Selfoss - 27.02.2014, Blaðsíða 6
27. febrúar 20146
Ríkið verður að fara hysja upp um sig buxurnar ...
og bæta inn í þennan málaflokk,
segir Magnús Jónasson restrarstjóri Hraunbúða í Vestmannaeyjum
Við fjölluðum í síðasta blaði um rekstur dvalar- og hjúkrunarheimila á Suður-
landi. Tónninn er svipaður. Þörfin
er brýn. Þjóðin eldist. Fleiri ná því
stigi að banka upp á þegar aldurinn
færist yfir. En stefnan er sú að fólk
dvelji sem lengst á heimilum sínum.
Þjónustan færist inn á heimili hvers
og eins. Þetta hefur m.a. í för með
sér að þörfin á hjúkrunarrými vex
sérstaklega þar sem fólk fer ekki að
heiman fyrr en heilsu hrakar mikið.
Forstöðumenn og sveitarstjórar
hafa svipaða sögu að segja. Greiðsla
frá ríkinu er hvergi nærri nóg til
að standa undir rekstri. Magnús
Jónasson í Vestmannaeyjum tekur
í þann streng um rekstur Hraunbúða
: daggjöld eru langt í frá þau sem
þau þyrftu að vera. Ef ekki kæmi til
að Vestmannaeyjabær greiðir mis-
muninn, væri heimilið komið í þrot.
Hraunbúðir er dvalar- og hjúkr-
unarheimili fyrir aldraða í eigu Vest-
mannaeyjabæjar. Húsið er að verða
fertugt. Var gefið til Eyja í kjölfar
eldgossins 1973 og hófst starfsemi
þar 5. október 1974. Heimilið var í
fyrstu dvalarheimili, en 1987 fékkst
leyfi fyrir hjúkrunar- og dagvistar-
rýmum við stofnunina.
1) Hver er/eru rekstraraðili/-aðilar - og
rekstrarform?
Svar: Vestmannaeyjabær á og rekur
Hraunbúðir að öllu leyti.
2) Hvað eru mörg hjúkrunar- og
dvalarrými á ykkar stofnun (og skipt-
ingu)?
Svar: 28 hjúkrunarrými + 1 hvíldar-
rými og 8 dvalarrými. Síðan erum
við með 10 dagvistarrými.
3) Eru rúm fyrir hvíldarinnlagnir - og
þá hversu mörg?
Svar: Já - eitt
4) Hverjir eru helstu rekstrarþættir?
Og innbyrðis hlutföll?
Svar:
Laun og launatengd gjöld 67,5%
Matur oþh 10,3%
Lyfjakostnaður 5,3%
Húsnæðiskostnaður 7,9%
Fjarmagnskostnaður 3,1%
Annað 5,9%
5) Hvernig stendur reksturinn í ljósi
umræðunnar? Hugsanlega aðrar
skuldbindingar eins og lífeyrissjóðs-
og endurnýjun húsnæðis.
Svar: Reksturinn stendur illa - dag-
gjöld eru langt í frá þau sem þau
þyrftu að vera. Ef ekki kæmi til
að Vestmannaeyjabær greiðir mis-
muninn, væri heimilið komið í þrot.
Meðgreiðsla Vestmannaeyjabæjar á
sl ári nam nálægt 35 millj.kr. og
þannig hefur safnast upp mikil skuld
við bæinn á undanförnum árum.
Lífeyrissjóðsskuldbindingar eru
verulegar, en vegna þess að Vest-
mannaeyjabær reksur Hraunbúðir
fer allt slíkt í gegnum bæjarkerfið.
Vestmannaeyjabær hefur lagt út í
40-50 millj. kr. endurnýjun á hús-
næði – utanhúss - á undanförnum
árum, þannig að húsnæðið er í góðu
lagi svo langt sem það nær, þar sem
húsnæðið er nú um 40 ára gamalt
og barn síns tíma. Afar nauðsynlegt
er að fara út í stækkun og breytingar
á núverandi húsnæði, þ.s. biðlisti
fyrir innlögn bara lengist og lengist.
6) Hefur verið niðurskurður? Hver
hefur hann verið og á hverju bitnar
hann/á hvaða liðum? Eru uppsagnir
á starfsfólki í gangi eða verða þær boð-
aðar miðað við að óbreyttar aðstæður?
