Morgunblaðið - 21.11.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Framkvæmdum við nýtt móttökuhús Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal er um það bil að ljúka. Þar verður miðasalan til húsa og minja- gripir seldir. Tómas Óskar Guðjónsson, for- stöðumaður garðsins, segir að húsinu verði lokið að utanverðu í næsta mánuði og opnað fyrir gesti fyrri hluta næsta árs. Móttökuhúsið er 100 fermetrar að stærð og leysir það af hólmi 8 fer- metra skúr sem notast hefur verið við. Jöfn og góð aðsókn er að Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum. Gestir eru um 170 til 200 þúsund á hverju ári. Eru Íslendingar í miklum meirihluta. Nýtt móttökuhús í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal að verða tilbúið Morgunblaðið/Ómar Sala aðgöngumiða og minjagripa verður í nýja húsinu Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þrjár af helstu þjónustugreinum ferðaþjónustunnar voru í örum vexti á fyrstu átta mánuðum ársins og er veltan á tímabilinu farin að nálgast 100 milljarða í fyrsta sinn. Aukningin í veltu hjá veitingastöð- um, hótelum og gististöðum og bíla- leigum á fyrstu átta mánuðum hvers árs frá árinu 2008 er sýnd hér til hliðar. Virðisaukaskattur er gerður upp á tveggja mánaða fresti og eru tölurnar fyrir júlí og ágúst nýjar. Á verðlagi hvers árs Sé veltan á árinu 2009 lauslega nú- virt, miðað við breytingar á vísitölu neysluverðs frá ágúst 2009 til ágúst 2014, má sjá raunaukningu í veltu í þessum þremur greinum. Veltan í veitingasölu og -þjónustu fyrstu átta mánuði ársins 2009 er þá 32,3 millj- arðar, borið saman við 42,96 millj- arða þessa mánuði í ár og er það 33% aukning. Velta hótela og gistiheimila þessa mánuði 2009 er núvirt 18,95 milljarð- ar og hefur því aukist um 66% síðan. Velta bílaleiga á þessu tímabili 2009 er núvirt 7,88 milljarðar og hefur hún því aukist um tæp 43% síðan. Öll er þessi veltuaukning langt umfram hagvöxt á tímabilinu. Um 5% af landsframleiðslu Samanlögð velta þessara þriggja greina á þessu ári er sem fyrr segir 93,6 milljarðar króna og er það nærri tvöföldun frá árinu 2010 sé horft til veltu á verðlagi hvers árs. Til að setja 93,6 milljarða króna í samhengi eru það um 5% af vergri landsframleiðslu í fyrra sem er áætl- uð 1.873 milljarðar. Athygli vekur að velta bílaleiga eykst um 28,8% milli ára, fer úr 14,85 milljörðum í 19,13 milljarða, sem er umtalsvert undir fjölgun nýrra seldra bíla til bílaleiga. Þannig seld- ust 4.357 nýir bílar til bílaleiga á fyrstu 45 vikum ársins en 2.972 í fyrra, samkvæmt greiningu Brim- borgar, og er það 46,6% aukning. Mætti túlka það sem vísbendingu um að bílaleigur vænti enn meiri vaxtar á næstunni og hagi innkaup- um á bílum í samræmi við það. Óbeinn mælikvarði á ganginn í hótelgeiranum er fjöldi atvinnu- lausra í þeirri grein og þjónustu, samkvæmt skilgreiningu Vinnu- málastofnunar. Alls voru í október 514 skráðir at- vinnulausir sem höfðu starfað í gist- ingu og þjónustu en 597 í október í fyrra og er það 13,9% fækkun. Til samanburðar voru þeir 787 í október 2010 og 816 í október 2011 og er at- vinnuleysi í þessum greinum því á hröðu undanhaldi. 