Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.11.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.11.2014, Blaðsíða 44
Fjármál heimilanna Carlos Slim lét m.a. byggja Soumaya safnið í Mexíkóborg *Flest dreymir okkur um að eiga meiri peninga.Væri ekki amalegt að vinna eins og einn Vik-ingalottó-pott, nota tugi eða hundruð milljóna tilað greiða upp skuldir, kaupa fínni bíl, stærra húsog ferðast. En hvað gera menn eins og MexíkóinnCarlos Slim, ríkasti maður heims, við auðæfin?Eignir Slim eru metnar á 80 milljarða dala, um 9.750 milljarða króna. Ef hann eyddi milljón döl- um á dag tæki hann um 220 ár að klára peninginn. Væri 220 ár að eyða auðæfunum Ljósmynd / Wikipedia – Javier Hinojosa (CC) Á dögunum sendi Anna Jónsdóttir sópransöngkona frá sér geisladisk- inn VAR, með íslenskum þjóð- lögum án meðeiks. Á sunnudag kl. 15. heldur hún tónleika í Hannesarholti ásamt Þóru Passauer kontraalt og Nínu Margréti Grímsdóttur píanóleik- ara. Þar flytja þær ýmsa tónlistar- konfektmola. Hve mörg eruð þið á heimilinu? Við erum fjögur. Ég, maðurinn minn hann Garðar og tvö börn (yngsta og elsta) og svo kötturinn Lísa. Miðbarnið er flutt að heiman og hefur stofnað sína eigin fjöl- skyldu sem stundum borðar með okkur. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Mat svona almennt en ef þröngt er í búi þá, ost, egg, lýsi, haframjöl, mjólk og hrökkbrauð. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Úff, ég eiginlega veit það ekki, en sennilega of mikið, þó að við séum á réttri leið með að kaupa passlega mikið inn. Hvar kaupirðu helst í matinn? Víði og Nóatúni þegar þarf bara að kaupa allra nauðsynlegasta. Ann- ars finnst mér erfitt að kaupa inn nema það sem er vinsælt í dag. Flestar búðir eru með sama úrval- ið. Hvað freistar mest í matvörubúðinni? Ostar og ber (og stundum nammi) og rauðvín. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Við reynum að nýta matarafganga og oft getur maður gert dýrindis máltíð úr einföldum og ódýrum hráefnum. Til dæmis finnst mér lauksúpa með gratíneruðu brauði vera veislumatur. Hvað vantar helst á heimilið? Í raun vantar ekkert, nema kannski stærra „heimili“ þ.e. hús. Það er hins vegar eitt sem ég hef aldrei átt og það er hrærivél. Þó hef ég ekki tölu á þeim stórboðum sem hafa verið haldin og kökum sem hafa verið bakaðar hér á þessu heimili. Eyðir þú í sparnað? Já séreignasparnað. Skothelt sparnaðarráð? Eyða ekki um efni fram! Gleyma sér ekki í neyslu. ANNA JÓNSDÓTTIR SÖNGKONA Hefur aldrei átt hrærivél Anna segir oft hægt að gera dýrindis rétti úr afgöngum og ódýru hráefni. Aurapúkinn hefur oft skrifað um kosti þess að vera ekki klyfjaður af of mörgum veraldlegum eigum. Flatskjárinn, einbýlishúsið, flygillinn og antikdúkkusafnið getur nefni- lega fljótt orðið að íþyngjandi byrði. Eigurnar geta orðið að ankeri sem heftir fólk í að grípa tækifæri, taka áhættu og láta draumana ræt- ast. Hefur Púkinn t.d. tekið eftir að um leið og fólk eignast íbúð og innbú verður því oft þeim mun erfiðara að t.d. athuga atvinnu- tækifæri erlendis eða máski taka alþjóðlega námssyrpu. Jafnvel bara ef áhugavert starf býðst í öðrum landsfjórðungi er erfitt að slíta upp ræturnar ef fólk á of mikið af hlut- um. Sjóndeildarhringurinn takmark- ast við ankerið því það væri svo mikið basl, og svo dýrt, að kaupa eða selja íbúðina, koma bílnum í verð, setja búslóðina í gám, og þar fram eftir götunum. Sá sem ferðast létt í gegnum líf- ið getur farið víða. púkinn Aura- Ertu með ankeri?H ver hefur ekki heyrt sögur af leiðtogum og snillingum sem þurfa