Morgunblaðið - 21.11.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.11.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2014 Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins nam 18,2 milljörðum króna, en hann var 15,4 milljarðar á sama tíma- bili í fyrra. Þá var arðsemi eigin fjár eftir skatta 13,8% en 13,4% í fyrra. Hlutfallið hélst svipað á milli ára þrátt fyrir að eigið fé bankans hefði hækkað um 14% á milli ára, úr 160 milljörðum króna í 181 milljarða. Hreinar þóknanatekjur jukust á milli ára, voru 8,5 milljarða á fyrstu níu mánuðum þessa árs en voru 7,6 milljarðar í fyrra. Kostnaðarhlutfall lækkaði úr 58,4% í 54,4% en eiginfjárhlutfall hækkaði lítillega á milli ára, var 29,4% á fyrstu níu mánuðum ársins en var 28,4% á sama tímabili í fyrra. Loks hafa heildareignir bankans aukist um 7,5% frá áramótum. Þær námu 866 milljörðum í árslok 2013 en voru 931 milljarður í lok októ- ber. Sé sérstaklega litið til síðasta ársfjórðungs nam hagnaður eftir skatta 3,5 milljörðum króna, samanborið við 4,2 milljarða á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár á fjórð- ungnum lækkaði á milli ára, úr 10,6% í 7,9%. Hreinar þóknanatekjur hækkuðu um 16% frá sama tímabili í fyrra, voru 2,8 milljarðar í ár en 2,5 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Heildar- eignir jukust um 3% á fjórðungnum, úr 908 milljörðum í 931 milljarð. „Fyrstukaupalánum“ vel tekið Íslandsbanki kynnti á ársfjórðungnum svo- kölluð fyrstukaupalán en það eru fasteignalán á sérkjörum fyrir þá sem kaupa húsnæði í fyrsta skipti. Að sögn Birnu Einarsdóttur bankastjóra hafa 75% þeirra viðskiptavina Íslandsbanka sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð um þessar mundir sótt um fyrstukaupalánið. Áhugi á lán- unum sé mikill og mikið um fyrirspurnir. Birna segir í tilkynningu að afkoma á fyrstu níu mánuðum ársins sé í samræmi við áætlanir. „Það verður þó áframhaldandi áskorun að styrkja grunnreksturinn með kostnaðaraðhaldi og auknum tekjuvexti. Við höfum lagt áherslu á að auka hagkvæmni í rekstri en lækkun á stjórnunarkostnaði var 6,4% milli ára. Útlán til viðskiptavina hafa aukist um 54 milljarða króna á þessu ári.“ Bankaskattur 9 milljarðar Íslandsbanki mun greiða 2,4 milljarða króna í sérstakan bankaskatt á árinu, sem er tíma- bundinn skattur til fjögurra ára til að fjár- magna leiðréttingu húsnæðislána. Fyrirsjáan- legt er að heildarkostnaður Íslandsbanka vegna skattsins mun nema um 9 milljörðum króna á tímabilinu, sem mun ljúka í ársok 2016. „Mikilvægt er að þetta verði tímabundin skattheimta eins og kynnt hefur verið,“ segir Birna. „Aukin skattheimta skekkir mjög sam- keppnishæfni íslenskra banka við erlendar fjár- málastofnanir í þjónustu við stærri fyrirtæki landsins.“ brynja@mbl.is Hagnaður 3,5 milljarðar á fjórðungnum Morgunblaðið/Ómar Áhugi Birna Einarsdóttir bankastjóri segir mikinn áhuga á lánum til fyrstu íbúða kaupa.  Íslandsbanki skilaði 18,2 milljarða hagnaði fyrstu 9 mánuðina  Afkoma lakari á þriðja ársfjórðungi Í dag verður opn- að fyrir umsókn- ir í frumkvöðla- keppnina Gulleggið 2015 og er það liður í Alþjóðlegu at- hafnavikunni sem Klak Innovit hefur umsjón með á Íslandi. Keppnin var fyrst haldin árið 2008 og hefur alið af sér fjölda sprotafyrirtækja sem sum hver eru orðin að þekktum fyrirtækjum hér á Íslandi. Í fyrra var metþátttaka, en þá komu inn 377 hugmyndir en alls hafa 1.703 hugmyndir borist í keppnina frá upphafi. Dæmi um eldri þátttakendur eru Clara, Me- niga, Pink Iceland, Remake Elect- ric, Videntifier, Róró og Gracipe. brynja@mbl.is Opnað fyrir umsóknir í Gulleggið Sprotar Control- ant vann Gulleggið. Hagnaður Eimskips á þriðja fjórð- ungi ársins var 7,5 milljónir evra, eða sem svarar 1,1 milljarði króna, og jókst um 2,4 milljónir evra eða 48,0% frá sama fjórðungi í fyrra. Rekstrartekjur voru 119,6 millj- ónir evra, eða 18,5 milljarðar króna, og jukust um 6,1 milljón evra eða 5,3% frá sama tímabili 2013. Hagn- aður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam 12,6 milljón- um evra, eða tæpum 2,0 milljörðum króna, og hækkaði um 0,5 milljónir evra eða 4,2% á milli ára. Á fyrstu níu mánuðum ársins var hagnaður Eimskips 11,3 milljónir evra eftir skatta, eða sem svarar 1,7 milljörðum króna, og jókst um 1,7 milljónir evra eða 17,3% á milli ára. Rekstrartekjur voru 332,8 milljónir evra og jukust um 5,8 milljónir evra eða 1,8%. EBITDA-hagnaður var 29,7 milljónir evra og jókst um 0,5 milljónir evra eða 1,8% á milli ára. Flutningsmagn í áætlunarsiglingum á Norður-Atlantshafi jókst um 8,4% og í frystiflutningsmiðlun um 12,6%. Heildareignir í lok september námu 336,7 milljónum evra, eða lið- lega 52 milljörðum króna, og var eiginfjárhlutfall 64,0%. Gylfi Sigfússon, forstjóri, segir í tilkynningu til Kauphallar að þriðji ársfjórðungur 2014 sé besti fjórð- ungur félagsins frá árinu 2009 hvað varðar rekstrartekjur, EBITDA og hagnað eftir skatta. „Bætt afkoma skýrist aðallega af auknu flutningsmagni til og frá landinu, einkum vegna flutninga á bifreiðum, byggingarvörum og makríl.“ Jafn- framt skýrist vöxturinn af auknu magni í frystiflutningsmiðlun og aukinni hagkvæmni í siglingakerf- inu, að sögn Gylfa. Afkoma Eimskips batnar milli ára  Þriðji ársfjórð- ungur sá besti frá árinu 2009 Morgunblaðið/Ómar Eimskip Gylfi Sigfússon segir aukið flutningsmagn skýra bætta afkomu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.