Selfoss - 27.02.2014, Blaðsíða 14

Selfoss - 27.02.2014, Blaðsíða 14
14 27. febrúar 2014 Þekk ir Þú fólk ið? Héraðsskjalasafn Árnesinga hef- ur á undanförnum árum feng- ið fjölda merkra ljósmynda. Hérðasskjalasafnið fékk ásamt Héraðsskjalasöfnunum á Egils- stöðum og Sauðárkróki styrk frá Mennta- og menningarmálaráðu- neyti til atvinnuskapandi verkefn- is við innskönnun og skráningu á ljóstmyndum. Sveitarfélagið Ár- borg og Menningarráð Suðurlands styrkja verkefnið svo sérstaklega hér í héraði. Á héraðsskjalasafninu eru nú um 150.000 ljósmyndir. Rúmlega 70.000 ljósmyndir er nú búið að skanna og skrá um 50.000. Mikil vinna liggur að baki skrán- ingu á ljósmyndum og oft á tíðum er ekki hægt að greina nákvæmlega frá viðburðum eða þekkja einstak- linga á myndunum. Mikilvægt er að geta leitað til almennings og fá aðstoð við skráninguna. Birting ljósmynda með þessum hætti er í raun samvinnuverkefni þeirra sem lesa blaðið og héraðsskjalasafnsins. Þeir sem hafa frekari upplýsingar eru hvattir til að senda okkur tölvu- póst á myndasetur@heradsskjala- safn.is eða heimsækja okkur. Þá minnum við á myndasíðuna okkar myndasetur.is en þar eru myndir aðgengilegar. úr Harð Haus (4) Skerp þú sansa mína Dísin óðar himinhá hjálp mér veittu þína sónarskál mér skenktu á skerp þú sansa mína. Að Mímisbrunni mæt og hlý mig ef til þín kallar fram skal telja Fljótshlíð í forráðskonur allar. Vísurnar hér að ofan eru upphaf að Konuvísum í Fljótshlíð 1915 ort- um af Helgu Pálsdóttur á Grjótá, þar sem höfundurinn ávarpar ljóðadís- ina. Vísurnar hefjast svo í Fljótsdal þar sem Kristrún ætlar að fara að giftast Úlfari. Barkarstaðahúsfrú fær næstu tvær vísur, þá Margrét í Háamúla og þannig fer skáldkonan bæ frá bæ. Kemur út að Hlíðarenda: Myndarleg er menjaslóð margt kann þar á benda Kristín fögur, kát og góð kona á Hlíðarenda. Svo kemur Helga út að Grjótá: Guðbjörg þjóða græðir hrós gleður snauðra sinni er ljósmóðir ágæt drós ein í Fljótshlíðinni. Ýmsar konur fá tvær vísur, flestar eina, engar níðvísur, en hlýleg vers og gjarnan fræðandi og að lokum afmarkar Helga líðandi stund með vísu: Síðan fæddist Kristur klár – kærleiks ljósið blíða – tuttugustu aldar ár er fimmtánda að líða. Þessar konuvísur Helgu Pálsdóttur hefur Ragnar Böðvarsson skráð inn á vísnavef Árnesinga og hundruð vísna til viðbótar eftir Sunnlendinga og aðra landsmenn, en þeir sem vilja fá meira að sjá geta leitað að Braga óðfræðivef og séð þar allar konu- vísurnar úr Fljótshlíðinni. Nú – á fyrstu dögum góu – hæfir vel að skoða kvennabragi og ljóð. Helga Pálsdóttir var fædd 1877 og fór að vinna fyrir sér þegar hún var 17 ára, lengst af á Grjótá. Vinnu- kona var Helga um ævidaga sína, orti mikið af erfiljóðum fyrir og í orðastað vina sinna eins og Ásta Þor- björnsdóttir á Grjótá kemst að orði í grein um Helgu og ljóð hennar í Goðasteini 2013. Ásta á Grjótá hefur skráð inn í tölvu öll ljóð hennar og vísur sem henni voru tiltæk. Hún vill gjarnan fá sendar vísur Helgu eða ljóð ef ein- hverjir hafa þau í fórum sínum. Ásta hefur netfangið grjota@simnet.is. Ingi Heiðmar Jónsson Hrepphólakirkja var það Fjölmargt fólk hafði samband um myndina sem við birtum í síðasta blaði. Næstum öll voru á því að þarna væri Hrepp- hólakirkja. Við fengum líka góða lýsingu á aðstæðum. Myndin væri líklegast tekin á tímabilinu 1949- 1953. Kirkjan sem stóð fyrrum fauk 29. desember 1908 og flokk- ur manna af Eyrarbakka reisti nýja kirkju sem var gluggaröðinni styttri en sú sem fauk af stalli. Nýja kirkjan var vígð að hausti 1909. Þannig lítur hún út í dag. Hrepphólakirkja er friðuð eins og 213 aðrar kirkjur í landinu. Þekkirðu bæinn? að þessu sinni birtum við mynd af bæ sem ekki hefur verið staðsettur. Hvaðan er myndin og hvenær gæti hún verið tekin. frekari upplýsingar um byggingarsögu eða ábúenda væri gaman að fá. Þá er myndasmiðurinn óþekktur. ef marka má undirtektir við síðustu mynd sem við óskuðum eftir að væri borin kennsl á erum við bjartsýn á lausn. Upplýsingar eru vel þegnar, á ritstjóra á torlakur@fotspor.is eða í síma 8942098. Þá má hafa beint samband við Hér- aðsskjalasafn Árnesinga.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.