sáralítinn svefn? Þær eru ófáar frásagnir af stjórn- málamönnum, vísindamönnum og listamönnum sem leggjast seint til hvílu, rísa árla á fætur og afkasta margfalt á við venjulegt fólk. Þeir sem halda að lítill svefn sé lykillinn að árangri ættu samt að hugsa sig tvisvar um. Þó að það geti hentað sumum að sofa sáralít- ið þá gildir ekki endilega það sama um meðaljóninn, og að því er Wall Street Journal greinir frá getur of lítill svefn leitt til lægri launa og lélegri ákvarðanatöku þegar kemur að fjárfestingum. Meiri svefn, hærri laun WSJ greinir frá nýlegri rannsókn vísindamanna við San Diego-útibú Kaliforníuháskóla þar sem rýnt var í svefnvenjur fólks og velgengni á vinnumarkaði, byggt á tölum bandarísku manntalsstofnunar- innar. Niðurstöðurnar eru heldur betur sláandi: Þeir sem sofa of lítið gætu átt von á um 16% hærri launum ef þeir bara bættu við sig einni klukkustund af svefni. Er þetta álíka hækkun launa og reikna má með fyrir eitt viðbótarár af skóla- göngu. Dæmigerð manneskja þarf átta klukkustundir af svefni hverja nótt til að vera upp á sitt besta. Svefn- þörfin er breytileg eftir ein- staklingum en fæst okkar eru mjög langt frá meðaltalinu. Fyrir nær alla er alveg galið að ætla að sofa t.d. aðeins fimm klukkustundir á sólarhring. Rannsakendurnir benda á að áhrif svefnleysisins sjáist ekki endilega svo vel. Þeir sem sofi of lítið geti í sjálfu sér komist í gegn- um daginn áfallalaust, setið fundi, lesið sig í gegnum skýrslur og höndlað hina daglegu rútínu. En svefnleysið hefur áhrif á starfsemi heilans að því marki að fólk á erfitt með að hugsa á frumlegan hátt, koma auga á möguleika fyrir utan rammann, læra af reynslunni og laga sig að breyttum aðstæðum. Erfiðara verður að beita góðri dómgreind á erfiðar ákvarðanir ef svefninn er af skornum skammti og þeir sem sofa lítið eru líklegri til að vera ergilegri, upplifa sveifl- ur í skapi og þurfa að hafa meira fyrir að láta sér lynda við aðra. Að þessu sögðu ætti engan að furða að rannsóknir sýna að fjár- festar sem hafa fengið litinn svefn taka verri fjárfestingarákvarðanir. Betri afköst með hollari mat Fleira en svefnvenjur hefur áhrif á frammistöðu í starfi. Rannsókn sem birt var á síðasta ári í fræði- ritinu Journal of Occupational and Environmental Medicine sýndi fram á töluvert betri frammistöðu starfsmanna sem borðuðu hollan mat. Er hægt að reikna með að ef bætt frammistaða vegna nægs svefns hækki laun fólks þá séu áhrifin þau sömu þegar gott mat- aræði eykur afköst. Rannsakendur komust m.a. að því að þeir starfsmenn sem stund- uðu reglulega líkamsrækt og borð- uðu hollan mat voru með 27% færri fjarvistardaga en hinir. Ef mataræðið var hollt allan daginn voru starfsmenn 25% líklegri til að hafa meiri afköst í starfi. Ef starfs- menn tömdu sér að stunda líkams- rækt í 30 mínútur, þrisvar í viku eða oftar, þá voru þeir 15% líklegri til að vera afkastameiri en venju- lega. Starfsmenn undir offitumörkum reyndust sýna 11% meiri afköst í starfi en þeir sem eru yfir mörk- unum. Er því hætt við að ef auka- kílóin verða of mörg geti þau farið að verða að hindrun fyrir þá sem vilja ná lengra í starfi. MATARÆÐI, HREYFING OG SVEFN Ertu upp á þitt besta? RANNSÓKNIR BENDA TIL AÐ ÞEIR SEM HUGSA VEL UM HEILSUNA OG FÁ NÆGAN SVEFN UPPSKERI EKKI AÐEINS AUKIÐ HEILBRIGÐI HELDUR FÁI HÆRRI LAUN OG FJÁRFESTI BETUR. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Rannsakendur í Kaliforníu komust að því að ef fólk fær of lítinn svefn getur það verið ávísun á lægri tekjur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.