Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.11.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.11.2014, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.11. 2014 Fjölskyldan Það getur verið erfitt að vakna í rökkrinu og fara fram úr heitu ból-inu. Til að gera stundina notalegri mætti klæða ungviðið í notalega sloppa, kveikja á nokkrum kertaljósum við morgunverðarborðið og klæða sig svo þegar allir hafa borðað og komið hita í kroppinn. Morgunmatur í skammdeginu Morgunblaðið hitti ungt fólkfrá öllum norrænu þjóð-unum sem statt var hér á landi til að taka þátt í umræðum um umhverfismál í tilefni 25 ára afmæl- is umhverfismerkisins Svansins. Þau heita Hugrún Geirsdóttir, 29 ára, Mads Wædegaard, 18 ára, Dan- mörku, Sara Fosstvedt, 30 ára, Nor- egi, David Collste, 26 ára, Svíþjóð, og Mia Halmén, 25 ára, Finnlandi, og voru sammála um að upp væri að vaxa kynslóð meðvitaðri neyt- enda. Ýmislegt vantaði þó upp á ef snúa ætti við slæmri þróun í um- hverfismálum. Hver er ykkar snertiflötur við umhverfismál? Hugrún: „Ég er í mastersnámi í Háskóla Íslands í umhverfis- og auðlindafræði. Wædegaard: „Ég er í menntaskóla en hef mikinn áhuga á við- skiptafræði og samfélagsmálum og óneitanlega eru umhverfismál tengd því. Og ég er auðvitað framtíð- arneytandinn.“ Fosstvedt: „Ég er hönnuður með mitt eigið fatamerki. Ég spái mikið í umhverfismál og nota til að mynda lífræna bómull í fatalínu mína. Ég var beðin að koma hingað því ég til- heyri þessum textílheimi en innan tískuheimsins eru umhverfistengd vandamál.“ Collste: „Mín tenging er meðal annars sú að ég hef starfað fyrir umhverfisverkefni Sameinuðu þjóð- anna þar sem einblínt er á sjálf- bærni og framleiðsluferli.“ Halmén: „Ég hef unnið bæði sjálf- boðavinnu í tengslum við umhverf- ismál en einnig í tengslum við há- skólanám mitt en ég hef lært ferðamálafræði og starfað fyrir ferðamálaráð Helsinki. Þar er þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu ofarlega á blaði.“ Hvað er ykkur ofarlega í huga í umhverfismálum? Wædegaard: „Ég held að í raun sé ómögulegt að hafa ekki áhuga á um- hverfismálum í dag. Við viljum öll að börnin okkar geti búið í heimi þar sem þau geta andað og haft að- gang að ómenguðu vatni og mat. Áhrif af okkar eigin neyslu er það sem fólk þarf að vakna til vitundar um. Ég hef áhyggjur af því að það þurfi eitthvað of stórt og dýrkeypt að gerast til að við förum að breyta einhverju. Enginn vill breyta lífsstíl sínum, allir vilja hafa það gott og það er helsta vandamálið að það er einmitt ekki þannig. Við getum ekki öll verið á stórum bíl og keypt ný föt fyrir hvern dag. Það dæmi geng- ur ekki upp.