva Guðmundssyni,
börn þeirra: Edda Margrét og
Tinna Björk Halldórsdætur og
Þorkell Jón Tryggvason. 2)
Rannveig Björk, f. 28.9. 1962
gift Gísla Jónassyni, synir
Mig langar til að minnast
tengdamóður minnar með örfá-
um orðum. Ég hitti Sísí í fyrsta
sinn árið 1998 og þrátt fyrir
áhyggjur um að líklega stæðist
ég ekki kröfur hennar um verð-
andi tengdason urðum við strax
miklir vinir.
Það var ekki vegna minna
kosta heldur vegna þess hversu
opin og þægileg Sísí var enda
fannst henni fátt skemmtilegra
en að vera meðal fólks og
spjalla og spekúlera.
Hún hafði afar góða nær-
veru, mikinn húmor og fólki
leið vel í návist hennar. Sísí var
einstaklega hlý og blátt áfram;
þegar hún kom inn í verslun
brosti hún og bauð öllum góðan
daginn og þetta gerði hún
hvort sem hún var stödd á
Blönduósi eða í Brighton.
Verslunarmenn ytra skildu
kannski ekki hvað hún sagði en
alltaf brostu þeir á móti og
svöruðu í sömu mynt.
Undanfarin ár glímdi þessi
heiðurskona við þann skelfilega
sjúkdóm sem Alzheimer er og
þá gekk á ýmsu. En það sem
eftir situr er að Sísí hélt sinni
reisn og þeim hæfileika að laða
að sér fólk með hlýju sinni og
kímni. Ég er afar feginn að
strákarnir mínir fengu að
kynnast þessari mætu konu og
ég þakka henni samfylgdina í
gegnum árin; það var sannur
heiður að þekkja þig.
Gísli Jónasson.
Elsku amma. Það var svo
gaman að koma og heimsækja
þig, sérstaklega þegar þú varst
komin á Grund því þá var hægt
að heimsækja þig oftar því þá
var miklu styttra fyrir okkur að
fara til þín og hlæja með þér;
þú kynntir okkur oft fyrir sama
fólkinu og svo hlógum við að
öllu saman.
Stundum varstu glöð og
stundum leið en svo þegar við
minntum þig á að við hefðum
líka verið hjá þér í gær þá
varstu aftur svo glöð.
Það sem var líka sérstakt við
ömmu var að hún var alltaf
tilbúin að tala við mann og hún
var alltaf með bros á vör þegar
við komum. Þegar við gistum á
Melabrautinni eða þegar hún
passaði okkur í Keldukoti fór
hún með þessa bæn:
Nótt er komin, nú er ég inni,
nærri vertu, Jesú mér,
verndaðu bæði sál og sinni,
svæfðu mig á brjósti þér,
legg að höfði líknar hönd,
lát burt hverfa syndagrönd,
öflugan settu engla múrinn,
yfir mig, þá tek eg dúrinn.
Elsku amma, hvíldu í friði.
Þú ert besta amma í heimi,
elsku amma, enda ert þú sæt
og fín.
Arnar og Steini Bragi.
Elsku amma okkar, Margrét
Sjöfn Davíðsdóttir, hefur kvatt
þennan heim og hennar verður
sárt saknað. Eftir sitjum við
með ótal minningar sem eru
ómetanlegar á sorgartímum.
Við systur vorum svo heppn-
ar að hafa fengið að upplifa frá-
bæra tíma heima hjá afa og
ömmu á Melabrautinni, svo hjá
ömmu eftir að afi lést og við
áttum þar margar góðar stund-
ir.
Heima hjá ömmu Sísí og afa
Kolla var alltaf gaman að vera
og gat amma gert leik úr öllu
eins og að hengja upp þvott,
brjóta saman handklæðin,
þurrka af eða færa rykið eins
og afi sagði alltaf. Að sinna
hreingerningastörfunum var
hvergi skemmtilegra en á
Melabrautinni.
Amma Sísí var alla tíð frá-
bær kokkur og fannst okkur
allur matur bragðast betur á
Melabrautinni en annars stað-
ar. Hún kenndi okkur margt í
eldhúsinu, eins og að búa til ís
og brauðtertur.
Hún var líka snillingur í að
búa til súpur og sósur. Hún
lagði mikla áherslu á að hafa
allt „lekkert“ eins og hún orð-
aði það og við munum reyna
eftir bestu getu að hafa hlutina
alltaf „lekkera“ hér eftir, til að
heiðra minningu þessarar ynd-
islegu konu sem amma var.
Amma var með eindæmum
tignarleg og flott kona, það
skipti engu hvað hún var að
gera, hún var alltaf með varalit
á sér og vel til höfð.
