Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.11.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.11.2014, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.11. 2014 Heilsa og hreyfing V el er tekið á því í Laugalandsskógi ofan við Þelamerkurskóla skammt norðan Akureyrar að morgni dags en þó hlegið og gert að gamni sínu í leiðinni. Þarna er á ferð hópur kvenna í lík- amsrækt undir stjórn Andreu Waage og Guð- ríðar Jónasdóttur, sem báðar eru útskrifaðir einkaþjálfarar frá Keili og sú síðarnefnda heilsunuddari að auki. Konunum finnst bersýnilega gaman saman. Gott dæmi er að kona úr Bárðardal ekur 80 kílómetra hvora leið til að geta verið með, að vísu bara einu sinni í viku … Tímana sækja líka konur frá Svalbarðseyri, Grenivík og framan úr Eyjafirði. „Þær keyra drjúgan spöl og hafa sumar gert lengi, þannig að við erum greinilega að gera eitthvað rétt!“ segir Andrea við Sunnudagsblað Morg- unblaðsins. Njóta náttúrunnar „Við vorum báðar nýútskrifaðar og unnum sem einkaþjálfarar á Bjargi þegar við byrj- uðum með lítinn hóp kvenna sem vildi frekar vera úti en inni í æfingasal. Þetta byrjaði að sumri til en svo héldum við áfram inn í vet- urinn, erum nú á fjórða ári og smám saman hefur bæst við hópinn,“ segir Andrea. Þær stöllur hitta hópana sína tvo daga í viku, þriðjudaga og fimmtudaga, einn klukkan átta að morgni, þann næsta í hádeginu og loks einn síðdegis. Hvert námskeið stendur í fimm vikur, en margar konur eru alltaf með, kaupa sér heila önn í einu. „Námskeiðin eru allt árið nema hvað við tökum okkur smá sumar- og jólafrí.“ Stundum gerir hópurinn æfingar á sama staðnum en oft fer hann í göngutúr og gerir æfingar nokkur sinnum þegar stöðvað er. Konurnar hittast víða og aldrei á sama stað tvisvar í röð. „Við erum með skógarþema í þessum mánuði til þess að hóparnir geti sem best notið haustlitanna og við erum reyndar nánast alltaf á einhverjum fallegum stöðum úti í náttúrunni. Mjög lítið er um malbikstíma, nema þegar við förum saman á kaffihús eftir gönguna – þá hittumst við nálægt mið- bænum.“ Andrea nefnir dæmi um slíkan dag: „Þá var mæting við Hof, við gengum að Amts- bókasafninu og gerðum æfingar þar, gengum þaðan niður á Eiðsvöll þar sem aftur voru gerðar æfingar og í þriðja skipti í grennd við veitingahús, þar sem við fórum svo inn á eftir og borðuðum saman.“ Mætingin er ekki verri þótt geri brjálað veður. „Við segjum reyndar að veðrið sé aldr- ei vont, maður klæðir sig þá bera betur og það er alltaf jafn æðislegt að koma út. Ef það er stórhríð notum við góð gleraugu og höldum okkar striki. Því meiri snjór, því erfiðari er gangan og hnélyfturnar hærri. Við leggjum samt mjög mikla áherslu á að þetta sé skemmtilegt eins og nafnið, Gaman saman, gefur til kynna og við reynum að standa undir því. Þegar viðrar til þess búum við til snjóhús, gerum engla eða rennum okkur niður brekk- ur. Þá finnum við barnið í okkur!“ Konurnar gera að mörgu leyti sömu æfing- ar og þær voru vanar inni á líkamsrækt- arstöðinni en fá ferskt útiloftið að auki. „Því fylgir einhvern veginn miklu meiri gleði að vera úti. Það er ekki tilviljun að þunglynd- issjúklingum er ráðlögð útivera því útiloftið gerir manni gott, fyrir utan hve gaman er að njóta fegurðarinnar í náttúrunni. Úti er líka GAMAN SAMAN Í EYJAFIRÐI Ef veðrið er vont finnum við barnið í okkur! HÓPUR KVENNA STUNDAR SAMAN LÍKAMSRÆKT UNDIR BERUM HIMNI Í EYJAFIRÐI SUMAR SEM VETUR. ANDREA WAAGE OG GUÐRÍÐUR JÓNS- DÓTTIR KOMU Á FÓT VERKEFNINU GAMAN SAMAN OG ÞAÐ STENDUR UNDIR NAFNI. ÞÆR SEGJA VEÐRIÐ ALDREI OF VONT TIL AÐ VERA ÚTI! Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Jafnvægi og styrkur. Með þessari æfingu reynir líklega á fleiri vöðva en flestir geta ímyndað sér. Guðríður Jónasdóttir, til vinstri, og Andrea Waage stjórna Gaman saman-hópnum. Það tekur vel í handleggina og þjálfar vöðvana vel að sveifla köðlum eftir kúnstarinnar reglum. Börn ættu að hreyfa sig í minnst klukkustund á dag samkvæmt ráðleggingum landlæknis. Ráðin eru sett fram sem algjört lágmark því auðvitað ættu börn að vera meira á hreyfingu. Það er nægur tími á fullorð- insárum til að sitja á skrifborðsstól. Margt er hægt að gera til að auka hreyfingu barna og fullorðinna. Allar árstíðir bjóða upp á pollahopp og á veturna er hægt að nýta hreyfiorkuna í snjókast og snjóhúsagerð. Hreyfing hvern dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.