“ Hugrún: „Mér er efst í huga hve mikilvægt er að það verði hugar- farsbreyting. Bæði hjá hinum al- menna borgara og hjá stjórnmála- mönnum. Að það sé hægt að breyta þessari gróðahugsun og það skiljist að við getum tekið ábyrgð á eigin gjörðum og stuðlað þannig að betra umhverfi í heild fyrir allan heiminn. Allar upplýsingar eru aðgengilegar, við þekkjum helstu staðreyndir um það sem er efst í umræðunni eins og loftslagsmál en það sem skortir er aðgerðahæfnin; að við förum samfara þessum upplýsingum að gera eitthvað. Ég hef tekið fyrir umhverfismennt ogloftslagsbreyt- ingar í mínu námi svo það eru margir þættir þar sem eru mér hugleiknir. Afleiðingar loftslags- breytinga eru svo víðtækar, allt frá bráðnun jökla hér heima upp í felli- bylji í Bandaríkjunum. En það eru líka önnur áhyggjuefni eins og að hugmyndafræðin um heildrænt samfélag, sem við öll höfum áhrif á, virðist ekki ná fótfestu. Hugmyndin um sjálfbæra þróun ætti að komast á flug innan stefnumála ríkisstjórna í heiminum en þar vantar verulega á.“ Fosstvedt: „Í ljósi starfs míns sem fatahönnuðar er mér ofarlega í huga það sem snýr að fataframleiðslu í heiminum. Ég hef áhyggjur af neyslunni, við kaupum of mikið – sem hljómar kannski kaldhæðn- islega þar sem ég er að búa til og selja föt, en mitt innlegg er að búa til föt sem endast lengi, úr góðum og náttúrulegum efnum. Ég vil að fólk kaupi minna og það er stóra málið í heiminum; of mikil neysla.“ Collste: „Sjálfbærni og að þróa hana í öllum greinum samfélagsins er mér ofarlega í huga. Með því vinnum við bæði umhverfinu í hag en um leið erum við að vinna gegn fátækt í þriðja heiminum. Þetta eru enda afar tengd mál.“ Halmén: „Ég hef mikinn áhuga á umhverfismálum í tengslum við ferðaiðnaðinn og sjálfbærni innan hans. Skortur á auðlindum og of mikil neysla eru stóru vandamálin frá mínum bæjardyrum séð. Það verður líka hvað erfiðast að breyta neyslu jarðarbúa, sem snýst of mik- ið um að fólk kaupir of mikið og hluti sem það notar stutt því þeir endast ekki lengi og hendir svo.“ Haldið þið að ykkar kynslóð sé meðvitaðri um umhverfismál en kynslóðirnar á undan? Hugrún: „Ég held að mjög margir hafi ágæta þekkingu á umhverf- ismálum, kunni skil á staðreynd- unum að baki þeim en geri lítið til að breyta hlutunum. Ég held samt að mín kynslóð og komandi kyn- slóðir verði meðvitaðri um sitt hlut- verk í því að breyta hlutunum á víð- tækan hátt.“ Wædegaard: „Ég held að það sé ýmislegt sem mín kynslóð passar sig á að gera og gera ekki sem fyrri kynslóðir spá ekkert í. Þetta eru litlu atriðin. Ég myndi til dæmis aldrei láta vatnið bara renna meðan ég er að bursta tennurnar, ég reyni alltaf á allan mögulegan hátt að spara orku og auðlindir. Það er orð- inn sjálfsagður partur af því að alast upp á 21. öldinni. Fyrir nokkr- um áratugum hefði enginn spáð í bensíneyðslu bíla og þannig. Við er- um upplýst frá vöggu.“ Fosstvedt: „Ég tel að unga fólkið sé upplýstari. Kannski er það vegna þess að við erum klárari á netið! Þetta er öld upplýsingar. Við höfum aðgang að alls kyns upplýsingum. Ég held að það sé að stærstum hluta því að þakka. Það er næstum ómögulegt að vera illa upplýstur um þessi mál. Þetta hefur breyst á bara örfáum árum.“ Collste: „Já, það er algjör kynslóða- munur. Fyrir nokkrum vikum vor- um við með stærstu mótmælagöngu fyrir umhverfið í sögunni um allan heim. Stærsta mótmælagangan var í New York þar sem 300.000 manns marseruðu, ég var sjálfur í Amst- erdam. Við höfum ekki séð svo stór mótmæli um allan heim frá því að stríðið í Víetnam var. Ég held að fólk sé að vakna. Fólk í mínum heimabæ í Svíþjóð, sem er lítill, vin- ir mínir sem höfðu engan áhuga á þessu ekki alls fyrir löngu, eru flest- ir farnir að ræða þetta í dag að fyrra bragði. Umhverfismál eru nokkuð sem fólk ræðir orðið um í partíum og ekki bara fólk sem er sérstaklega ástríðufullt í þessu, þetta er bara orðið almennt um- ræðuefni.