Morgunblaðið - 21.11.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.11.2014, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2014 Þorkell Fjeldsted, bóndi í Ferjukoti í Borgarfirði, lést síðast- liðinn þriðjudag eftir erfið veikindi, 67 ára að aldri. Þorkell stundaði um árabil netaveiðar í Hvítá og kom upp sögusafni um veið- arnar. Þorkell var fæddur 28. ágúst 1947. For- eldrar hans voru Krist- ján S. Fjeldsted, bóndi í Ferjukoti, og Þórdís Þ. Fjeldsted, íþrótta- kennari og húsfreyja. Þorkell var búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri og síðan bóndi í Ferjukoti og á Ferju- bakka frá 1970. Stundaði hefðbund- inn búskap. Netaveiðar í Hvítá voru ríkur hluti af búskapn- um og lagði Þorkell rækt við þær eins og forfeður hans höfðu gert. Hann tók um árabil virkan þátt í fé- lagsmálum í Borg- arhreppi og Borg- arfirði. Hann átti meðal annars sæti í hreppsnefnd Borg- arhrepps og var for- maður skólanefndar Varmalandsskóla. Hann var í mörg ár fréttaritari Rík- isútvarpsins og umboðsmaður fyrir Álafoss. Eftirlifandi eiginkona Þorkels er Heba Magnúsdóttir. Þau eignuðust fimm börn. Andlát Þorkell Fjeldsted, bóndi í Ferjukoti í Borgarfirði Hæstiréttur hefur staðfest sýknu- dóm í meiðyrðamáli sem Egill Ein- arsson höfðaði á hendur Inga Krist- jáni Sigurmarssyni fyrir ærumeið- andi aðdróttun. Hæstaréttur klofnaði í málinu, en meirihlutinn segir að tjáning Ingvars hafi verið innan marka þess frelsis sem honum er tryggt í stjórnarskrá. Tveir þriggja hæstaréttadómara staðfesta dóm Héraðsdóms Reykja- víkur sem féll í nóvember í fyrra. Einn skilaði hins vegar sératkvæði, en hann segir að ummæli Ingvars hafi falið í sér grófa aðdróttun um að Egill hefði gerst sekur um grafalvar- legt refsivert afbrot. Hann féllst því á kröfu um ómerkingu ummælanna og telur rétt að Ingvar greiði Agli 200.000 kr. í miskabætur. Egill höfðaði meiðyrðamál á hend- ur Inga sem teiknaði ókvæðisorð á mynd af Agli og birti á Instagram. Í stefnunni var þess krafist að Ingi yrði dæmdur til refsingar fyrir æru- meiðandi aðdróttanir með því að hafa breytt ljósmynd af Agli þannig að hann teiknaði kross á hvolfi á enni hans, skrifaði „aumingi“ þvert yfir andlit stefnanda og „fuck you rapist bastard“ sem myndatexta og birti ljósmyndina þannig breytta á In- stagram, 22. nóvember 2012. Héraðsdómur Reykjavíkur sýkn- aði Inga af meiðyrðum í garð Egils í dómi sem féll 1. nóvember 2013. Eg- ill áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Við munnlegan málflutning fyrir Hæstarétti sem fór fram í lok októ- ber, sagði Valtýr Sigurðsson, lög- maður Inga, að virðing Egils hefði ekki beðið hnekki við birtingu mynd- ar af forsíðu Monitors. Þetta hefði aðeins verið dropi í hafið í þeim ólgu- sjó sem Egill hefði kosið að róa í í gegnum tíðina. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður Egils, sagði við málflutn- inginn að Ingi hefði deilt myndinni með rúmlega 100 milljónum notenda á Instagram. „Héraðsdómi tekst að skilja það með þeim hætti að myndin hafi bara verið birt fyrir lokuðum hópi fólks. Það er mér algjörlega óskiljanlegt hvernig héraðsdómur komst að þessari niðurstöðu,“ sagði Vilhjálmur. Skálduð persóna Haukur Guðmundsson, lögmaður Inga Kristjáns í héraði, sagði í ræðu sinni að umrædd mynd hefði ekki verið af Agli heldur af Gillz. „Um- mæli um skáldaðar persónur varða ekki við lög. Það er ekki hægt að meiða æru Bogomil Font,“ sagði Haukur. Á þetta féllst lögmaður Eg- ils alls ekki. „Hann taldi sig þess um- kominn að saka stefnanda [Egil] um nauðgun og kalla hann aumingja og antikrist. Og aftaka hans fór fram án dóms og laga. Og það er enginn ann- ar en stefndi [Ingi Kristján] sem get- ur borið ábyrgð á birtingu og dreif- ingu þessarar ljósmyndar.“ Morgunblaðið/Rósa Braga Meiðyrðamál Egill Einarsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður. Hæstiréttur staðfesti sýknu  Dómur klofnaði í meiðyrðamáli Egils Meiðyrðamál » Hæstiréttur staðfesti sýknu- dóm yfir Inga Kristjáni Sigur- marssyni fyrir ærumeiðandi aðdróttun. » Dómurinn klofnaði í afstöðu sinni og einn þriggja dómara vildi sakfella Inga Kristján. » Lögmaður Egils sagði mynd- inni hafa verið deilt meðal 100 milljóna notenda. „Fjölgun ferðamanna og álag á ferðamannastaði á sunnanverðu landinu sem og á Keflavíkurflugvöll hefur náð þolmörkum. Um þetta eru flestir sammála og því er brýnt að leita lausna til framtíðar. Lands- hlutasamtök, atvinnuþróunarfélög og markaðsstofur á Norður- og Austurlandi sem og á Vestfjörðum hafa tekið höndum saman við að berjast fyrir annarri gátt inn í land- ið.“ Þetta kemur fram í sameig- inlegri yfirlýsingu tíu hagsmuna- aðila, atvinnuþróunarfélaga og landshlutasamtaka á svæðinu sem nær yfir Vestfirði, Norðurland og Austfirði. Er þar skorað á stjórn- völd að beita sér tafarlaust fyrir breyttri stefnu hvað millilandaflug um Ísland varðar og opna þegar í stað aðra gátt inn í landið. Bent er á að nú þegar stefnt sé að allt að 15 milljarða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli virðist ljóst að stefna stjórnvalda sé að byggja þar upp einu millilandagátt landsins. Þetta skjóti skökku við þegar litið sé til þróunar á undanförnum árum. „Stjórnvöld verða að búa vara- flugvelli Keflavíkur á Akureyri og Egilsstöðum þannig úr garði að þeir uppfylli kröfur um þjónustustig vegna aukinnar umferðar, auk þess sem öryggi sjúklinga á stórum svæðum er stefnt í uppnám vegna skorts á viðhaldi flugvallarmann- virkja, eins og nýlegt dæmi frá Al- exandersflugvelli sannar,“ segir þar. Einnar gáttar stefna skaðar  Landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög og markaðs- stofur skora á stjórnvöld að opna aðra gátt inn í landið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.