13 milljarða aukning milli ára  Veitingastaðir, hótel og bílaleigur veltu samtals 93,6 milljörðum króna á fyrstu 8 mánuðum ársins  Veltan hefur nær tvöfaldast frá árinu 2010  Velta bílaleiga eykst hægar en fjölgun bílaleigubíla Veltuaukning í ferðaþjónustugreinum Ímilljónum króna á verðlagi hvers árs í janúar til ágúst 2008 til 2014* *Undir veitingasölu- og þjónustu heyra veitingastaðir, veisluþjónusta og krár, kaffihús og dansstaðir. Hótel og gistiheimili Leiga á bifreiðum og léttum, vélknúnum ökutækjum Samtals 2008 26.270 45.394 5.842 13.282 Veitingasala og -þjónusta* Grein 28.215 51.582 7.293 16.075 2010 26.495 48.492 6.460 15.537 2009 30.825 59.676 9.484 19.367 2011 38.451 80.779 14.845 27.483 2013 42,964 93.614 19.130 31.519 2014 4.513 12.835 4.286 4.036 Aukning milli ára 33.718 68.616 12.027 22.871 2012 Heimild: Hagstofa Íslands Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Samningafundi samninganefndar sveitarfélaganna og Félags tónlist- arskólakennara (FT) lauk hjá ríkis- sáttasemjara undir kvöld í gær. Sig- rún Grendal Jóhannesdóttir, formaður FT, segir að á fundinum hafi verið rætt um gagntilboð FT við tilboði samninganefndar sveitarfé- laganna frá því á mánudag. Boðað hefur verið til annars fundar í dag klukkan hálftíu. „Menn eru að ræða þetta hver í sínu lagi. En því miður höfum við upplifað það áður og höf- um þurft að segja það í gegnum allar þessar kjaraviðræður að við höfum ekki upplifað þetta sem eiginlegar samningaviðræður. Ég ætla að leyfa morgundeginum að líða en við erum eiginlega að komast á þann stað aft- ur,“ segir Sigrún. Hún segir að eftir morgundaginn muni samninganefndin upplýsa fé- lagsmenn um stöðu mála. Fyrr sé ekki hægt að ræða nánar einstök at- riði viðræðnanna. „Það sem þó hefur verið jákvætt í þessari viku er að menn hafa ekki unnið með sama hætti í kjaraviðræðunum og áður. Þetta hefur verið efnisleg vinna og það er breyting frá því sem var. En það breytir því ekki að eftir því sem liðið hefur á vikuna þá efast maður um að hugur fylgi máli,“ segir Sig- rún. Rætt um gagntilboð Félags tónlistarskólakennara  Enn ekki eiginlegar kjaraviðræður í gangi að mati FT Morgunblaðið/Styrmir Kári Tónlist Fundað verður hjá ríkis- sáttasemjara að nýju í dag. Brennisteinsmengun vegna eld- gossins í Holuhrauni fór mest upp í um 800 míkrógrömm nærri Mývatni og í Reykjahlíð í gær. Samkvæmt skilgreiningum getur slíkt hlutfall í andrúmsloftinu far- ið illa í viðkvæma. Líkt og í gær má búast við gas- mengun norður af gosstöðvunum í Holuhrauni, frá Vopnafirði vest- ur að Tröllaskaga í dag. Nokkuð stífur vindur var á svæðinu í gær sem gerði það að verkum að mengunin náði ekki að safnast fyrir í lægðum í landslaginu í eins miklum mæli og oft áður. vidar@mbl.is Brennisteinsmeng- un berst í norðurátt frá gosstöðvum Morgunblaðið/RAX Eldgos Gasmengunin fór yfir norðanvert landið í gær og verður þar einnig í dag. Nátengd form menningarefnis sitja ekki við sama borð við skattlagningu hér á landi. Þannig eru bækur og tónlist í neðra þrepi virðisauka- skatts, en kvikmyndir og sjónvarps- efni í efra þrepi. Þetta segir í um- sögn Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK) um frumvarp til breytinga á lögum um virðisaukaskatt sem liggur fyrir Al- þingi. Í umsögninni eru rakin mörg dæmi um mismunun í skattlagningu eftir tæknilausnum og fyrir- komulagi. Afnotagjöld sjónvarps- stöðva falla í neðra þrep vask- kerfisins, en myndefni eftir pöntun (VOD) í efra. Telur félagið að þetta séu leifar frá þeim tíma þegar svo- kölluð línuleg dagskrá var eina út- sendingarformið. Núverandi fyrir- komulag feli í sér mismunun sambærilegrar starfsemi. Þá er bent á að um 25 prósent heimila hér á landi kaupi þjónustu Netflix og BSKYB en hvorugt fyrir- tækið borgi hér virðisaukaskatt eða önnur gjöld. Þá sé ekki að sjá að sjónvarpsþjónustan Google Play eða tónlistarveitan Spotifty, sem báðar eru á markaði hér, standi skil á virðisaukaskatti. Þetta skekki veru- lega samkeppnisstöðu félagsmanna FRÍSK. Kvarta yfir ósann- gjarnri samkeppni  FRÍSK gagnrýnir vask-kerfið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.