Við höfum alltaf haft gaman
af því að segja vinkonum okkar
hvað amma okkar var svaka-
lega smart og klæddi sig ekki
eins og gömul kona, enda versl-
aði hún aðeins í smart tísku-
vöruverslunum alveg fram á
síðasta dag.
Elsku amma mín, það er erf-
itt að hugsa til þess að við mun-
um ekki hittast aftur í þessum
heimi. Við erum fullvissar um
að afi Kolli hafi tekið vel á móti
þér og að þið séuð núna sitj-
andi á sólríkum stað, að borða
humar a la afi með Sóma og
Kisu ykkur við hlið. Hvíldu í
friði, elsku amma. Þínar litlur,
Edda Margrét og
Tinna Björk.
Sísí yfirgaf okkur nokkuð
skyndilega. Fyrir vikið þakka
ég forsjóninni fyrir að hafa í
sumar heimsótt hana nokkrum
sinnum á dvalarheimilið Grund,
þar sem hún bjó síðustu miss-
erin.
Alltaf var Sísí á fótum þegar
mig bar að, oftar en ekki úti á
stétt að fá sér smók. Hún hafði
ekki mikinn áhuga á því að
vera föst inni á sínum kontór,
en þannig var hún líka, hún
Sísí, síkvik og hress, með leiftr-
andi húmor og lífsgleði í far-
teskinu.
Við sátum í sólbjartri kaffi-
stofunni á Grund og ég sagði
tíðindi af minni litlu fjölskyldu
og af lífinu í stórborginni, New
York, um leið og ég bar upp er-
indi mitt við hana. Ég trúi því
og treysti að Sísí hafi þótt gam-
an að þessum samtölum. Ég
var að reyna að skyggnast inn í
liðna tíð, langaði til að fræðast
meira um pabbann sem þær
misstu svo ungar, afa minn sem
ég aldrei þekkti, en hvers nafn
ég ber.
Í leiðinni áttaði ég mig betur
á því hvers konar hetja hún
amma mín var: að missa mann
sinn sviplega frá fimm stúlkum
á aldrinum fjögurra til tólf ára,
en koma þeim samt öllum til
mennta, var ekki endilega sjálf-
gefið.
Þó að minnið væri ekki leng-
ur óbrigðult – svo sem ekki
furða þegar reynt er að
skyggnast sex áratugi aftur í
tímann – reyndust þessi samtöl
ómetanleg og eru mér mikils
virði nú, þegar við blasir að þau
verða ekki fleiri.
Sísí gat fyllt í marga eyðuna
og borið kennsl á margan
manninn á svarthvítum ljós-
myndunum, sem gömlu fjöl-
skyldualbúmin geyma.
Sísí svaraði aldrei eiginnafni
sínu, svo ég viti til, en Margrét
var hún skírð og það var í höf-
uð annarrar af Skjaldbreiðar-
systrunum svokölluðu, en þær
Margrét og Steinunn Valdi-
marsdætur ráku Hótel Skjald-
breið í miðbæ Reykjavíkur af
myndarskap í um áratug, fram
til 1942; í kjölfarið sáu þær um
árabil um að elda mat ofan í al-
þingismenn.
Amma og þær systur voru
systkinabörn og svo náin voru
tengslin, að móður mína skírði
amma eftir þriðju systurinni,
Elínu Klöru Valdimarsdóttur
(Bender).
Sísí var næstelst Njarðar-
götusystranna, hélt upp á átt-
ræðisafmælið í júní sl. Því mið-
ur eru þær nú bara tvær eftir,
móðir mín, Elín Klara (1936) og
Svava (1939); Lísa, Sísí og
Björg hafa allar yfirgefið okk-
ur. Það hlýtur að hafa verið
handagangur í öskjunni á
Njarðargötu 35, þegar þær
voru að komast á fullorðinsárin.
Vart hefur verið hús í henni
Reykjavík þar sem finna mátti
viðlíka kvenkost. Sísí fann hann
Kolla sinn, Þorkel Gíslason, og
mamma mín fann sinn Sigga,
Sigurð Eiríksson. Saman áttu
þessi hjón margar góðar stund-
ir. Kolli var eins og Sísí hress
og skemmtilegur, mikill húm-
ormaður, eitthvað segir mér að
það hafi orðið fagnaðarfundir
hjá þeim þegar Sísí kvaddi
þennan heim; sé það svo að
okkur auðnist að hitta ástvini á
ný þegar tilverunni hérna meg-
in sleppir.