“ Halmén: „Maður sér þetta með kynslóðamuninn einna skýrast á fundum sem þessum í dag. Það er allt öðruvísi að hlusta á það sem fyrirtæki segja og það sem yngri kynslóðir hafa til málanna að leggja.“ Eruð þið bjartsýn fyrir hönd um- hverfisins? Hugrún: „Ég vil vera bjartsýn. Ég held að það sé eina leiðin til að geta horft fram á veginn. Sjálf er ég í námi sem er lausnamiðað og það er auðvitað svo að í raun búum við yfir fjölmörgum lausnum en það er bara spurning hvernig við förum að því að nýta þær og fá breytingarnar í gegn.“ Fosstvedt: „Ég veit það ekki. Við hér á norrænum slóðum erum svo rík og svo fá – við finnum ekki lofts- lagsbreytingarnar á líkama okkar eins og fólkið í Þriðja heiminum. En ég reyni að vera bjartsýn. Við þurf- um að huga að því að fjárfesta í sjálfbærum viðskiptatækifærum og vörum. Og spara orku, það eru litlu verkefnin sem við getum sinnt. Það sem við getum gert er að vera góð fyrirmynd því neysla okkar er vandamálið og þriðji heimurinn horfir til ríkari landa og vill það sama og við.“ Collste: „Já og nei, ég er bjartsýnn og svartsýnn. Fræg spá fyrir fram- tíðarheiminum út frá umhverfinu er til frá árinu 1972. Þá var gert líkan af heiminum og þeirri þróun sem gæti orðið á umhverfi hans næstu 50 árin. Sú spá hefur hingað til ræst skref fyrir skref og miðað við hana er framtíðin svört. Við erum ofur- neytendur, við þurfum að breyta þessari neyslu, það er enginn annar kostur. Ég er bjartsýnn því fólk er farið að hugsa út fyrir kassann og hvað er hægt að gera í litlum skref- um.“ Halmén: „Ég trúi því að okkar kynslóð muni koma betur fram við umhverfið en auðvitað er von manns breytileg frá degi til dags. Stundum finnst manni þetta vonlaust verkefni en maður reynir að vera jákvæður.“ UNGIR NEYTENDUR Helsta vanda- málið er að allir vilja hafa það gott Frá vinstri: David Collste, Sara Fosstvedt, Hugrún Geirsdóttir, Mads Wædegaard og Mia Halmén. Morgunblaðið/Þórður FIMMMENNINGAR FRÁ ÖLLUM NORRÆNU RÍKJUNUM SEGJA MIKILVÆGT AÐ NORÐURLANDABÚAR SÉU FYRIR- MYND OG ÞURFI AÐ MINNKA NEYSLU. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Við þekkjum helstu staðreyndir um það sem er efst í umræðunni eins og loftslagsmál en það sem skortir er aðgerðahæfnin.“ Hugrún Geirsdóttir „Þetta eru litlu atriðin. Ég myndi til dæmis aldrei láta vatnið bara renna meðan ég er að bursta tennurnar.“ Mads Wædegaard „Ég tel að unga fólkið sé upplýstara. Kannski er það vegna þess að við er- um klárari á netið!“ Sara Fosstvedt „Umhverfismál eru nokkuð sem fólk ræðir orðið um í partíum og ekki bara fólk sem er sérstaklega ástríðu- fullt í þessu.“ David Collste „Það verður líka hvað erfiðast að breyta neyslu jarðarbúa, sem snýst of mikið um að fólk kaupir of mikið.“ Mia Halmén
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.