Svar: Ekki hefur verið farið í beinan
niðurskurð, en öllu haldið í lágmarki
hvað varðar kostnað. Mönnun má
ekki vera minni án þess að skerða þá
þjónustuna. Engum hefur þó verið
sagt upp, en reynt að takmarka ráðn-
ingar í þau störf sem losna.
Ráðamenn Vestmannaeyjabæjar
hafa verið heimilisfólki á Hraun-
búðum (og reyndar eldri borgum
bæjarins) mjög vinveittir og látið
bæinn leggja út verulega mikið af
fjármunum, langt umfram skyld-
ur, til þess að heimilisfólkinu og
öðrum eldri borgurum í Eyjum geti
liðið sem allra best, enda á það svo
sannarlega skilið. – Þetta er fólkið
sem byggði upp Eyjarnar, sem við
nú njótum góðs af.
7) Hvað teljið þið brýnast að gera til
að koma rekstri í viðunandi horf - til
að bæta rekstur?
Svar: Það er aðeins eitt svar við
þessari spurningu – Ríkissjóð-
ur VERÐUR að leggja meira fé í
þennan málaflokk svo hægt sé að
uppfylla þær skyldur sem RÍKIÐ
leggur heimilunum á herðar. Enda er
þessi rekstur alfarið á hendi ríkissins
– það er ekki annarra að greiða þann
kostnað – skv. lögum.
8) Upphæð daggjalda til ykkar stofn-
ana.
Svar: Hjúkrunarrými kr: 22.850 pr.
sólarhring.
Dvalarrými kr: 11.135 pr. sól-
arhring.
Dagvistarrými kr: 4.800 pr. dag
9) Hvernig sjáið þið fyrir ykkur rekstur
slíkra heimila - t.d. í ljósi þess m.a. að
hlutur aldraðra af íbúafjölda mun
hækka enn frekar.
Svar: Það hefur verið stefna heil-
brigðisyfirvalda að aldraðir eigi að
geta búið eins lengi í sínu húsi sem
hægt er og er það góðra gjalda vert
– en hvað þýðir það – einfaldlega
að með því er verið að færa kostn-
að af ríkinu á bæjar/sveitarfélögin.
Engin heildarstefna er þó til varð-
andi þetta, því ef svo væri yrði ríkið
að greiða mun meira en það gerir í
dag og skirrist því við að koma slíkri
heildarstefnu til framkvæmda.
Við í Eyjum búum við það að
vegna Eldgossins 1973 heftur minni-
hluti íbúa hér talist til eldri borgara,
því mun færra eldra fólk flutti til
baka eftir gos, en það yngra. Þetta
er nú að breytast hratt og því þyngist
róðurinn hér mun hraðar en víðast
hvar annarsstaðar. Af þessum sökum
er mjög brýnt að hér verði tekið til
hendinni varðandi fjölgun, bæði
rýma hér á heimilinu og einnig að
bæta inn fleiri kostum s.s. þjónustu-
íbúðum o.s.frv.
10) Annað - sem þið viljið koma að.
Svar: Margt og mikið væri hægt að
skrifa um þennan málaflokk, en í
svona stuttu svari gefst ekki tækifæri
til þess.
EN nr. 1. 2. og 3. verður ríkið að
fara að hysja upp um sig buxurnar
og bæta inn í þennan málaflokk –
annað bara gengur ekki.
Með Eyjakveðju
Vestmannaeyjum 17.febr. 2014.
Magnús Jónasson, rekstrarstjóri.
GEYSIR
HAUKADALUR
Verslunin á Geysi í Haukadal óskar eftir starfsfólki í allar deildir
fyrirtækisins. Við leitum að duglegum einstaklingum með góða
þjónustulund til að vinna með okkur á ört vaxandi vinnustað.
• Mikil tækifæri í boði , framtíðarstörf og sumarstörf
• Vinnutími og starfshlutfall eftir samkomulagi
• Umsóknir berist á netfangið: heida@geysir.net
Spennandi atvinnutækifæri á Geysi
Magnús Jónasson restrarstjóri.
Setið út á sólpalli í dýrðar veðri.