Báðar misstu þær menn sína
fyrir aldur fram, Sísí og
mamma, en taugin milli systr-
anna rofnaði auðvitað ekki,
þeirra vinskapur var einstakur
og mikið held ég að hún
mamma mín eigi eftir að sakna
samtalanna við hana Sísí. Mest-
ur er þó harmur barna Sísíar
og barnabarna og þeim vil ég
votta mína dýpstu samúð.
Davíð Logi Sigurðsson.
Margrét Sjöfn
Davíðsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma Sísí, ég
þakka þér fyrir samveruna
og vil ég minnast þín með
þessum orðum:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Hvíldu í friði, elsku
amma mín, þinn
Þorkell Jón.
✝ Vorsveinn Dal-mann Friðriks-
son fæddist 28.6.
1934 á Hverhóli í
Skíðadal. Hann lést
á heimili sínu,
Höfðahlíð 11, hinn
11.11. 2014.
Foreldrar Vor-
sveins voru hjónin
Friðrik Jónsson, f.
2.11. 1892, d. 1985,
og Svanfríður
Gunnlaugsdóttir, f. 27.11. 1900,
d. 1991. Systkini hans eru: Anna
Sigurlína Friðriksdóttir, f. 14.5.
1922, Birna Guðrún Friðriks-
dóttir, f. 10.11. 1924, d. 2011,
Júlíus Dalmann Friðriksson, f.
9.10. 1926, d. 2007, Kristinn
Dætur hennar og fóst-
urdætur hans eru: Margrét Sig-
tryggsdóttir, f. 1958, maki Helgi
Sigurðsson. Synir þeirra eru:
Sigurður Forni og Björn Þór.
Kristín Sigtryggsdóttir, f. 1960,
maki Karl Friedrich Jónsson.
Synir þeirra eru Sigtryggur Ár-
mann og Karl Friedrich.
Anna Halldóra Sigtryggs-
dóttir, f. 1965, maki Árni Kon-
ráð Bjarnason. Börn þeirra eru:
Bjarni Konráð, Svanhildur
Anna og Gréta Rún. Sambýlis-
maður Svanhildar Önnu er
Bernharð Már Sveinsson og
eiga þau soninn Kristian Má.
Vorsveinn vann ýmis störf
um ævina, t.d. hjá Valbjörk,
Glerslípun, AKOpokanum, síðar
AKOplasti þar sem hann var
verkstjóri. Hann lét af störfum
68 ára gamall árið 2002.
Útför Vorsveins verður gerð
frá Glerárkirkju á Akureyri í
dag, 21. nóvember 2014, kl.
13.30.
Dalmann Frið-
riksson, f. 13.12.
1928, d. 2004,
Soffía Heiðveig
Friðriksdóttir, f.
7.10. 1931, Tryggvi
Dalmann Frið-
riksson, f. 3.6.
1938, d. 2008.
Eiginkona Vor-
sveins er Anna
Fornadóttir, f. 22.4.
1940 í Vallholti á
Húsavík. Foreldrar hennar
voru: Forni Jakobsson, f. 16.11.
1907, d. 1998, og Margrét
Hjálmarsdóttir, f. 30.8. 1918, d.
2005. Vorsveinn og Anna hófu
sambúð 1971 og gengu í hjóna-
band 1980.
Mig langar til að minnast
fósturföður míns, Vorsveins
Dalmanns Friðrikssonar, með
nokkrum orðum.
Ég á svo margar góðar
minningar um Vorsvein að ég
gæti skrifað heila bók. Ein er
þegar hann var niðri í kjallara í
Gránufélagsgötunni að gera
upp reiðhjól, ég var svo for-
vitin, hver skyldi fá hjólið og
mikið var ég glöð þegar hann
gaf mér hjólið sem var orðið
hvítt og rautt. Lærði ég að
hjóla með aðstoð mömmu og
Vorsveins.
Önnur er þegar þau mamma
voru að byggja sumarbústaðinn
okkar austur í Haga í Aðaldal,
þá bjuggum við í tjaldi í laut-
inni neðan við sumarbústaðinn í
heilan mánuð og fannst mér
það mikið ævintýri. Fórum við
Vorsveinn oft í kapphlaup heim
í Haga og aftur út í sumarbú-
stað og þandi ég mig eins og ég
gat til að reyna að vinna hann.
Þegar við fluttum í Höfð-
ahlíðina þá hafði hann miklar
áhyggjur af hvað herbergið
mitt var lítið, ég kom fyrir
rúmi, skattholi og einum hæg-
indastól og fannst það alveg
nóg. En nei, hann var ekki í
rónni fyrr en hann hafði fært
fataskápinn í hjónaherberginu
og stækkað herbergið mitt um
rúmbreidd. Þá varð hann sátt-
ari.
