Selfoss - 27.02.2014, Blaðsíða 4

Selfoss - 27.02.2014, Blaðsíða 4
4 27. febrúar 2014 25% aukning í innritunum í sjávarútvegstengt nám Framhaldsskólinn í Vest-mannaeyjum býður upp á skipstjórnarnám og FSu nám í vélvirkjun. Aðsókn í nám tengt sjávarklasanum á Íslandi hef- ur vaxið stöðugt frá árinu 2009 og fjölbreytni námsbrautanna hefur aukist. Merkja má aukinn áhuga á nýsköpun og fullvinnslu afurða á sókn ungs fólks í grunnnám tengt sjávarútvegi, segir í greiningu Sjáv- arklasans, sem birtist sl. þriðjudag. Aukinn áhugi er einnig á námi í matvælafræði og þverfaglegu námi á sviði sjávarútvegs. • Fjöldi nemenda við skipstjórn- arskólann nærri þrefaldaðist á árunum 2008 og 2013 og enn aukast nýskráningar. • Eftirtektarverður viðsnúningur hefur orðið í aðsókn í sjávarút- vegsfræði við Háskólann á Ak- ureyri en námið hefur verið eflt, m. a. með aukinni tengingu við atvinnulífið. Heildarfjöldi nem- enda þar hefur aldrei verið meiri en nú leggja 69 nemendur stund á sjávarútvegsfræði. (Heimild: Sjávarklasinn) Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Þorlákur Helgi Helgason, netfang: torlakur@fotspor.is Myndir: ÞHH og ýmsir aðrir. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 9.500 eintök. dreifing: Íslandspóstur Fríblaðinu er dreiFt í 9.500 eintökum á öll heimili á suðurlandi. SELFOSS 4. TBL. 3. ÁRGANGUR 2014 Selfoss inn á hvert heimili! Kennarar krefjast engra ofurlauna Gerðar eru auknar kröfur til kennara með nýjum verkefnum, sérlausnum og einstaklingsmiðaðri þjónustu, utan sem innan kennslustofunnar, segir Gylfi Þorkelsson. Kjarasamningar framhalds-skólakennara runnu út í lok janúar sl. og stéttin er því samningslaus. Samninganefnd rík- isins hefur ekkert að bjóða, og hefur greinilega ekki umboð stjórnvalda til að gera það sem menntamálaráð- herra og fleiri stjórnmálamenn hafa sagt opinberlega að þurfi að gera: að hækka laun kennara. Mikil samstaða ríkir meðal kennaranna og nemendur hafa stutt þá einhuga, m.a. með kröfu- stöðu á Austurvelli, enda varðar það þá og framtíð þeirra, ekki síður en starfandi kennara, að kennaralaun séu mönnum bjóðandi. Nýliðun í kennarastéttinni hefur verið léleg lengi undanfarið og meðalaldur framhaldsskólakennara er nú kom- inn í 56 ár. Framhaldsskólanemar munu ekki velja kennaranám þegar þeir sjá að byrjunarlaunin sem ný- liðum í kennslu bjóðast eftir 5 ára háskólanám og meistarapróf eru 300.000 krónur. Yngstu kennararnir munu líka flýja skólana. Stór hópur framhaldsskólakennara fer á eftirlaun á næsta áratug. Hverjir eiga að taka við af þeim? Ekki er að sjá að stjórn- völd hafi teljandi áhyggjur af því. Einstaklingsmiðuð þjónusta, utan sem innan kennslustofunnar. Á síðustu árum hefur orðið mikil breyting í framhaldsskólunum. Nán- ast allir, eða meira en 95% af hverjum árgangi, halda sem betur fer áfram námi eftir grunnskóla. Ánægjulegt er líka að viðhorfsbreyting hefur orðið gagnvart námserfiðleikum af ýmsu tagi. Vandi hvers einstaklings er greindur af fagmönnum og með því lagður grunnur að aðstoð við hæfi. Um leið hefur kennarastarfið orðið margfalt flóknara, gerðar eru auknar kröfur til kennara með nýjum verk- efnum, sérlausnum og einstaklings- miðaðri þjónustu, utan sem innan kennslustofunnar. Í þessu ljósi er það rétt skref að lengja kennaranámið og endurskoða innihald þess, til að efla kennara framtíðarinnar og gera þeim betur kleift að takast á við aukinn fjölbreytileika og flóknari aðstæður. Flestir telja það vonandi eðlilegt að þessu fylgi aukinn kostn- aður: að 5 ára nám sé dýrara en 3ja ára nám og að borga þurfi stétt sem þarf masterspróf til starfsréttinda hærri laun en ef aðeins væri krafist bachelorgráðu. Eða hvað? Stefnt í þverögfuga átt. Blóðugur niðurskurður í framhalds- skólunum, a.m.k. 12 milljarðar undanfarinn tæpan áratug, hefur þvingað skólana til að fara í þveröf- uga átt en augljósast mætti telja að stefnt væri: fjölgað hefur almennt í námshópum og fámennari valá- fangar verið skornir, eða kennsla í þeim skert, á sama tíma og aðstæður hrópa á minni hópa og aukna fjöl- breytni í námsframboði til að koma betur til móts við ólíkar einstak- lingsþarfir. Margir skólanna ramba nefnilega á barmi gjaldþrots. Stofn- anasamningar, sem gefa áttu færi á „sveigjanleika“ og launaskriði, eru orðin tóm, því ekkert verður af engu. Laun framhaldsskólakennara hafa hækkað minna en hjá öllum öðrum stéttum hér á landi frá 2006 og eru nú 17% lakari en annarra háskóla- menntaðra starfsmanna hjá ríkinu. Verri starfskjör, aukið álag og lélegri laun, fyrir lengri (og vonandi betri) menntun, hafa þegar valdið atgervis- flótta, eins og fram hefur komið. Ekki þarf að fara mörgum orð- um um áhrif þessarar sveltistefnu. Þjóðfélag sem í framtíðinni verður að reiða sig æ meir á nýsköpun, há- tækni- og þekkingariðnað til að halda uppi viðunandi lífskjörum þarf á vel menntuðu fólki, öflugu skólakerfi og úrvals kennurum að halda. Nemend- ur sem nú sitja í framhaldsskólunum, og gætu annars hugsað sér að verða kennarar, munu leita annað, mennta sig til starfa sem gefa þeim a.m.k. möguleika á að framfleyta fjölskyldu. Hverjir eiga þá að kenna komandi kynslóðum, sem þjóðin á allt undir að standi fyrir nýsköpun í auknum mæli? Stytting náms mun auka brottfall. Við þessar aðstæður mætti ætla að frá stjórnvöldum kæmu hugmynd- ir til endurbóta. En svo er ekki. Helstu tillögurnar þaðan koma frá menntamálaráðherra um „að stytta framhaldsskólann“ og frá sveitar- stjórnarstiginu „að láta kennara gera meira af því sem þeir eru bestir í, að kenna“. Ráðherrann fullyrðir að styttingin muni bæta skólastarf. Þar er hann á villigötum. Í fyrsta lagi er framhaldsskólinn meira en bara bóknámsbrautir til stúdentsprófs. Vandinn snýr ekki að þeim sem geta tekið stúdentspróf á þremur árum (margir gera það nú þegar) heldur hinum sem gengur erfiðlega að ljúka því á fjórum árum, af ýmsum ástæð- um. Stytting náms mun þess vegna auka brottfall, ekki minnka það. Fleiri af þeim sem glíma við náms- erfiðleika, eða þurfa að vinna með skóla, munu hætta námi. Athygl- inni ætti fremur að beina að eflingu verk-, list- og starfsnáms og hvetja þannig fleiri nemendur til að velja slíkt nám í stað stúdentsbrautanna. Þetta kostar peninga, sem stjórnvöld eru ekki reiðubúin að leggja til. Fremur ætti að minnka kennsluskylduna en auka hana. Varðandi tilvitnuð orð málsmetandi sveitarstjórnarmanna er það að segja að þau lýsa algeru skilningsleysi á eðli kennarastarfsins og aðstæðum í grunnskólunum. Markmiðið er, eins og með styttingaráformum ráð- herrans, að spara peninga. En krafa sveitarfélaganna um meiri kennslu felur um leið í sér skerðingu á tíma kennaranna til undirbúnings og úr- vinnslu, foreldrasamskipta, teymis- vinnu, samráðs og annarra starfa sem óhjákvæmilega fylgja því að kenna grunnskólabekk. Í „skóla án aðgrein- ingar“ og við breyttar aðstæður vegna aukins hegðunar- og námsvanda veitir kennurum sannarlega ekki af þeim tíma sem þeir nú hafa til að sinna starfi sínu af fagmennsku og metnaði, og fremur ætti að minnka kennsluskylduna en auka hana, ef mönnum er alvara með því að mik- ilvægt sé að bæta skólastarf og að sinna hverjum nemanda betur á eigin forsendum. Kennarar hafa engan áhuga á verk- föllum og krefjast engra ofurlauna, aðeins sanngjarnrar leiðréttingar út frá eðlilegum samanburði við opin- bera starfsmenn með sambærilega menntun. Kjarabarátta þeirra varðar ekki bara starfandi kennara og launa- seðil þeirra, heldur ekki síður kom- andi kynslóðir sem munu þurfa sífellt betri menntun til að sinna framtíðar- störfum sem gefa þjóðinni færi á að standast alþjóðlega samkeppni um framleiðni og lífskjör. Slík úrvals- menntun verður ekki í boði án góðra kennara. Fáir nemendur, og engir afbragðsnemar, munu velja kennara- nám við núverandi aðstæður. Það er mikið áhyggjuefni. Gylfi Þorkelsson, formaður Kennarafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands „Ánægjulegt er líka að viðhorfsbreyting hefur orðið gagnvart námserfiðleikum af ýmsu tagi. Vandi hvers einstaklings er greindur af fagmönnum og með því lagður grunnur að aðstoð við hæfi,“ segir Gylfi Þorkelsson. Myndin er tekin af nemendum í fSu. ÞHH Gylfi Þorkelsson. Sunnulækjarskóli: Kynning á framhalds- skólum í heimabyggð Kynning á framhaldsskól-um í heimabyggð verður haldin í Fjallasal fyrir for- ráðamenn og nemendur í 9. og 10. bekk í Sunnulækjarskóla, verður í dag, fimmtudaginn 27. febrúar kl.18:00. Námsráðgjafar, sviðstjórar og fulltrúar nemendafélaga Fjöl- brautaskóla Suðurlands og Mennta- skólans að Laugarvatni koma og kynna námsframboð og starfsemi skólanna. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum en búast má við að fundurinn taki um klukkustund.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.