Selfoss - 27.02.2014, Blaðsíða 8

Selfoss - 27.02.2014, Blaðsíða 8
8 27. febrúar 2014 Veturinn hjá fuglunum „Ég held að engu sé logið þegar ég fullyrði að Ölfusforir séu stærsta fuglasvæðið,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur. Flestir leggja að jöfnu, sumar og fugla. En þó að vissu-lega sé minna af fuglum á veturna, þá eru ýmsir þættir sem hjálpast að við að gera vetrarfugla- fánuna fjölbreyttari en vænta má, miðað við hnattstöðu okkar. Við búum við úthafsloftslag og svo fáum við grein af Golfstraumnum upp- að sunnanverðu landinu, auk þess sem jarðhitinn hjálpar til. Það er því ávalt talsvert um fugla sem þreyja þorrann og góuna. Það eru ekki síst fjörufuglar, sem komast af, þó að vetur og skammdegi grúfi yfir láði og legi. Fjörurnar leggur ekki og þar er víða gnótt ætis. Vatnafuglar eiga sér líka athvarf, því margir af bestu ferskvatnsstöð- um landsins eru á Suðurlandi. Hér er stærstu lindár landsins, að Laxá í S-Þingeyjarsýslu undanskilinni: Sog, Brúará, Eldvatn og fleiri ár í Meðallandi og Landbroti, svo og Rangárnar. Miklar uppsprettur eru á nokkrum stöðum, sem tengjast flestir fyrrnefndum ám: Þingvalla- vatn og í Fljótsbotnar í Meðallandi. Jafnframt er hluti Hlíðarvatns í Selvogi ísalaust í hörðustu vetrum. Áhrifa jarðhita gætir víða og ég held að engu sé logið þegar ég fullyrði að Ölfusforir séu stærsta fuglasvæð- ið, þar sem jarðhiti heldur opnum tjörnum og lækjum á veturna, en þar gætir einnig áhrifa kaldavermsla. Vetrargestir Þó merkilegt sé, sækir talsvert af fuglum hingað til lands til vetr- ardvalar. Flestir koma norðan að, algengasti vetrargesturinn hér við land er bjartmáfur, sem er varp- fugl á Grænlandi, Baffinslandi og nálægum eyjum. Bjartmáfar sjást helst í höfnum, kringum fiskibáta og sækja jafnvel í brauð þar sem fuglum er gefið. Bjartmáfurinn er t.d. algengasti máfurinn í Þor- lákshöfn á veturna. Annar kunnur vetrargestur að norðan er æðarkóng- ur. Æðarkóngarnir eru jafnan með æðarfuglum og parast stundum með æðarkollum. Þeir sjást árlega á svæðinu frá Þjórsárósum og í Þor- lákshöfn. En það koma ekki allir vetrargest- ir af hánorrænum slóðum. Gráhegr- ar og hvinendur koma frá Skandin- avíu. Gráhegrinn er mjög sérstakur, sérstaklega á flugi, með sinn langa háls og fætur og breiðu vængi. Hingað koma aðallega ungfuglar frá Noregi. Stakir fuglar eða fáeinir saman sjást um land allt í fjörum, við ár, læki, tjarnir og vötn þar sem íslaust er og fisks að vænta, oftast þó á Suður- og Suðvesturlandi, stöku fuglar halda til sumarlangt. Hegrarnir eru hvergi algengari en í Ölfusforum, þar hafa sést á þriðja tuginn. Hvinöndin er náskyld hús- önd og eru þær frænkur algengar á Soginu, Apavatni, Laugarvatni, Brúará og Fljótsbotnum á veturna. Fjöruspóar eru ársvissir vetrargestir í skerjagarðinum á Eyrum, en óvíst er um uppruna þeirra. Flækingar Í vetur hefur óvenju mikið borið á hraknings- eða flækingsfuglum á landinu. Þeir hafa komið bæði aust- ur og vestur um haf. Ameríkanar hafa verið óvenju algengir. Fyrsti „kaninn“ sem sást hér var brúðönd í Vestmannaeyjum í lok nóvember, en síðan voru að finnast fuglar allan desember og janúar. Umtalaður seylutittlingur (brjósttittlingur) í Hafnarfirði er orðinn þekktur með- al evrópskra fuglaskoðara og hefur sennilega enginn fugl verið skoðaður af jafnmörgum hér á landi fyrr og síðar. Við sunnlendingar höfum ver- ið frekar afskiptir í þessari innrás. Þó fundust tvær brúðendur og sefgoði í Eyjum og flóðhæna í Fljótshverfi. Það er aðeins í þriðja sinn sem hún sést hérlendis. Korpönd í Þorláks- höfn er af evrópskum uppruna og ljóshöfðasteggur á Stokkseyri, reynd- ar kominn vestan um haf, er búinn að halda þar til um árabil. Fóðrun Það er góður siður að fóðra fugl- ana í vetrarhörkum. Fjölbreytt fóður eykur líkurnar á að fá sjald- séðari gesti í heimsókn. Fánan er stöðugum breytingum undirorpin og á það líka við um þá fugla sem heimsækja gjafmilda garðeigendur á veturna. Svartþrestir eru að nema land „fyrir austan fjall“. Þeir hafa orpið á Innnesjum um árabil og eru sums staðar orðnir algengari en skógarþrösturinn. Þeir eru mjög heimakærir, verpa og halda til í sömu görðunum árið um kring, hafi þeir nóg æti. Krossnefur er annar nýr landnemi. Hann sækir gjarnan í sól- blómafræ og annað fóður sem ætl- að er auðnutittlingum, sérstaklega í Krummi dansar fyrir ljósmyndarann á Stokkseyri. Húsendur eru algengir vetrargestir frá Mývatni og Laxá á Sogi, brúará, apavatni og Laugarvatni.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.