Ég gæti haldið áfram enda-
laust, við gerðum svo margt
saman og áttum góðar stundir
saman. Hann reyndist mér sem
besti faðir. Hann sagði að ég
mætti kalla sig pabba ef ég
vildi, en hann skildi ef ég gerði
það ekki, ég ætti jú pabba fyrir
austan. Kynnti ég mig alltaf
sem dóttur hans á mannamót-
um.
Vorsveinn var mikill hag-
leiksmaður og hafði yndi af að
renna og skera út í tré. Hann
hafði góða aðstöðu í bílskúrnum
og þar urðu margir listmunir
til. Renndi hann lampa, vasa,
skálar og platta og svo skáru
þau mamma út í plattana, einn-
ig gestabækur og klukkur og
fengu öll barnabörnin útskorn-
ar gestabækur í fermingargjöf
frá þeim.
Ef eitthvað bilaði eða brotn-
aði var farið með það til Vor-
sveins og hann lagaði það, ekk-
ert verkefni var svo erfitt að
hann gæti ekki leyst það. Hann
gaf sér bara góðan tíma.
Þau mamma voru mjög sam-
taka í lífinu og áttu sameiginleg
áhugamál sem voru gönguferð-
ir, ferðalög og útskurðurinn.
Ekki man ég eftir að þau segðu
styggðaryrði hvort við annað
og lýsir það einstakri vináttu
þeirra og samhug.
Bjarni, Anna og Gréta Rún
voru mjög hænd að afa sínum
og fylgdu honum eins og
skugginn allt sem hann fór.
Hann leyfði þeim að brasa ým-
islegt með sér í bílskúrnum og
stundum fékk amma að vera
með.
Alltaf gaf hann sér góðan
tíma til að spjalla við þau og
það var svo gott að kúra í afa-
fangi í sófanum í stofunni í
Höfðahlíðinni.
Eins var Kristian Már
langafastrákur mjög hændur að
honum og fengu þeir félagar
sér alltaf „afafisk“ þegar þeir
hittust.
Vorsveinn greindist með
krabbamein fyrir tólf árum og
tók því sem verkefni sem þyrfti
að leysa. En á þessu ári varð
ljóst að verkefnið væri honum
ofviða. Mamma hjúkraði honum
til hins síðasta með aðstoð ynd-
islegra stúlkna í Heimahlynn-
ingu á Akureyri og erum við
þeim mjög þakklát.
Elsku Vorsveinn, þakka þér
fyrir öll árin okkar, við skulum
passa mömmu og vonandi líður
þér vel í Sumarlandinu og ert
byrjaður að byggja húsið ykkar
mömmu þar.
Anna Halldóra
Sigtryggsdóttir.
Elsku afi, það er komið að
kveðjustund.
Við náðum dýrmætum stund-
um saman rétt áður en þú
kvaddir. Að kúra á milli ykkar
ömmu eins og hér áður fyrr og
leggja kollinn á bringuna þína.
Þú lagðir lófann þinn á ennið
mitt og straukst. Í þínum faðmi
var ég örugg.
Afi, þú hefur kennt mér svo
margt, t.a.m. að vera sterk,
sjálfstæð og hárnákvæm í öllu
því sem ég tek mér fyrir hend-
ur, alveg eins og þú, afi minn.
Þú hafðir alltaf trú á mér,
meira að segja þegar ég hafði
hana ekki sjálf.
Þú átt þátt í því að ég er að
verða fótaaðgerðafræðingur í
næsta mánuði. Þú hvattir mig
áfram og um síðustu jól þegar
ég var efins með áframhaldandi
nám, þá tókst þú það ekki í
mál.
Við gerðum samning milli
okkar. Ég átti að drífa þetta
nám af og koma heim til Ak-
ureyrar, hefja þar störf og eyða
fleiri stundum með ykkur
ömmu. Við náðum ekki að
standa við þann samning en ég
mun ekki bregðast þér. Ég
mun standa mig og ég mun
vera dugleg að knúsa ömmu,
Kristian mun hjálpa mér við
það.
En afi, þú verður að vera hjá
mér, halda áfram að fylgjast
með mér og ýta við mér. Kristi-
an Már sagði mér að þú værir
hjá tunglinu og ættir heima hjá
englunum. Þar ættir þú nóg af
„afafisk“. Elsku snáðinn saknar
þín mjög.
Við söknum þín öll, elsku afi
og langafi. Þín
Anna, Bernharð (Benni)
og Kristian Már.
Vorsveinn Dal-
mann Friðriksson
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt
að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar